föstudagur, september 30, 2005

Já sælir! Mar er bara í skólanum eins og mar fái borgað fyrir það..ég er búin að vera í skólanum síðan 8 í morgun og klukkan er 17:11 núna, og á eftir að vera hérna í 2 tíma í viðbót. Jibbbý...! En svo er eitt sem ég er búin að vera að velta fyrir mér......LEITIN.....Íslenski Bachelorinn.....djöfulsins bull er þetta rugl. Er fólk ekki með neina virðingu fyrir sjálfum sér....ég meina....myndi mar fara í svona þátt? hmmmmmm...............NEI! Ég gluggaði í þennan þátt í gær milli hræringa(kallinn var að baka og nei ég er ekki hommi) og mér fannst þessi þvæla ekki mínútu virði. Stelpurnar voru flest allar bara ekkert sérstakar og gaurarnir hafa pott þétt ekki fengið að ríða í ár! En nóg með svona vitleysu! Mar er að fara að krassa í grillveislu hjá Tannlæknafélagi Íslands í kveld og reyna að hafa það sem best þar. Snemma er samt farið í háttin því að einhverjum bjánum datt í hug að hafa skóla á laugardögum. Kannski er djamm á laugardagskveldið en ekkert er ráðið. Sunnudagur verður notaður í lærdóm(kallinn orðin samviskusamur). Tjækk í bili!

fimmtudagur, september 29, 2005

Hafið þið einhvern tíman séð ótrúlega aulalegan þýskan túrista? Ef svo er þá er ég með einn svoleiðis einstakling með mér í tíma. Hún er loðnari en mammúti undir höndunum, rakar sig örygglega 3 í viku(oftar en ég) og gegnur í lúðalegustu fötum ever og er algjört nörd með þrefallt þykkari gleraugu en botn á kók flösku. Ekki nóg með það, þá spyr hún endalaust um hluti sem skipta nánast engu máli. Flestir sem eru með mér í tímanum eru að verða geðveik á þessari kellu.....og 2 vinkonum hennar sem slást um það að koma frá sér fáranlegum spurningum sem ég held að engum langi að vita svarið við. Eitt annað er það að ég er með caþ 15 eldri kellum í tíma í heilbrigðisfræði. Þær hafa súrasta og viðbjóðslegasta húmor sem ég veit um, ég meina, það var verið að ræða umskurð kvenna og þeim tókst einhvern veginn að finna fyndin púnkt í því að konur eru skornar í klessu að neðan, saumaðar saman þannig að þær eru alltaf með sýkingar og svo á kallinn sem giftist þeim að skera á þær og klára að rífa upp haftið sem er frekar gróft með tippinu. Okei...það blæður örugglega mökk mikið....og þær sögðu svo....ætli strákunum finnist það ekki bara æsandi að þær séu nógu blautar(af blóðinu) og hlógu saman í hóp eins og salur fullur af nornum sem eru að leita sér að börnum til að éta. Ég get alveg sagt ykkur að ég.....pempían....Ágúst.....var ekki alveg að meika þennan húmor og áttu bara erfitt með að hugsa um kynlíf næstu dagana.......bara þessum gömlu skruggum að kenna. Ekki nóg með það....því að ég fór að fá mér að éta og spila fyrir nokkrum dögum og hugsaði til baka.....því þar voru nokkrar stelpur(Kolla, Natasha og fl.) að tala um kynlíf og ég var svona að reyna að leiða þetta hjá mér. En svo þegar ég fór að bera saman umræðurnar sem mynduðust hjá ungu stelpunum og svo hjá þeim gömlu......fannst mér ungu stelpurnar miklu kurteisari, ekki nærri eins grófar og bara hreint út sagt ekki nærri eins ógeðslegar og gömlu. Þessar gömlu eru ruglaðar varðandi þetta efni og mæli EKKI með því að fólk lendi í sömu hremmingum og ég.
En yfir í skemmtilegra efni, kallinn er búin um hádegisbil í dag.....átti að vera í skólanum til 15:30 en fékk frí útaf því að kennararnir ákvaðu að vera góðir við okkur. En svo kemur á móti að ég er að fara að vera í skólanum á morgun frá 8- 19:30 annað kvöld og svo er skóli á laugardag frá 9-14. Er mar messt að nenna þessu.
Ætli mar fari ekki á eftir að lyfta og læra.....! Mar verður að reyna að vera duglegur að rækta líkaman.....pumpa kvikindin! Og ekki nóg með það er kallinn búin að vera svo duglegur að læra að ég er farinn að fá spurningar frá fólki sem er með mér í tímum hvað sé hvað og þar fram eftir götunum.....einhvertíman verður eitthvað að vera fyrst! Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði einhvertíman spurður um námsefni sem ég er að læra af samnemendum mínum, ég var alltaf að spurja hina.....massa fyndið!

