þriðjudagur, mars 30, 2004

jæja þá er maður búin að átta sig á því að maðurinn er undraverk Guðs, ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér. við íslendingar erum með besta vatnið, besta loftið, besta kókið, flottustu kvennmennina, flottasta landið og án efa með skemmtilegustu sjónvarpsstöðina....í gær var ég að keyra út humar og skemmti ég mér konunglega við það að sjá peningaveskið þemjast út með hverjum 1000 kallinum á eftir hinum....en ég fattaði svo að það var eitthvað sem ég var að gleyma.. jú það var auðvitað það að ég var að missa af The O.C. og svo Survivor í TV-inu mínu....hvernig gat maður gleymt þessu....en ég náði að redda þessu og sá þessa mögnuðu þætti í gær þó að Survivor hafi ekki verið góður í gær. í dag var kallinn svo að kaupa digital myndavél með minni ástkæru kærustu Evu....bara snilld að geta tekið myndir á böllum, djamminu, af vinunum og bara hverjum sem er án þess að þurfa að borga fyrir framköllun.....en meira hef ég ekki að blaðra um í dag svo að einssemdin hjá ykkur verður að taka yfir þangað til að ég skrifa aftur og nú lofa ég að láta ekki 5 daga líða á milli!!!!!!

miðvikudagur, mars 24, 2004

hafið þið einhverntíman verið sannfærð að þið séuð að gera hið rétta og það sem ykkur hefur hlakkað til í mörg ár að gera en svo þegar þið framkvæmið þetta þá eruð þið geðveikt ánægð en samt með mesta samviskubit í heimi og líður geðveikt illa, verðið að gera eitthvað í málunum og vitið ekkert hvað þið getið gert nema að láta drauminn fara frá ykkur....jebb það kannast kanski 2-3 við þetta og ég skal segja ykkur að það hef ég gert. ég er að deyja af því að mig langar að eignast mótorhjól sem og ég gerði í gær. svo fattaði ég það að ég var bara ekki að gera rétt og því ákvað ég að láta söluna ganga til baka.....ég samt skil það ekki en ég er ógeðslega fúll að geta ekki gert þetta en veit samt að ég er að gera rétt...þetta helvítis rugl er ég bara ekkert að skilja í....! þetta eru hreinlega bara vonbrigði lífsins að skilja ekki hvað maður vill í raun og veru gera fyrr en maður er búin að gera einhverja bölvaða vitleysu....! ég vona bara að þið gerið ekki sama rugl og ég!

mánudagur, mars 22, 2004

eftir svolítið erfiða helgi en samt mjög góða helgi eru margar sögur sem hægt er að segja frá góðu ferðalagi sem ég fór í um helgina..þetta byrjaði allt með því að pabbi Evu minnar var 50 ára á föstudaginn og það var ákveðið að familyan færi öll saman í bústað milli Selfoss og Hveragerði...nú loksins þegar við vorum kominn komumst við að því að það var svolítið kalt í bústaðnum þar sem nær allir voru að drepast úr kulda.....og svo var etið þvílíkt góður humar í humarsúpu sem gerist ekki betri í forrétt og svo var lamb í aðalrétt sem engin gat neitað sér um...eftir matinn þá var farið með smá leikþátt um hvernig pabbi hennar Evu er á morgnanna og af því var hlegið í ca.1 tíma....eftir það var farið í heita pottinn sem virtist vera blanada af kaldavatnspotti og svona disk sem maður liggur í eins og í laugardalslaug því að það vare svo lítið vatn í honum...en með ölið í annarri og ekkert í hinni var geðveikt gaman í pottinum og ekki bætti Erna systir Evu á ástandið þegar hún fór úr pottinum og flaug á hausinn, stóð svo upp og labbaði með hausinn í skyggnið á bústaðnum...s.s. tvær flugur í einu höggi. svo var farið inn í "hitan" og við fórum að spila sem var mjög fínt þrátt fyrir mikla þreytu og smá öl þá fór Andri allt í einu að breyta reglunum og fleiru svo að meiri líkur væru á því að hann myndi vinna. seinna um nóttina þegar Andri ætlaði að sofa þá urðu þvílík læti því að hann fann ekki svefnpokann sinn en eftir klukkutíma í leit þá fann Eva hann fyrir framan nefið á Andra þar sem hann lá og gerði ekkert nema að væla og nöldra....en daginn eftir var vaknað eftir leiðinlega nótt því að lítið var sofið vegna þess að Andri hraut svo hátt að eigi gat ég sofið....en formúlan var að vanda snilld þrátt fyrir að ég tapaði mörgum stigum í maneger á netinu. en svona er góð helgi....!

