mánudagur, nóvember 28, 2005

Jæja....erfið helgi að baki. Mar er ekki búin að gera neitt annað en að vera að slípa, spasla, mála og flytja drasl á milli herbergja. Ég var að reyna að hjálða pabba að laga til á Lindarbrautinni svo að þau geti flutt inn fyrir jól.
Ég tók mér tíma til að horfa á geðveika mynd um helgina, Batman Begins, hún var geðveikt góð! Bara ein besta mynd sem ég hef séð á ævinni. Reyndar var Eva ekki alveg á sama máli en það er ekkert gaman af lífinu ef allir hafa sömu skoðun.
Svo var ég að dæma tvo leiki í gær í handbolta úti á nesi. Betri og mun skemmtilegri leikurinn var Grótta-World Class og Grótta valtaði yfir þetta. Fullt af góðum gaurum í þessu World Class liði en ekkert sem ógnaði nes veldinu. Siggi Þrastar ákvað að láta einn gaurinn ekki fara í gegn og gaf honum vægt til orða tekið nett högg í andlitið, gaurinn fékk skurð á kynnina. Bara fyndið því að gaurinn var bara með geðveikt fyndna leiktilburði sem áttu ekkert við.
But any way......það verða nokkrir dagar í næsta blogg hjá mér því að ég er að byrja í prófum.
Salí....!

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Muuuuhahahahaha....! Ég fór á magnaða sýningu í gær sem heitir Typpatal með Audda Blö, Við erum að tala um eitt fydnasta verk sem ég hef séð á ævinni. Auddi var að missa sig, fór geðveikt vel með þetta og náði manni næstum í grát af hlátri.

Ég var að horfa á Herrana í gær og fór að velta einu fyrir mér, þessir gaurar eru annaðhvort kellingar eða hommar! Þeir eru að pósa eins og verstu kellingar, labba eins og þeir séu með gulrót af stæstu gerð í rassgatinu, eru súper tanaðir, með stærri brjóst en flestar gellurnar í skólanum og með dýrari greiðslu. Hvaða keppni er þetta eiginlega? Hver getur verið líkastur kvennmanni eða? Okei.....helmingurinn af ykkur er bara eitthvað.....Ágúst er bara öfundsjúkur eða eitthvað......hmmmm.....neibbb! Mér finnst bara helmingurinn af þessum gaurum vera annaðhvort hvikalega asnalegir, vitlausir eða hrikalega bólugrafnir! Hvað er málið með þá sem velja í þetta dót? Var það Heiðar snyrtir sem valdi í þetta eða? Svona að lokum má nefna að þessi þáttur er svona á ca. sama kalíberi og Nylon þátturinn. Búin!

Jæja.....það er svo sem ekkert nýtt að frétta sem er hægt að vera að blaðra um hérna á netinu. Aftur á móti gæti ég bullað einhverja steypu hérna á bloggið en nenni ekki meiru í dag, ég er búin með kvótan!

mánudagur, nóvember 21, 2005

Jæja....þá er mar búin að hlaða batteríin....fór snemma að sofa á föstudaginn sem að gaf mér smá tíma til að jafna mig eftir lítinn svefn síðustu vikurnar. Svo á laugardeginum var ég að stússast allan daginn fyrir Gróttu, það var kvennakvöld hjá þeim og ég var bæði DJ og barþjónn, semí mikið að gera hjá mér. Kvöldið fór rólega af stað en fór fljótt að verða stór skemmtilegt. En því miður endaði kveldið í smá rugli sem ekkert verður farið í. Sunnudeginum var eitt í slappleika og afslöppun ásamt smá lærdóm. Í dag mætti ég um hálf eitt í skólan, var ekki alveg að nenna að vakna um 8 fyrir einn tíma. Ég mætti í skólan og sá að það er verið að kynna nýjan bíl frá Toyota í skólanum, allt í lagi með það en það var smá biðröð í að fá reynsluakstur, svo ég ákveð að bíða, og hvað kemur fyrir, ein stelpa sem ég þekki smá er að fara að keyra og segi eitthvað við hana að hún ætti bara að sleppa þessu, hún kynni hvort sem ekki að keyra! Í þriðju beygju út af planinu í skólanum klessir hún á tré! Ég er að segja ykkur að þetta var mökk fyndið. Bahhhaaaaa!
Seinna í dag er ég að fara að læra fyrir próf í nær 103 og svo fer ég ða dansa rokk um hálf sjö. Svo er sjónvarpskvöld í kveld! The O.C., Survivor og C.S.I.. Spurning um að skippa survivor til að læra, mar veit samt ekki hvað mar gerir.
Salí.....!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