miðvikudagur, september 28, 2005

Hvernig stendur á því að þegar maður vaknar er mar svona semí ferskur....svo 40 mín síðar er mar í tíma í skólanum....næstum steinsofandi. Ég reyni að hafa áhuga á náminu svona snemma dags en hvað kemur fyrir ekki, ég næ ekki að halda mér vakandi. En yfir í aðra sálma, ég var á handboltaleik hjá Gróttu í gær í mfl.kvk. á móti Val og o.m.g. hvað þessi nýji útlendingur sem við fengum getur ekki neitt. Þetta er rugl, hún er 250 cm á hæð og 3,5 kíló í íþróttaskónum. Hún sem atvinnumanneskja í handbolta er eins og að láta heyrnalausan mann fá vasadiskó. En þrátt fyrir það var liðið bara ekki að spila almennilega, það voru hátt upp í tuttugu mistök gerð á vellinum eins og að missa bolta og lélegar sendingar. Tap með tveim gegn mun betra liði er alveg ótrúlegt! Ég bjóst við að þessi leikur myndi tapast með ca. 7 mörkum.
Svo er eitt sem ég mun aldrei skilja....ég sit í mötuneytinu í skólanum ef mötuneyti skal kalla og á borðinu við hliðiná mér sitja stelpur sem eru örugglega ´88 módel. Þær eru örugglega mestu snobb druslur Íslands og þar fyrir utan vikta þær ca. 25-40 kíló og ég er ekki að segja þetta í gríni.....þær borða núðlur allan daginn og drekka vatn.....ég bíð bara eftir að þær detti niður dauðar af nærigarskort. Svo eru þær svo mikið meikaðar að andlitið á þeim er ca. 3 cm út á við.
Þær mæta með meira af meiki í skólan en af bókum. Já og svo eitt enn........gellan sem er með Seth Cohen í O.C. er hér á Íslandi.....eða tvíburasystir hennar. Og ekki nóg með það......þá er hún í Fjölbraut v/ Ármúla......ég bara missti augun úr mér.....þær eru alveg eins......þetta er rugl. :D
Svo var ég að horfa á TV í gær.....nákvæmlega ekkert á þessum andskotans stöðvum nema The Cut sem var bara mesta bull sem ég hef séð lengi....sá það ekki fyrr en konana mín bennti mér á það......ég meina Tommy Hilfinger......60 ára nagli sem veit nákvæmlega ekkert nema eitthvað sem varðar tísku og er bara mökk glataður kynnir og asnalegur gaur! Hvað er málið með alla þessa asnalegu raunveruleikaþætti.....ég meina, Bandaríkskir sjónvarps notendur hljóta að vera vangefið vitlausir og svo er verið að troða þessu á okkur hérna á klakanum. Hvernig væri að fá eitthvað betra?

