föstudagur, mars 31, 2006

Skilgreiningar:
Leitin: Ég er núna að leita mér að plássi fyrir 2 krúttlega og pattaralega gaura sem láta lítið fyrir sér fara, drekka ekkert ofsalega mikið, losa ekki of mikið loft og eru semí kurteisir þrátt fyrir slappt uppeldi. Tíminn sem hentar að taka við þeim er á milli 19:00-23:00 í kvöld! Vinsamlegast hafið samband í síma 869-1151 ef þið eruð með pláss fyrir kvikindin!
P.S. þið verðið að vera með stöð 2 því annars verða þeir órólegir yfir því að sjá ekki Idol!

Skróp: Dagurinn í dag gerði drottinn Guð góðan, hann gaf mér góða samvisku í að taka mér "frí" í skólanum og gera smá góðverk, ég fór og þreyf bíla prestsins á nesinu fyrir væga summu af pening.

Tónlist: Kjallinn er að missa sig yfir nýju ræktartónlistinni sem Íbbi Tankur reddaði. Cascada varð fyrir valinu og er hún að virka betur en sterar! Og mar fær engar bólur af tónlistinni!

Laugardagurinn: Strákakvöld, Póker, Pizza, Bjór, Engar Konur! Spurning hvort strákarnir hafi eitthvað í pókerface Íslands, þarf reyndar að hafa með mér lambúshettuna og sólgleraugu!

Leikurinn: Ohhh me god hvað ég er að missa mig í Nedd for Speed Most Wanted. Kjallinn var búin að komast í feitan pakka, búin að undirbúa hann í 4 daga og þá kom Eva inn og spurði mig að einhverju og ég klessti á og var handtekin, 4 daga farnir fyrir lítið!

Páskafrí: Veit ekki baun hvað á að gera í því en kannski að við strákarnir sem vorum í U.S. missioninu förum í bústað. Spurning hvað gerist!

5 aura brandarar: Helga Súla á vinningin í þeim, manneskjan veit ekki hvað það er að segja venjulega brandara, skil hana reyndar mjög vel því að ég get það ekki heldur. Aftur á móti vil ég grátbiðja vini/vinkonur hennar og mína um að sína okkur smá skilning, við erum ekki betur gefin en þetta! Við erum ekki vangefin, eins og margir vilja koma fram við okkur, skilning takk fyrir!

Þjóðhátíð í eyjum: Kjallinn er búin að panta í Herjólf fram og til baka fyrir þokkalegasta fjölda af liði! Spurning að setja þá á Ebay og bjóða upp...einmitt! Mar fer nú til eyja og fær sér góðan reyktan lunda, pissar á lögguna og gerir einhverjar smá gloríur! Missir sig í djamminu eins og góðum dreng sæmir! Samt ekki of góðum.....Muhahahahahaha!

Dagurinn í dag: Hann er góður, massa veður, góður matur í kveld og stemming fram eftir degi!

Kveðja: Salí!
Skilgreiningar:
Leitin: Ég er núna að leita mér að plássi fyrir 2 krúttlega og pattaralega gaura sem láta lítið fyrir sér fara, drekka ekkert ofsalega mikið, losa ekki of mikið loft og eru semí kurteisir þrátt fyrir slappt uppeldi. Tíminn sem hentar að taka við þeim er á milli 19:00-23:00 í kvöld! Vinsamlegast hafið samband í síma 869-1151 ef þið eruð með pláss fyrir kvikindin!
P.S. þið verðið að vera með stöð 2 því annars verða þeir órólegir yfir því að sjá ekki Idol!

Skróp: Dagurinn í dag gerði drottinn Guð góðan, hann gaf mér góða samvisku í að taka mér "frí" í skólanum og gera smá góðverk, ég fór og þreyf bíla prestsins á nesinu fyrir væga summu af pening.

Tónlist: Kjallinn er að missa sig yfir nýju ræktartónlistinni sem Íbbi Tankur reddaði. Cascada varð fyrir valinu og er hún að virka betur en sterar! Og mar fær engar bólur af tónlistinni!

