miðvikudagur, maí 31, 2006

Long time no see, ég er núna farinn að starfa sem skrifstofugaur að hluta og svo fararstjóri að hluta hjá ESKIMOS sem er snilldar fyrirtæki sem sér um ferðir um allt land fyrir alla sem hafa gaman af því að skemmta sér. Ég sé aðallega um sölu-og markaðsmál hjá þeim. Einnig mun ég vera mikið í því að fara með hópa og einstaklinga í ferðir út á land. Algjört snilldar djobb. En þar sem ég hef ekki mikið annað að gera en að vinna get ég ekki haft þetta lengra í dag en kíkið endilega á síðurnar hjá mér í vinnunni! Og ef þið hafið áhuga endilega bjallið í mig! http://www.eskimos.is
http://www.safaris.is
Nokkrar myndir frá okkur!

mánudagur, maí 22, 2006

Ein erfiðasta helgi sem ég hef átt er senn liðin, jafnframt var hún ein sú skemmtilegasta í áraraðir! Laugardagurinn var notaður í steggjun á Tomma, bróður Evu minnar. Við byrjuðum daginn á því að vekja Tomma um 6:00 og sendum hann í sturtu. Fórum heim og skildum hann eftir. Komum svo aftur um 8:00 og settum hann í búning sem var bara fyndið. Renndum á Reykjanesið þar sem við fórum í Go-kart og ég náði nátturulega lang besta tímanum, kemur ekki á óvart þar sem gaurarnir sem ég var að keppa við eru hálf hæfileikalausir á þessu sviði. Rúllaði þessu gjörsamlega upp. Eftir Go-kartið var haldið upp á Indriðastaði þar sem við fórum í Fjórhjólaferð, axakast, paintball og fleira. Eftir það lá leiðinn á skagan þar sem við settum Tomma í ÍA-búning og létum hann gera sig að fífli. Tókst betur upp en við bjuggumst við. Þar á eftir fórum við með hann í bæinn þar sem hann var látinn veiða í tjörninni, endaði þannig að hann synti út í eyju og löggan kom og var ekki parsátt við hátterni hans.Múhahhahahahahahahah! Hér er smá mynd af þessu.

Eftir að við vorum búnir að tala lögguna til fórum við með Tomma í sund í Vesturbæjarlaugina þar sem sundlaugarvörðurinn varð alveg brjálaður út í okkur af því að við vorum allir frekar fullir og Tommi var svo blekaður að það átti ekki að hleypa okkur ofaní. En með einhverri heppni tókst okkur að sannfæra liðið að við myndum sjá um hann og þau þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Snilldar ferð í sundinu varð að veruleika og heitur pottur varð að veruleika þar sem allir voru að krókna og þá sérstaklega Tommi. Eftir það lá leiðin á Nesveginn þar sem við fengum okkur hrikalega góða nautalund sem var á 5 kíló og hvarf fljótt ofan í svangan líðinn. Partý var háð til ca. hálf tvö um nóttina og þá voru tekin þung skref í bæinn. Röltum í bæinn í skítaveðri og blekk fullir. Fórum á Pravda þar sem Íbbi bróðir(Tankurinn) hleypti okkur inn fram fyrir ca. 50 manns og skemmtum okkur lala...í bænum þrátt fyrir langan dag og mikla þreytu. Hriklalega skemmtilegur dagur og takk fyrir allt strákar!
P.S. Fékk símtal frá Nuddskóla Íslands áðan og ég er kominn inn!!!!!!!!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Shetturinn.....ég var að fá niðurstöðurnar úr prófunum mínum, gekk nefnilega drulluvel í öllu nema LoL203 sem ég féll í, hlutur sem ég hélt að ég myndi aldrei segja/skrifa aftur. Jú.....ég dett í þann pakka að taka prófið upp í sumar. Lokapróf sem gildir bara 100% og ég þarf að ná því! Ég er búin að sækja um í verklegu námi við Nuddskóla Íslands og byrja líklegast í ágúst ef ég kemst inn! Smá pirringur yfir því að hafa ekki náð öllu en mar gerir bara betur næst! Yfir í annað, Silvíu Night!
Silvía Night er að fara að taka á því í kveld, klukkan sjö hefst bein útsending frá Aþenu í Grikklandi þar sem kyntáknið okkar lætur sína ljúfu tóna fljóta yfir alla í forkeppninni að úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þeir sem hlutskarpastir verða komast áfram í lokakeppnina á laugardag með þeim þjóðum sem þegar hafa tryggt sér þátttökurétt þar. Silvía Night stígur síðust á svið í forkeppninni og mun hún örugglega gera eitthvað skemmtilegt af sér.
Símakosning:
1. Armenía - 900 10 01
2. Búlgaría - 900 10 02
3. Slóvenía - 900 10 03
4. Andorra - 900 10 04
5. Hv.-Rússland - 900 10 05
6. Albanía - 900 10 06
7. Belgía - 900 10 07
8. Írland - 900 10 08
9. Kýpur - 900 10 09
10. Mónakó - 900 10 10
11. Makedónía - 900 10 11
12. Pólland - 900 10 12
13. Rússland - 900 10 13
14. Tyrkland - 900 10 14
15. Úkraína - 900 10 15
16. Finnland - 900 10 16
17. Holland - 900 10 17
18. Litháen - 900 10 18
19. Portúgal - 900 10 19
20. Svíþjóð - 900 10 20
21. Eistland - 900 10 21
22. Bosnía-Herse. - 900 10 22
23. Ísland - Ekki hægt að velja!

Kveð að sinni og skemmtið ykkur vel yfir skvísunni okkar í kveld! Salí!

mánudagur, maí 08, 2006

Veðrið á Íslandi er alveg að gera sig um þessar mundir, ég eyddi gærdeginum á stullunum og stuttermabol. Fyrst skellti mar sér á eina góða lyftingaræfingu, svo smá körfubolti með strákunum og skellti mér á leik með KR gegn Breiðablik. KR var hrikalega lélegt í þessum leik og mar er ekkert sérstaklega vongóður varðandi knattspyrnusumar KR-inga. Reyndar tóku þeir blikana sem voru ekki að geta rassgat, nema einn gaur hjá þeim sem átti góða spretti.

Ég var að líta á hitamælinn, klukkan 10:43 á mánudeginum 8. maí og það er 16 stiga hiti í vesturbænum, hversu oft gerist það að það er svona heitt hér um slóðir, og það er logn í fyrsta skipti ever! Ég er einmitt að fara að detta í þann pakka að leggjast yfir bækurnar úti á svölum og reyna að læra eitthvað. Er búin að vera frekar latur við það, finn mér alltaf eitthvað annað að gera!

Já ég fór á uppboð hjá löggunni á laugardaginn, 240 hjól voru til sölu og fullt af óskilamunum sem löggan veit ekkert hvað á að gera við nema að selja þetta. Okei, það voru svona 200 manns þarna og 240 hjól, samt var fólk svo ruglað að það var að kaupa hjól sem er til sölu í Hagkaup á 14.990.- NÝTT á 12-16.000.- Næstum ónýtt. Hvað er að þessu liði? Ekki nóg með það, heldur var 90% af liðinun sem var þarna þjófar og ruddalíður sem var örugglega að reyna að kaupa til baka því sem það hefur stolið og löggan náð af því. Massa fyndið, fólk var að kaupa svo mikið af drasli á allt of mikinn pening. Og svo fær Íþróttadeildin og kórinn hjá löggunni allan ágóðan.

Jæja, ég kveð að sinni, verð að fara að læra! Salí!