mánudagur, september 26, 2005

Bletzuð!
Helgin var svona semí ákjósanleg....
Föstudeginum var eytt í vinnu.....bara snilld....var að keyra 500cc fjórhjól í 4 tíma og svo fékk ég að éta lambalundir sem voru ekkert lítið góðar.....og ekkert smá magn sem ég át.....örugglega hátt í 1,5 kíló. Svo um 23 var lagt af stað í bæinn frá Borgarnesi og ég var með einhverri svakalegri steik sem ákvað að hlusta á óperudrauginn og syngja með sinni hrykalegu rödd frekar hátt með þessu ömurlega lagavali hans....ekki nóg með það var hann að reyna að drepa okkur báða með því að keyra hrikalega hratt eða hægast 140(á malarveginum hjá Indriðastöðum í Skorradal) og hraðast 230(í hvalfjarðargöngunum niður á við). Svo fór kallinn heim að sofa og ég segi ekki annað en að ég var guðs lifandi feginn að komast heim......mar eyddi laugardeginum í hlut sem mar langaði ekkert að eyða honum í nema að horfa kannski á leikinn Valur - Fram sem mitt lið vann auðvitað.....menn nátturulega gamall Valsari. Svo um kveldið borðaði mar pizzu frá Hróa Hetti og fór svo á smá rúnt með ís í annarri og ekkert í hinni. Svo ákvaðum við turtildúfurnar að fara snemma að sofa og reyna að vakna snemma daginn eftir útaf græjuísetningarvinnu í bílnum hans Ívars.....við byrjuðum að setja græjurnar í bílinn um 12 og vorum að því til hálf fimm og þá fór kallinn í að hjálpa til við matseld og horfa á F1 í TV-inu. Eftir matinn fórum við Eva til Ómars og Kiddu sem redduðu okkur með því að Ómar talaði við okkur, gaf okkur nammi og gos á meðan Kidda klipti okkur Evu. Svo var rúllað heim og farið að sofa.....! Í dag mætti ég kl.8 í skólan þó ég hafi ekki átt að mæta fyrr en 10:35 bara til að fara að vinna í verkefnum sem ég vill vera búin með. Kallin er að breytast í nörd..........einmitt!

þriðjudagur, september 20, 2005

Jæja þá er reiðin runnin af manni! Ég skal reyna að hætta að bulla í skapvonsku minni um fólk sem er ekki þess verðugt að fá nafn sitt sett á mína síðu. Mar var að taka próf í sjúkdómafræði og hreint út sagt rúllaði yfir prófið......vona ég! En ég fór í danskennslu með Evu í gær......hrikalega er ég lélegur að dansa......við erum að tala um að ég átti að stjórna....það hefði verið betra að láta Evu stjórna. Ekki eins og ég hafi verið að standa mig.........tærnar á Evu eru bláar. En í endan eftir að vera í algjörri steypu var mar búin að ná alveg ágætum tökum á þessu eftir frekar erfiða byrjun. Þetta er samt án alls gríns geðveikt skemmtilegt og ekkert rosalega dýrt. Svo er ég að fara að setja græjur í bíl hjá félaga mínum í kveld........og fæ pítsu....jammmý! Ég skil ekkert í einu...á fimmtudaginn er bíllaus dagur......hvaða vitleysingum dettur svona rugl í hug.......að vera án bíls er eins og að vera drykkjumaður án drykkjar......sælkeri án munns! En nóg með það....ég segi bara hafið góðan dag!

mánudagur, september 19, 2005

Síðasta helgi var seinasta skipti sem mar nennir að fara í bæinn að djamma. Ég var í partý með gamla bekknum mínum og fórum svo á hverfis.......vitir menn.....þar eru einhverjar Fazmo steikur og eru bara í ruglinu.......þeir meira segja slógu stelpu niður. Hversu ömurlegir þurfa þeir að vera? Ekki nóg með það þá ákvað einn gaur að labba að mér og kýla mig í síðuna og Davíð bróðir að þakka ákvað ég ekki að svara fyrir mig sem hefði bara lennt í rugli. En ég fór að spá, þessir gaurar gera ekkert annað en að drekka, berja og sóa lífi sínu í einhverja steypu sem kemur fram á þeim um fertugt þegar þeir muna ekki einu sinni eigið nafn. Og svo muna allir eftir þeim sem aumingjum......því að þeir fara alltaf í hóp til að berja 1 gaur.......útaf hverju gera þeir það? Jú af því að þeir geta ekki ráðið við neinn einn á móti einum! Með þessu vil ég bara benda á að þetta er meira en sorglegt!
Afhverju er ekki hægt að fara á fínt djamm með vinum sínum án þess að lenda í einhverjum vitleysingum sem lifa sínu lífi í rugli?