Laugardagurinn: Strákakvöld, Póker, Pizza, Bjór, Engar Konur!

fimmtudagur, mars 30, 2006

Jamm bara bletzuð! Það er komið sumar...einmitt....! Fór í dag fyrr úr skólanum til að þrífa bíl og ég er að segja ykkur að sumarfílingurinn er alveg komin.....það eina sem vantar er mótorhjól til að renna um landsins strendur. Finna fyrir loftinu þjóta um líkaman á öðru hundraðinu! Usss...hvað ég get ekki beðið eftir sumrinu! Sól, hiti, brúnir kroppar og snilldar tónlist þegar mar skoppar fram og til baka á Ægisíðunni.

Nýjar myndir eru komnar inn frá ammæli Evu síðustu helgi!

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég er orðin nörd!!! Búhhhaaaahahahahaha! Þetta er án efa í fyrsta skipti sem ég get kallað sjálfan mig nörd! Ég gjörsamlega missti mig í Rafeðlisfræði í dag, fékk niðurstöðu úr prófi sem ég tók í gær og ég fékk 9,4 sem er bara nörda/snillinga einkunn, og ég fékk hana......hvað er að gerast með mig? Mér leið svo skemmtilega undarlega þegar ég fékk prófið að ég gat ekki setið kyrr, gjörsamlega fór í loft af gleði! Ég fékk leyfi hjá kennaranum að fara fram á gang til að fagna góðum áfangasigri mínum á annars ekkert sérstöku námskerfi! Nú veit ég afhverju það er gaman að fá svona hátt......þá getur mar litið niður á hina og verið geðveikt sáttur við sjálfan sig að vera gáfaðari en hinir.....ekki að það komi oft fyrir mig! Bara gaman af þessu.

Jæja...þá er mar að spá í hvað mar á að eyða páskafríinu sínu í!Ég er svo í lausu lofti með það. Spurning um að fá einhverjar hugmyndir! Páskafríið byrjar 7 apríl og er til 20 apríl eða eitthvað.

mánudagur, mars 27, 2006

Con grats Iceland! Silvíu Nótt er alveg að standa sig með nýju útgáfunni af lagi sínu. Textinn er bara nettur og lagið er svolítið asnalegt en samt ógeðslega fyndið. Sá þetta sýnt í Kastljósi og gat varla horft á lagið því að ég hlós svo mikið. En eftir það var kíkt á Idolið....er ekki ennþá búin að skilja Íslensku þjóðina fyrir það eitt að Alexander var rekinn. Gaurinn er lang besti karl söngvarinn og Ina er lang best af skvísunum. Mar hefði vilja sjá þau tvö standa eftir í lokahópnum, mér er svo sem alveg sama hver hefði berið með þeim. Ina er bara komin með titilin í ár í hendurnar, bæði það að hún er myndarlegust af þeim sem er eftir, þó að hún sé smá búttuð og hún er með lang bestu röddina af öllum keppendunum. Hver getur tekið lög með Whitney Houston eins og hún? Þetta er bara rugl flott hjá skvísunni.

Smá helgar yfirlit:
Föstudagurinn var alveg ágætur fram að miðnætti þar sem ég fór í vinnuna á Pravda og var þar til ca. 6-7 og fór heim, skellti mér í sturtu og í önnur föt því að ég þurfti að bruna upp á Indriðastaði þar sem ég var að taka á móti hóp þar sem var nokkuð sprækur. Ég fór með þau í nokkra leiki og í alveg magnaða ferð á fjórhjól þar sem inngjöfin var ekki spöruð í drullunni. Hjólin og við sem keyrðum þau vorum svo vibba skítug að fólk þekkti okkur ekki þegar við komum til baka. Svo kom kallinn heim á laugardeginum og fór beint í partý hjá konunni. Hún var að halda uppá ammælið sitt sem er 8 apríl. Það var tekið þokkalega á því þar og póker var brúkaður fram eftir nóttu. Get reyndar ekki sagt annað en að ég hafi verið orðinn frekar þreyttur eftir smá vöku. Vaknaði á sunnudeginum um ca. 14:30 og þá þurfti ég að dæma og dæmdi til ca. 17:00 og fór heim að læra fyrir vöðvafræðipróf og setti smá vinnu í lokafrágang Siðfræðiritgerðarinnar sem ég er búin að vinna í allt of lengi. Einnig píndi ég mig í smá PS2 ævintýri þar sem ég er að reyna að klára Need for Speed Most Wanted. Okei ég veit að tölvuleikir eru bara fyrir börn en mér finnst alltaf gaman að vera ungur í anda! Svo var horft á One Tree Hill, tók það upp á föstudaginn. Kjallinn lagðist svo til kvílu og dreymdi einhverja steypu sem ég botna ekkert í og man varla eftir.