föstudagur, mars 19, 2004

við skulum byrja bloggið með góðri bæn.....MR tapaði í gær á móti Borgó í gettu betur og svo vann grótta/kr ibv í mfl.kvk í handbolta í gær, dagurinn í gær var hrein snilld...en dagurinn í dag er víst betri því að ég er ekki að fara að gera neitt nema að slappa af í dag og fara svo í sumarbústað með tengdó...það verður bara góð helgi, mar verður með konunni alla helgina...formúla1....slappa af og bjór. hvernig getur þetta orðið betra en að liggja í heitum potti með bjór útí villtri nátturu og spjalla við fólkið. en hvað með það ég er nú alveg búin að tæma bankann með vitneskjunnni en bankinn með vitleysunni er ei tæmdur enn...en ég efast um að þið séuð til í að lesa svoleiðis þvaður. jæja þá er ég bara farinn að chillla!

miðvikudagur, mars 17, 2004

hvað sem verður verður veður gott í dag.....sagði félagi minn góður eftir rugl gærdagsins...en dagurinn var ekkert nema góður og gerðist ekki betri vegna þess að veður var gott...2 handboltaleikir urðu að hreinustu snilld þegar grótta/kr tók sig til og vann bæði í karla og kvennaflokki í gær, stelpurnar unnu fram með 1 og strákarnir unnu hauka með 1 eftir geðveikt góðan leik. en fátt annað var gert gær en að vinna eftir skóla. í dag er ekkert annað að gera en að læra og selja humar vegna þess að ég er að safna fyrir útskriftarferðinni.....sjáumst!

mánudagur, mars 15, 2004

síðastliðinn laugardag var var vaknað um 12 leitið og haldið af stað til fjalla eða nákvæmlega á sýningu B&L á nýju BMW 6 línunni....hann var ekkert lítið flottur og ekkert grín hvað dollan kostar.....það var ekki nema um 12.8 millur fyrir bíl. svo var farið heim til múttu að éta og horft á TV fram eftir kveldi....á sunnudeginum var svo farið á fætur eftir það að hafa verið upp í rúmmi að gera ekki neitt nema að horfa á einhverja bíómynd í televisioninu....og svo fór ég að hitta ömmu gömlu til að fara til pabba og svo fór ég að þrífa elskuna okkar BMW-inn sem átti ekkert annað skilið en að vera þrifin. en svo var farið 'heim til múttu aftur að éta og þar fengum við okkur geðveikt gott tacos ala Eva og mútta. horfðum á smá tv og fórum svo að slappa af heima með konunni minni. í dag á svo að fara út að hlaupa í dag og svo að reyna að gera eitthvað skemmtilegt.....sjáumst!

föstudagur, mars 12, 2004

góðan daginn félagar og aðrir háttvirtir gestir sem lítið á síðu mína í kurteisisskyni. ég er búin að vera á fullu að uppfæra myndirnar í flottir bílar á síðunni og að reyna að að gera síðuna aðeins betri en hún er... en það hefur ekki verið að ganga eins og það á að gera. ég verð því að eyða aðeins meiri tíma í þetta..en hvað með það. ég er búin að vera að vinna við að horfa á feitu kellingarnar og sköllóttu karlana í neslauginni í að verða viku og get ekki annað sagt en að ég nneni þessu ekki lengur... þetta fólk á ekki að fá að vera þarna vegna lj..t....lei..a. en í dag er síðasti dagurinn sem ég vinn í sundinu allavega í þessari viku og þeirri næstu. á laugardaginn er ég að fara að skoða nýjan BMW 645CI í B&L eða eins og við köllum þetta bull og lýgi. og svo um kveldið er massa fyllerý hjá tannlæknafélagi íslands sem Eva mín er komin í....það verður ekkert slappað af í djamminu þá.....en ég verð að fara að reyna að læra í þessum blessaða skóla þannig að ég segi bara skemmtið ykkur um helgina og hafið það gott!!!!!!!!