föstudagur, september 16, 2005

Salí..........!
Maðurinn er í tíma....klukkan er 16:52 á föstudegi og á eftir að vera í tíma í 2 og hálfan tíma í viðbót. Það þýðir að ég er í skóla frá 8 til 19:30 á föstudegi. Á svo að mæta í skóla á laugardegi klukkan 9:30 til 14:00. Hvað er að gerast í þessum heimi.....mar er bara látinn læra auka dag í skólanum. Mar er ekkert að sofna hérna í tímanum í skólanum........einei!
En yfir í aðra sálma....mar er að fara að slappa af í kvöld með kók í annarri og gotterí í hinni. Morgun er skóli og svo feitt djamm....! Partý hjá gamla bekknum í Kvennó og svo ammæli hjá Evu frænku. Mar verður bara í ruglinu á morgun....og mökk þunnur á sunnudaginn. Konan er líka að fara að djamma með tannsadótinu á laugardaginn. Svo er kallinn að fara að læra að dansa.....við konan ákváðum að fara að læra að dansa salsa og swingerí......ég er að segja ykkur að ég er að fara að meika það feitt hjá kellunni núna......usssssss.......ussssss....usssss! Salí!

miðvikudagur, september 14, 2005

Sorgarfréttir
Anna Margrét sem útskrifaðist með okkur úr Kvennó 2004 lést í Danmörku í fyrradag. Hún veiktist snögglega sem varð til þess að hún lést. Hún var búsett á Seltjarnarnesi. Ég vill votta aðstandendum hennar mína samúð og megi Guð vera með ykkur í sorginni!

þriðjudagur, september 13, 2005

Pirringur ársins!!!!
Kennarinn minn í næringarfræði mætti ekki í 1 tíma í dag og því hefði ég getað mætt um 12 í skólann........shetturinn hvað ég er pirraður.....en ég er svo mikill snillingur að ég ákvað að læra og er búin að læra nær allt í bókfærslu fyrir þessa vikuna held ég! En ég verð að fara að halda áfram að læra í ritgerð um HIV og því segi ég bara bless!
Hafið það gott á meðan ég brenn yfir í heilanum.

mánudagur, september 12, 2005

Góðan daginn!
Við skulum fara yfir helgina aðeins:
Fótbolti: Davíð bróðir var að spila úti á landi og náði að vinna með félögum sínum í Gróttu 5-4 eftir að vera undir 2-4 þegar 3 mín eru eftir. KR unnu Val sem ég gjörsamlega skil ekki, Fylkir vann FH sem ég get ekki annað en brosað yfir og Fram tapaði fyrir Keflavík sem skiptir mig engu máli sem og ÍBV og Grindavík.
Formúla 1: Snilldar keppni um helgina þangað til að fíflið Pizzzzzonia keyrði Montoya úr leik þegar 3 hringir voru eftir. Trulli og Ralf gerðu mammútamistök með því að fara á slikka í stað regndekkja.....þeir eru fífl!
Póker: Ég fór og spilaði póker með Davíð, Viggó, Ívari, Rico og bjór. Eftir um klukkutíma spil var Davíð dottin út, 10 mín síðar datt Rico út og þá var ég læðstur. Svo ca. 10 mín síðar var kallinn kominn í 2 sæti og svo leið ekki að löngu að kallinn setti allt inn og fékk 2 fimmur og náði nær öllu af Ívari og Viggó datt út. Mínútu seinna var kallinn kominn með allt inn aftur með 2 kónga og rústaði þessu, stóð eftir 1 á toppnum með alla peningana........leiðinlegt!
Afslöppun helgarinnar: Mikið borðað og slappað af fyrir framan TV-ið og tölvuna.......og smá spjalli.