Dagurinn í dag:
Kjallinn er bara búin að rúlla upp vöðvarfæðiprófinu sem ég fór í. Get reyndar ekki sagt að ég fái 10 því að ég giskaði á 92% af prófinu. Svo er ég að fara í LOL203 og fær að vita hversu mikið yfir 0 ég fékk í síðasta prófi, hlít að fá 1 fyrir það eitt að reyna við þennan andskota. En svo réttir mar aðeins úr kútnum sem mar safnaði á sig yfir helgina með því að taka smá á því í ræktinni á eftir, ætli mar fari ekki upp úr 3 að lyftra og taki á því til ca. 6! Þá tekur við yndisleg máltíð ala einhevr sem nennir að elda og svo er það sjónvarpskvöld dauðans sem tekur við. Hvað gerist í O.C.? Hver dettur út í Survivor? Fyldist reyndar ekkert með Survivor en það er annað mál. Kveð að sinni! Salí!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Þar sem ég tel mig sjálfan vera frekar efins um allt sem tengist einhverju yfirnátturulegu eða einhverju sem tengist áru manna. Ég fór í Eðlisfræðitíma áðan sem breytti öllum mínum skoðunum, þrátt fyrir að mér líði ekkert sérstaklega vel með það. Þannig er mál með vexti að ég varð vitni að undarlegasta atburði ever á minni stuttu ævi hingað til. Ég var í fyrirlestri hjá einhverjum gaur sem telur sig sjá áru manna og geta fundið veika punkta hjá fólki. Hann tók eina stelpu til hliðar og fann blett sem hafði áhrif á áru hennar. Ég trúði þessu ekki og hló innra með mér....held að hann hafi skynjað það því að hann biður mig um að setja lófana mína ca. 10-12 cm. frá öxlum hennar og spryr mig svo hvað ég finn. Ég sagðist ekkert finna og þá sagði hann mér að slaka á í öxlunum og reyna aftur. Ég geri það og finn þennan hrikalega sterka rafstraum í hægri lófann minn og þvílíkan hita. Ég kom ekki við neitt og fann þetta samt í ca. 1 mín. Hann snertir svo mjög laust á hægra herðablaðið mitt og spyr mig hvað ég finn.....og ég fann þennan viðbjóðslega verk á herðablaðinu. Gaurinn sagði mér svo að loka fyrir orkuflæðið með því að taka hendurnar frá og ég gerði það. Hann spurði svo hvað ég fyndi og ég fann ennþá fyrir verknum og hann sagði að ég hafði tekið verkinn sem var í herðablaðinu á stelpunni og dregið hann inn í mig. Veit að enginn trúir þessu en ég er bara gáttaður hérna heima og skil ekki upp né niður í neinu. Svo eftir tíman sagði gaurinn við mig að ég væri með mjög öflugar hendur og ef ég slappaði aðeins meira á þá myndi ég fara fljótlega að finna meira svona hjá fólki. Ég er ekkert allt of viss um að ég vilji það! Þetta er rugl skrítið. Og ég er ekki búin að vera að reykja neitt eða taka einhver ólögleg efni í morgun! Gerðist allt undir áhrifum lofts!