miðvikudagur, mars 10, 2004

dagarnir haf verið helvíti lengi að líða síðustu daga því að ég er að vinna í sundlauginni alltaf eftir skóla og er að vinna til 22:00 á kveldin og ég get hreinlega ekki sagt annað en að ég er orðinn þreyttur á engum tilbreytingum síðustu daga. ekkert að gera nem að læra og glápa á feitt gamalt fólk sem er ekkert nema merkilegheitin og virðingarleysið gegn ungmennum uppmáluð. en í aðra sálma, í kvöld er frumsýning á leikriti fúríu, glæstir tímar.....allir að mæta...en ég verð víst að fara í próf þannig að við heyrumst....Blettzzzzuð!

sunnudagur, mars 07, 2004

Eftir mjög gott djamm síðastliðinn miðvikudag hefur ekki komið til greina að reyna að blogga vegna þreytu, anna í skóla og einfaldlega leti sem er að reyn að ná völdum á mér. eitt er það að fara á söngvakeppni en að fara á hana í kvennó og á nasa getur ekki verið betra því að þessi keppni hefur ekki verið svona flott og með eins mikið af áhorfendum í 1000 ár eða eitthvað. við sem fórum á þessa keppni enduðum okkar sakleysi á grand rokk þar sem einn kaldur var á 500 kallinn og mar átti sko ekki í vandræðum með það að renna 2-3 niður. daginn eftir var maðurinn svo með skólakynningar sem hefðu alveg mátt vera einhvern annan dag því mig langaði bara heim í beddan. föstudagurinn var frekar rólegur heima með konunni. laugardagurinn var vinnudagur og vann ég frá 7:30 til 18:45. svo var slappað af með rólegu trivial spili og svo var horft á formuluna sem að vanda fór ekki illa. minn maður auðvitað á palli.......en í dag var ég á leik með gróttu á móti ka í 3 flokki og fór hann 24-24 eftir æsispennandi leik. nú er bara ekkert annað en að slappa af og njóta lífsins og horfa á tv og éta sig fullan af dýrindismat frá gamla settinu, m&p.

miðvikudagur, mars 03, 2004

ég hef ekkert sérstakt að segja í dag nema að ALLIR EIGA AÐ KOMA Á SÖNGKEPPNI KEÐJUNNAR, RYMJU. hún byrjar um 19:30 0g verður langt fram eftir kveldi, 16 atriði verða, og svo verður BJÓRKVELD á GRAND ROKK.

þriðjudagur, mars 02, 2004

skessur, skussar, vinir og aðrir vandamenn... þá er mar kominn á fulla ferð í skriftum aftur. ég er orðinn frekar skemmdur á geði eftir að hafa nær ekkert sofið síðustu vikurnar. ég er nú á fullu að undirbúa söngkeppni keðjunnar sem fram fer á morgunn á nasa við austurvöll. þar munu nokkrir jóðlarar stíga á stokk og sína okkur sem ekki kunnum að syngja hvernig á að gera þetta. atriðin eru nú orðinn 16 talsins og engin slor keppni. en yfir í aðra sálma, við sem erum hinir dyggu stuðningsmenn gróttu fögnuðum um helgina þar sem grótta hreinlega valtaði yfir fram í mjög svo skemmtilegum leik og erum því bikarmeistara í ungl.fl.kvenna. jæja svo kynntist ég mesta snilling ever um daginn, það var amerísk kona sem er um sextugt og var þvílíkt fyndinn og skemmtileg að fá orð geta því líst. og eftir að við eva snæddum kveldverð með henni og familyunni fórum við að horfa á glimskrattann sjálfan. í gær mánudaginn 1 mars var ekkert gert nem lært. ég kom beint heim úr skólanum og fór beint að læra og lærði til 21:55 og fór svo að sofa. í dag er svo sem ekkert merkilegt sem hefur gerst nem það að ég er búin að fá úr prófinu og ég fékk 8.5 sem sínir að mar getur sundum grætt á því að læra daginn áður. smá svona ný reynsla hjá mér. en hvað með það, ég ætla nú bara að fara í bíó í kveld með minni ástkæru kærustu evu.