föstudagur, september 09, 2005

Sælir!!
Youn gotta picture this in your heard......í gær var ég að spila fótbolta með old-boys í KR og var nátturulega lang bestur(65 kg léttari en flestir og 35 árum yngri). Svo upp úr miðjum leik var ég að dekka einn skallapopparann inní teig þegar hann beigir sig niður og ég fékk boltann beint í smettið og segi ekki annað en að ég er ennþá 12 tímum seinna með ummerki eftir boltann í smettinu. En vitir menn...liðið mitt vann með 4 mörkum. En hvað með það.......svo var ég líka að fara að sofa í gær og ég er ekki að grínast...ég gat ekki sofnað...ég var bara að drepst í hausnum....svimaði og bara með hausverk.....með þvílíka þreytuverki í fótunum og svangur.

Vaknaði í morgun búin að fá krampa í vinstri kálfann í alla nótt og er enn að fá þá.....maður er að verða gamall.....en það er föstudagur og það er langt um besti dagur vikunnar....
Formúla um helgina
Frí um helgina
Sofa út um helgina
Bjór um helgina

Hvernig er hægt að klúðra þessari helgi?
Verið sæl og njótið helgarinnar
Moli dagsins: Þar sem tveir molar koma saman, þar er veisla!

miðvikudagur, september 07, 2005

Góðir hálsar.......skil þetta orðatiltæki ekki.......but anyway!
Í dag er góður dagur.....stuttur dagur í skólanum útaf busun og þá hef ég bara mikinn tíma til að gera ekki neitt nema að lyfta, hlaupa, éta, sofa og læra!
Í gær varð ég bara pirraður.....Grótta var að spila á móti Sandgerði í fótbolota um að komast upp í 2. deild og strákarnir klúðruðu þessu. Það voru 3 menn að mínu mati sem gerðu eitthvað í þessum leik: Pétur litli fær 9,5 af 10, Davíð bróðir fær 8,5 af 10 og svo Enric fær 7,9 af 10.
Reyndar var Ómar Bentsen að standa sig með eina markið okkar....en bara hélt ekki út leikinn.
En kalllinn er búin í dag svo að ég segi bara bless þagað til á morgun!

þriðjudagur, september 06, 2005

Góðan daginn félagar og aðrir vitleysingar sem lesa bloggið mitt og þekkja mig ekki!

Ég hef ákveðið að byrja að blogga aftur eftir mjög langt hlé.........
Eins og er er ég að læra nudd í Nuddskóla Íslands og sæki nám í fjölbraut í Ármúla. Ég er búin að læra einkaþjálfun og líklegast að byrja að vinna í Þrekhúsinu Frostaskjóli. Á þessum langa tíma sem ég er búin að vera í burtu þá er ég búin að vera að vinna eins og rakki mest allan tíman, en svo tók ég mér aðeins frí frá vinnu áður en skólinn byrjaði og skellti mér til Danmerkur!
Eyddi tíu dögum í 25 stiga hita og sól. Þvílík snellld. Svo kom mar i skólann...bara 7 dögum á eftir öllum hinum og geri núna ekkert annað nema að læra....en það er fínt því ég er kominn loksins með áhuga á náminu. Í gær fór kallinn að út að éta á El Roco held ég og át ótrúlega góðan mat. Svo var kallinn kominn með ís í aðra og Nizza með lakkrískurli......ussssssss...... og horfði á seinni hluta jarðskjálftamyndarinnar á stöð 2. Eftir það var farið í rúmmið og lagst til kvílu!
Jæja þá verð ég að fara að hitta umsjónarkennarann útaf 7 daga "veikindum" í skólanum.
Hafið það gott!