þriðjudagur, janúar 24, 2006

Jæja, long time, no see! Ég hef nú varla mikið meira að segja nema að þessi andskotans skóli sem ég er í er í ruglinu, það eru endalaus próf sett fyrir og svo þegar mar mætir í prófin, er ekkert próf, búin að lenda í því núna tvisvar á tveim dögum.
Síðasta helgi var nokkuð spræk, ég fór í partý hjá Hönnu Lilju vinkonu minni, það var nokkuð nett partý þar á ferð, svo rullaði mar bara semí rólegur heim á meðan aðrir fóru á djammið, var ekki beint í þessu djamm stuði. Á laugardaginn fór ég á Selfoss að taka myndir á opnun verslunar sem er staðsett á Hótel Selfossi og heitir Central, nokkuð nett verslun, það var allt pakkað að fólki og nokkrum celeb hnökkum. Einnig var Anna Lilja(Þorsteinn í Kók X) og skemmti sér bara konunglega, svo var haldið í bæinn og þar voru ekki verri menn en allt íslenska og franska landsliðið á Oliver. Manni var bara tekið eins og einum úr hópnum, einmitt!!!! Ihhhh.......:! Sunnudagsmorgunin var tekinn á blússandi keyrslu þar sem kallinn skellti sér í bolta með tengdakvikindunum og var ekki alveg að meika þetta, ca. allt og mikið í glasi ennþá! En ég kveð að sinni þar sem ég ætla að vera duglegur og læra fyrir próf á morgun, ætli verði ekki hætt við það líka! Salí....!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Jæja, þá er nýja bloggið mitt búið að vera aðeins til sýnis en verður maður ekki að sýna smá lit og blogga inn á það líka. Jú, ætli það ekki. Ég haf margt að segja frá, í gær fór ég á einn skemmtilegasta handboltaleik sem ég hef farið á, Grótta og Stjarnan voru að spila í meistaraflokki kvenna í 8 liða úrslitum í bikarnum, leikurinn var mjög spennandi framan af og var Grótta með yfirhöndina næstum allan leikinn, nema að þær misstu það niður og voru undir þegar 12 sek. voru eftir. Þá tókum við leikhlé og þegar 2 sek. voru eftir þá skoruðum við með geðveiku marki frá Ivönu. Í framlengingu var geðveik spenna, við enduðum með að vinna leikinn með 1 marki eftir að Íris í markinu var búin að verja 3 sinnum á óskiljanlegan hátt í markinu. Til hamingju með sigurinn Grótta. Ég vil einnig minna fólk á landsleikinn í kvöld á móti Frökkum klukkan tuttuguhundruð. Svo er nátturulega eitt sem ég verð að nefna fyrir þá sem vita ekki, Hanna Lilja er að fara út til Danmerkur 23 jan. og það er að verða ykkar síðasti séns að kveðja hana. Svo auðvitað óskum við henni góðrar ferðar þegar að því kemur. Ætli mar skelli sér ekki í smá kveðjuhóf hjá henni annað kvöld. Svo er afmæli hjá Árna, kærasta Maddýar á laugardagskveldið. Mar pínir sig bara í þessa sukk helgi. Salí!!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Ég kynni til lífs nýtt blogg sem er búið að vera ágætis skemmtun að gera. Reyndar búið að taka aðeins meiri tíma en það átti að gera, en mun betra og flottara blogg en var áður. Hef ekki verið neitt sérstaklega duglegur að blogga, mikið búið að vera að gera í lífinu undanfarið en ég skal reyna að breyta aðeins til og vera duglegri að láta vita af mér og öðrum sem ég tek að mér að gagnrýna, tala um eða lofa sem yndislegt fólk. Skrifa fljótt aftur. Salí!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ja....langt síðan síðast! Margt hefur gerst hjá mér á þessum mánuði sem ég er ekki búin að vera að blogga. Var barinn af einhverjum Fazmo gaurum á Broadway 21. des, fékk skurð á augað(4 spor), brákað kinnbein, eitlastækkanir í kjálka og hjá eyra, missti heyrnina á hægra eyranu í 10 daga. Svona aðeins of mikið af hinu góða. Sem sagt eyddi ég jólunum með óopnanlegan kjálka í viku og með mjög litla matarlyst. Jólin voru samt algjör snilld þrátt fyrir þennan horbjóð. Gamlárskveld var geðveikt, partý á Nesveginum til ca. 6 um morguninn og allt að gerast. Menn voru frekar slappir daginn eftir, kom ekkert mörgu í verk. Svo er mar bara búin að vera rólegur þangað til að skólinn byrjaði núna 6 jan. Ég er bara í 8 fögum sem eru öll í keng, sitt á hvað og sum þeirra stangast á við önnur fög. Sem sagt eitt stórt samsæri. En ég ætla að vera góður við mig í dag, ég á Ammmæli!! Salí