miðvikudagur, mars 22, 2006

I like to move it, move it, I like to move it, move it, I like to......MOVE IT. Ég gerði sjálfum mér þann greiða að skoða heim viltra dýra í gær. Madagascar varð fyrir valinu og ég gjörsamlega missti mig fyrir framan tölvuna....þetta er án efa ein fyndnasta og skemmtilegasta mynd sem ég hef horft á. Ég veit að þetta er teiknimynd en hún er bara mökk fyndin og góð í alla staði. Ég held ég komist bara ekki yfir þetta. Mörgæsirnar í myndinni voru alveg að gera sig og flestar persónurnar voru upp á 10,2!
Yfir í annað...dagurinn í dag er búin að vera hreinasta snilld, átti að vera búin í skólanum um 16:00 en var búin 11:40 svo að ég fór bara að lyfta í 2 tíma....fór svo heim að læra og náði að klára ritgerð í "uppáhaldsfaginu" mínu siðfræði. Svo er ég bara að bíða til ca. 17:00 og þá er kjallinn bara að spá í að skella sér aftur í ræktina og taka ennþá meira á því! Djös snilldar dagur! Veit ekki hvað ég hef gert af mér til að verskulda aðra eins snilld. Svo eftir að mar er búin að taka trappan, bicepinn og fleiri djöfla í pakkan fer mar í mat til pabba gamla. Hrikalega góður matur þar á ferð og mar trukkar sig alveg út með 2-3 diskum af góðgæti. Chillað er svo yfir Prison Brake í kveld, þessi dagur verður seint toppaður! Salí!!

þriðjudagur, mars 21, 2006

Nú er ég officiali orðinn blóðraböggull ofsókna. Stelpur sem kenna sig við Mosótíkurnar eru að leggja mig í einelti á bloggi sínu. Ég qouta í þær; "P.S. Sæti ef þú átt eftir að kíkja á þessa síðu þá viljum við láti þig vita að við veljum alltaf eitt karlkyns fórnalamb í mánuði og þessi mánuður er allur þinn."
Hvað hef ég eiginlega gert af mér í lífinu? Er eiginlega orðinn hálf hræddur um eigin líf hérna. Skíthræddur við svona kvennfólk! Nehhh....gaman af þessu...hef eiginlega aldrei lent í þessu sjálfur og er kanski smá montin....en hver myndi ekki vera það? Spurning samt um það að taka þessar myndir út af síðunni? En ef fólk vill sjá síðuna hjá Mosótíkunum er slóðin; www.blog.central.is/mosotikur . Um að gera að kíkja á þessa steypu í þeim! En annars er ég farin að læra og kannski að sofa aðeins. Smá þreyttur og kenni heilbrigðiskerfinu um! Smá einkahúmor. Komist kannski að því um hvað hann er ef þið nennið að láta í ykkur heyra.....samt spurning hvort einhver skilji mig því ég á víst að vera með þvílíkt slappan húmor, 5 aurarnir víst ekki að gera sig. Annars hafið það gott! Salí!