www.gjörsamlegadauðurafþreytu.is það er mitt nýja nafn. Við erum að tala um að ég er gjörsamlega að drepast úr þreytu, búin að sofa mjög lítið síðustu daga, er að drepast í bakinu og það vill bara ekki leyfa mér að hvíla mig, um leið og ég hreyfi mig aðeins er ég kominn með einhver óþægindi og ef ég er kjurr þá fæ ég verki að því að ég hreyfi mig ekki. Ég er að segja ykkur það að þetta er eitt stórt samsæri. Ég er að verða geðveikur! Svo er geðveikt mikið að gera í skólanum eins og er. Fullt af prófum og mar er að reyna að standa sig í þessu og svo þarf mar að vera hjálpa til á Lindarbrautinni eftir brunan og svo er mar líka að reyna að eiga sér líf, sem ég verð að segja að er ekkert að ganga neitt allt of vel. Mar hefur nánast engan tíma fyrir sig né aðra, ég er að segja ykkur það að ég skil ekki afhverju Eva er bara ekki búin að gefast upp á mér.......nehhhh.....segi svona. En svona ef öllu gríni er sleppt þá þarf mar að vera með ca.34 tíma í sólarhringnum. En svo datt ég á eina magnaða auglýsingu sem auglýsir sig þannig að ef þú drekkur CULT sem er einhver orkudrykkur þá áttu að ná 25 tímum á sólarhring.....en ég held að ég hafi náð 3 mín...ég var ofvirkur í svona 3 mín og svo var ég ennþá þreyttari en ég var áður. En núna ætla ég að reyna að stoppa mína skrift hérna vegna þess að mikil orka fer í þessa hugsun.....einmitt! En ég verð að fara að læra fyrir próf og gera verkefni í Næringarfræði.
Salí.....!

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ohhhh myyy god! Ég er búin að sitja hérna í sjúkdómafræðitíma og án gríns, þá gæti ég verið steinsofandi án þess að tapa neinu af því sem fer fram í tímanum. Ein af staðreyndunum sem hann er búin að setja fram er að Jón Páll hafi dáið af völdum eggja áts......það er bara algjört bull! Ekki nóg með það þá sagði hann að sjómenn og trésmiðir væru ekki að vinna erfiðisvinnu, en píparar og múrarar væru að því! Ég er að missa mig í þessari þvælu! Afhverju er ekki hægt að læra eitthvað að viti.
En yfir í aðra sálma, það eru 39 dagar í aðfangadag. Ekkert nema eintóm hamingja þegar mar klárar jólaprófinn og getur farið að vinna úr sér vitið fyrir jólin, eyða allt of miklum pening í gjafir og fá magasár af stressi.
Einnig var farið að dansa í gær og get ég ekki sagt annað en að ég sé að verða betri og betri með hverjum tímanum, samt ekki mikið. En við Eva vorum alveg á fullu í sveiflunni í góðan tíma og höfðum gaman af! Svo fórum við að eta og horfa á O.C., skelltum okkur svo í .................. og fengum okkur ís. Svo var horft á C.S.I. og skellt sér til svefns. En ég er að fara að sækja litla bróðir á Keflavíkurflugvöll, hann er að koma frá Skotlandi þar sem hann var hjá félaga sínum í Celtic og er búin að vera þar í viku. Hafið það gott!
Salí....!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Guten tag! Í gærkveldi var ég að horfa á tellýið með Evu og sá þar eitt það leiðinlegasta sjónvarpsefni sem uppi hefur verið, það er á sama leveli og Americas Next To Model og þá er mikið sagt. So you think you can dance er án nokkurs vafa versta hugmynd allra tíma. Fjórir dómarar, 2 alveg gjörsamlega úti að skíta, Nigel sem er sérstaklega subgay einstaklingur var að missa sig í hommastælunum og Mary talaði og talaði án þess að það sæist að hún hreyfði vöðva í andlitinu, ne munninn. Hvernig fór hún að þessu? Jú........hún fór í 13 Botox sprautur rétt fyrir þáttinn. Einn dómarinn var svona með réttu viti en svo var eitt hommagenið þarna í sætinu. Reyndar erfitt að dæma dans nema mar sé með nokkur hommagen í sér en ég gef þeim séns. Pörin í þáttunum voru geðveikt góð að dansa en dómararnir drulluðu bara yfir þau. Skítum yfir þau! Nehhhhh við skulum ekki vera svona vond.......!
Það er ball í kveld hjá MS, ´85 ballið sem mig hefur alltaf langað að fara á en ég nenni ekki í kveld, ætli mar skelli þessu bara ekki upp í kæruleysi og fari á ca 2 tíma æfingu í staðin. Mar horfir örugglega á hlægilegasta þátt íslandssögunnar, Íslenska Hreina Sveininn. Kannski mar verði með ís í annarri og konuna í hinni!
Salí........!

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Salí....! Ég var aðeins að vafra um netið og rakst á þennan fína brandara:
Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heimog saman. Þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum. Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. Þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þásagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...
Segið svo að þetta sé ekki fyndið!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Þá er komið að því, á ég að versla mér mótorhjól? Ég var að sjá geðveikt hjól til sölu, reyndar svolítið gamallt en lúkkar heví vel og ef ég kemst nálægt því þá munu menn liggja í hrönnum með 5000 kalla búntin að bjóða í það. Kannski smá bjartsýni en ég er gjörsamlega að missa mig útaf þessu hjóli. Fyrir utan það að þetta hjól kostar ekki neitt. Þetta eru nákvæmlega 1333,3 Súperdósir, 1633 skyr.is í bónus en svo fór ég að spá í þessu, hjólið get ég átt til æviloka en ekki kókið, það rennur út. En án gríns þá er ég að farast mig langar svo í þetta hjól, þetta er Yamaha FZR1000 og er geðveitk flott, hvítt á litinn.
Svo er það íbúðin hjá m&p, hún fór bara í rúst eftir brunan, nýtt teppi á ganginn, ný ljós í íbúðina, nýtt öryggiskerfi fyrir 480 þús kjall, nýtt sófasett, nýtt á rúmmin, ný blöndunartæki og svo þrif á allri íbúðinni og málun á henni allri. Svo þarf líka að laga eitthvað ofnadóterí og fl.
En þetta er bara svona smá fréttir en ég á eftir að skrifa meira þegar ég hef aðeins betri tíma. Salí......!