mánudagur, mars 20, 2006

Góð helgi er gulli betri! Föstudagurinn fór í rólegheit fyrir framan tellaran japplandi á ís og einhverju öðru góðgæti. Laugardagurinn var svo tekin snemma því kjallinn þurfti aðeins að skreppa í vinnuna hjá Eskimos Adventures. Ég var kominn eitthvað um 12 upp í Skorradal og þá var fyrsti hópurinn mættur á svæðið. Það voru mosotíkurnar heil 10 kvikindi sem vissulega höfðu munnin fyrir neðan nefið. Ég hef án gríns ekki orðið eins ruglaður á ævinni, ég botnaði ekkert í einu eða neinu sem vall upp úr þeim. Og ekki skánaði það þegar þær byrjuðu með gælunöfnin, Mellan, Mamman, White trash og fl. Ekki nóg með það þá reyktu þær allar nema ein. Komu með einhverja sögu frá því að þær voru allar 10 ára að reykja í einhverjum dúfnakofa eða eitthvað. Hversu eðlilegt er það? Svo þegar þær voru nú að kveðja þá fékk kallin boð um að fara með þeim í bústað upp í Húsafelli en ég þakkaði pent fyrir. Svo átti Hrefna sem er með mér í Nuddnáminu afmæli á laugardaginn, óska henni innilega til hamingju með daginn um daginn. Hún var einmitt í bústað við hliðin á mosotíkunum og þær voru alveg að missa sig um nóttina, naktar, öskrandi og hlaupandi um allt. Staðfestar heimildir! Svo ég haldi áfram með stór skemmtilegan dag upp í Skorradal, næsti hópur var eitthvað málningarlið, þokkalega fyndin hópur en samt svolítið sérstakur. Þau voru í þessari rosa stemmingu til ca. 2200 og þá héldum við heim á leið. Kjallinn skellti sér í sturtu og hafði sig til fyrir kveldið, byrjaði á að ná í Ara Fjall og við fórum til Elsu í smá partý. Þaðan fórum við í Breiðholt og vorum þar í smá stund þangað til að Ari vildi fara að hitta einhverja gellu heima hjá sér, spurning hvað var að fara að gerast hjá kallinum? Okei.....eftir að Ari var farinn heim tók ég smá rúnt í townið, nokkrir fyndnir atburðir áttu sér þar stað, t.d. þá drekkti Helga símanum mínum í klökum sem fóru út um allan bíl, hún lagðist bak við sætin aftan í og festist, hún gat ekki verið í beltinu af því að það var alltaf að reyna að halda henni, right! S.s. þokkalega skrautlegt. Svo fórum við úr bílnum og ætluðum á Pravda og þá braut Helga hælinn á skónnum sínum. Veit ekki alveg hvað gerðist en eftir þetta þá var hún hálf skrítin í ca. klukkutíma. Lífið var henni ekkert sérstaklega hliðholt einhvern vegin:). Jæja..við redduðum öðru pari af skóm og fórum á Pravda og vorum þar til hálf sex. Þá bað Ester mig að skutla sér heim. Ekkert mál, kallinn edrú og hatar að keyra......einmitt. En svo kom það, hún býr í Mosó. Hvað er málið.......þurfa allir sem mar kynnist þessa dagana að búa í rassgati eða? Mar verður búin að ferðast sem samsvarar hringferð þegar mar fer í heimsókn til þeirra allra. En þegar ég var búin að skutla henni heim og Suðurlands stelpurnar á góðri leið heim á við fór ég upp í rúm að horfa á Formúluna. Hún var ekki skemmtileg þannig að ég var búin að halda mér vakandi í 6 og hálfan tíma fyrir frekar leiðinlegar tuttugu mínútur sem ég nennti að horfa á. Reyndar var helvíti gaman af þessu kveldi en ég er drullu þreyttur því að ég er rétt búin að sofa 3 tíma fram á sunnudag. Sunnudagurinn var nýttur fyrir framan sjónvarpið, kannski ekki alveg það sem mar átti að gera en þetta var algjör snilld. Salí!

föstudagur, mars 17, 2006

Elskurnar mínar....ég hef fréttir að færa, nú eru komnar inn nákvæmlega 91 auka mynd inn frá Selfoss ferð okkar!

fimmtudagur, mars 16, 2006

jamm...jammm...jammm....mig langar á að byrja á því að þakka Daða sem er með mér í skólanum fyrir að sína einstaklega mikla hæfni og hreint og beint æðisleg ummæli um mig sem hann commentaði á mig undir dulnefninu Sæta Stína. Daði, mér þykir vænt um þig líka. Það er hrikaleg stemming um þessar mundir, mar situr eins og versti njörður fyrir framan tölvuna daginn út og inn, skrifandi einhvern horbjóð sem maður skilur ekkert í sjálfur í einhverri Siðfræði ritgerð. Við erum að tala um að hugtökin eru svo ruglingsleg að ég held að þau gagnist mér einungis í eitt, setja þau einhvers staðar inn til að lengja ritgerðina. Gjörsamlega úthugsað hjá kjallinum. Svo er annað mál á dagskrá, ég er að fara í nudd á eftir. Ég segi það aftur, ég er að fara í NUDD á eftir. Við sem erum á nuddbrautinni erum s.s. öll á leiðinni í nudd um 5 leitið í dag, ég segi það og skrifa, þetta verður hrein bomba, B-O-B-A. Spurning um að byðja um eitt erótískt, liggja þarna nakinn, olíuborinn og alveg til í einhvern hrikalega rómó pakka. Einmitt.....já og meðan ég man þá er flöskudagurinn mikli að nálgast, held að hann sé á morgun. Allur landinn að fara að hella aðeins í sig og gera sér dagamun. Kjallinn ætlar bara að vera salí rólegur heima og vera með pizzu í annarri og nammið í hinni. Svo er mar að fara að vinna sem farastjóri með 2 hópa í fjórhjólaferðir allan laugardaginn og svo kannski 2-3 öllarar með liðinu um kveldið, til að vera í smá gír með þeim! Ekkert smá snilldar starf það! Frítt vín, leika sér á fjórhjólum í allskonar dóti og gera grín af einhverjum sem skilja alla slöppu fimm aura brandarana mína. Leiðinlegt að vera svona misskilin gaur! But anyway, Salí!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Jæja þá er það hér með ákveðið að allir sem voru á Selfossi 10. mars á Ungfrú Suðurland fari saman á úrslitin 24. maí. Miss Iceland verður þar væntanlega kosin og mun lófaklapp okkar dynja um sali hússins og heimili landsins og þar með tryggja sigur okkar frá Suðurlandi! Stelpurnar skrá sína mætingu hjá Helgu og strákarnir hjá mér. Svo munum við Helga bera saman bækur okkar varðandi fjöldan og panta eftir því og svo gæti það bara gerst að við reddum fyrirpartý. Hvet alla til að mæta, það er einungis ein afsökun fyrir því að komast ekki og sú afsökun er að vera við eigin jarðaför. Spurning um að allir noti ekki bara lífsmottó Helgu:"Að deyja ekki". And world peace! Varð að koma með þetta!

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér er ill í bévítans bakinu! Við ákváðum að smella okkur á skíði eins og ég var búin að nefna hérna í gær og allt í lagi, stemmarinn var góður, nýbúin að renna niður einum Serranos og í nokkuð góðum fíling. Þá var komið að skemmtilega partinum, að redda sér skíðum og fara í fjallið. Ég fæ mér skíði til leigu, þokkalegt rán eða 2500 kjall og svo dagspassi á 1500 kjall fyrir helvítis tvo tíma. Sem sagt 4000 kjall fyrir 7 ferðir eða eitthvað. En besti parturinn er eftir. Skíðin sem ég leigði voru með nöglum undir eða eitthvað því þau runnu ekkert, okei gat alveg sætt mig við það því að þá eru minni líkur á að ég drepi mig, en nei, þá reyndu skíðin að drepa mig. Allt í einu datt vinstra skíðið af og ég slammaði beint á smettið. Ekki fögur sjón og alls ekki gott! Þetta skeði svona 10 sinnum að skíðin yfirgáfu mig bara og ég fór og fékk ný skíði og endurgreitt! Kjallinn var þá loksins orðinn sáttur. Fórum svo heim og lögðumst upp í rúmm að deyja í löppunum, reyndar búin að labba ca. allt of mikið í hlíðum Bláfjalla(skíðin voru ekki uppi þar sem ég var). Morgunin var hreinasti viðbjóður, ég vaknaði að drepast í bakinu og var dauð þreyttur. Mætti í skólann eins og alltaf og hvað kemur til, tveir fyrstu tímarnir féllu niður af því að kennararnir voru veikir. Ég nennti þessu nú bara ekki og fór heim, fékk mér að éta og fór á 3 tíma æfingu. Spurning um að fara slappa aðeins af í þessu hreyfingar dóti en ég held að ég geti það ekki! En hvað með það. Salí!

mánudagur, mars 13, 2006

Jæja, nú er þetta í held ég fyrsta skipti sem ég blogga tvisvar á einum degi, en tilefnið er það að ég er búin að setja inn file þannig að það er hægt að commenta það sem ég skrifa. Margir eru búnir að kvarta yfir því en mér fannst bara aldrei vera þörf á því fyrr en núna, ég er bara loksins orðin forvitin og langar að vita hvað ykkur finnst.
Annað er það nú að mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég er að fara á skíði upp í Bláfjöll núna með Evu, veit ekki hvort einhverjir fleiri eru að fara! En commentiði eins og ykkur langar og veriði smá góð við mig!
Salí heimir og fleiri sálir! Ég er búin að smella inn nokkrum vel völdum myndum af síðasta föstudag. Verð reyndar að segja að myndirnar voru ritskoðaðar og því voru engar vafasamar myndir settar inn á netið. Samt nokkuð mikið af góðum og flottum myndum. Ég tók próf á síðunni hjá Helgu í U.S. og kjallinn var með focking 90 stig af 100. Geri aðrir betur! En allavega, O.C. í kveld og ís gerir allt gott. Spurning um að slappa bara af eftir smá lyftingar og vinnu í dag og gera bara sem minnst. Kannski samt að mar taki til. En mar veit ekki. Salí!

sunnudagur, mars 12, 2006

Guten tag! Mar hefur margt að segja eftir frekar viðburðaríka viku og nær engin skrif frá mér. Ég ætla bara að byrja á því að segja frá hrikalegu fylleríi sem við fórum á nokkrir strákar síðastliðin föstudag á Selfossi. Við vorum að hjálpa aðeins í sýningunni á Ungfrú Suðurland dótinu sem var þarna á föstudagskveldinu og í staðinn fengum við 2 stór herbergi á Hótel Selfossi, smá útektarheimild á barnum(ekki góð hugmynd) og mat. Við renndum í hlað um hálf fjögur á föstudaginn, hentum í okkur einum Subbara og vorum með allan hug okkar við keppnina þó að bjórinn hafi verið mjög ofarlega, kannski aðeins fyrir ofan keppnina:) Nehhh.....en allavega fórum við í smá upphitun með bjór og vorum að máta föt. Svo var komið að stóru stundinni, um hálf átta vorum við allir komnir í þessa massívu stemmingu, hálftími í byrjun þar sem kjallarnir áttu að vera berir að ofan og læti. Við píndum okkur í nokkrar magaæfingar og 2-3 upphífingar bara til að boozta vöðvana aðeins út fyrir kjellingarnar. Svo þegar mar steig á sviðið, úber olíuborin eftir Irenu og nokkra stráka(hljómar illa) var mar með egó boozt dauðans því að ég held að ég muni rétt eftir því en það voru held ég 2-3 sem klöppuðu. Stelpurnar auðvitð stóðu sig eins og hetjur og þegar á leið um kveldið var mar aðeins meira komin í það og allt var að verða miklu skemmtilegra og svo áttum við eftir að fara inn á nærbuxunum einum saman, fengum ekkert klapp þar.....einmitt!! En þá var okkar prógram búið og við heltum í okkur smá öli, heldum smá partý inn á herbergi(bjórinn var þar) og fórum svo á ballið með opin reikning. Við erum að tala um ca. 30-40 þúsund kall á barnum um kvöldið fyrir okkur 6 manns. Ballið kláraðist um 3 og þá var haldið inn í herbergi og þar var smá líf þangað til að mjög leiðinlegur atburður henti okkur og því miður var það alvarlegur að ekkert varð úr einu eða neinu meir um kveldið nema að við náðum að kynnast nokkrum einstaklingum betur um kveldið, sumum kannski meira en við viljum en svo er mar bara sáttur við nokkra aðila sem mar náði að spjalla við alla nóttina og voru bara yndislegustu manneskjur.Sérstaklega var þá ein manneskja sem kom mér mest á óvart og það var ein stelpa í keppninni, ég held að ég hafi sagt 3 orð við hana á 3 skiptum og 40 tímum þarna á Selfossi fyrir keppnina en svo þegar mar fór að kynnast henni(nokkrum glösum seinna) var hún þessi massívt fyndni og skemmtilegi einstaklingur.Ég held að við höfum spjallað í svona 4 tíma eða eitthvað.Ég held að síðustu einstaklingar hafi verið að skríða í rúmmin um 8 um morgunin og þá voru 4 tímar í að herbergin áttu að vera rýmd. Mikil svefn þar á ferð. Um morgunin rúlluðum við svo heim eftir heila 3 tíma í svefni og getum orðað það skemmtilega að laugardagurinn fór í að sofa, nákvæmlega ekkert annað. Svona í endan vill ég bara óska öllum stelpunum til hamingju með skemmtilega keppni og þakka fyrir hið þokkalegasta djamm. Myndir frá kvöldinu koma inn í kvöld eða á morgun. Salí!!

föstudagur, mars 10, 2006

Ég er búin að vera svolítið upptekinn en er búin að setja inn nýjar myndir á netið frá því að við fórum nokkrir strákarnir sem erum í sýningu hjá Ungfrú Suðurlandi á Selfossi í kvöld í Spray Tan í Fegurð, Grafarvogi. ENdigea kíkja á þessar myndir af okku í G-streng. Ekki hlutur sem mar gerir aftur! Salí!