þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Hefur þú......
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfangin/n
(X) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(X) verið rekin/n
(X) lent í slagsmálum
(X) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(X) verið handtekin/n
(X) farið á blint stefnumót
(X) logið að vini/vinkonu
(X) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(X) ferðast í flugvél
(X) kveikt í þér viljandi
(X) skorið þig viljandi
( ) borðað sushi
(X) farið á sjóskíði
(X) farið á skíði (sem sagt í snjó)
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(X) farið á tónleika
(X) tekið verkjalyf
(X) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(X) legið á bakinu úti og horft á skýin
(X) búið til snjóengil
(X) haldið kaffiboð
(X) flogið flugdreka
(X) byggt sandkastala
(X) hoppað í pollum
(X) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt þér á sleða
(X) svindlað í leik
(X) verið einmana
(X) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(X) horft á sólarlagið
(X) fundið jarðskjálfta
(X) sofið undir berum himni
(X) verið kitluð/kitlaður
(X) verið rænd/rændur
(X) verið misskilin/n
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(X) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(X) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(X) borðað líter af ís á einu kvöldi
(X) dansað í tunglskininu
(X) fundist þú líta vel út
(X) verið vitni að glæp
(X) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(X) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(X) verið týnd/ur
(X) synt í sjónum
(X) fundist þú vera að deyja
(X) grátið þig í svefn
(X) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(X) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(X) hringt símahrekk
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(X) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
(X) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(X) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(X) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta
(X) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(X) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
(X) kysst einhvern af sama kyni (sonna meiri en mömmu koss)
(X) farið nakin í sund
(X) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í þvílíkt straff
(X) logið fyrir vini þína
(X) liðið yfir þig
(X) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(X) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

Smá svona skemmtilegur krossaleikur svo að allir geti tekið þetta á sitt blogg eða svarað fyrir sig sjálfa. Nú vitið þið allavega nóg um mig! Salí!

föstudagur, febrúar 24, 2006

Jelló....þá er kjallinn búin að setja inn mökk mikið inn af nýjum myndum inn á myndasíðuna mína. Það er möst að kíkja á það! Fullt af skemmtilegum myndum sem gaman er að sjá! Já og svo má ekki gleyma að í kvöld er partý í gamla bekknum mínum úr Kvennó. Massa snilld. Hittingurinn er á milli 20-21:00 í keiluhöllinni, bjór og keila kemur svo sterk inn seinna um kveldið. Verð að fara að skrifa meira en bara nenni því eiginlega ekki eins og er. Er hálf þreyttur eitthvað í puttunum. Búin að vera svo iðin við að glósa að fingurgómarnir eru að verða bláir. En allir að mæta í kvöld úr 4-NÞ og við ykkur hin segi ég bara; Salí!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Jæja sæl öllsömul, mar er ekki búin að vera mjög iðin við skrif að undanförnu. Allt er búið að vera að gerast, við erum að tala um mestu sukk helgi sem ég hef upplifað síðan á Þjóðhátíð 2002, sem er nátturulega bara rugl langt síðan hún var. Shetturinn hvað mar eldist eitthvað hratt, einmitt að mar sé með áhyggjur af því! En ég sem sagt fór á Kallakveld Gróttu á föstudaginn og fór á þetta hrikalegasta djamm sem ég hef farið á ever held ég. Við fórum í bæinn eftir allt of mörg skot og allt, allt of marga bjóra, ég og Viggó. Við kíktum á nokkra staði og enduðum á Gauknum þangað til okkur var hent út útaf lokun á staðnum held ég um 6 leitið. Við römbuðum á lið sem var á leið í partý og vorum þar til ca. hálf níu og fórum heim. Tók síðasta skotið mitt um átta um morgunin. Allt í rugli daginn eftir í barnaafmæli sem ég var ekki alveg að meika en lét mig hafa það, en hvað kom ekki í ljós, jú það var sogblettur aftan á hálsinum á mér eftir Viggó sem fær þetta borgað einhvern tíman því að ég vissi ekkert af þessu fyrr en ættingjar mínir að norðan voru að hlæja útaf hálsinum á mér. Okei, sú niðurlægin var búin og ég fór á árshátíð með Evu um kveldið hjá Tannasadeildinni og var það hreint út sagt geðveik skemmtun, Palli Óskar var alveg að standa sig sem DJ og maturinn var hrikalega góður. Fórum í bæinn og hittum næstum alla sem við þekktum og nokkrar Silvíu Nótt stælingar. Á leiðinni heim römbuðum við Eva á 3 einstaklinga í frekar annarlegu ástandi og þar af voru það tvær konur um 50 ára. Önnur þeirra dettur allt í einu á staur og nefbrotnar og fær skurð á nefið. Hin ætlar að hjálpa henni og dettur beint á smettið og stein rotast. Allt var í blóði og hún hreifðist ekkert og allt í smá stressi hjá okkur Evu að reyna að rífast við kallinn hennar sem ætlaði bara að rífa hana upp og draga hana með sér heim. Við kölluðum á sjúkrabíl og allt var í gúddi eftir þetta. Fórum svo heim að sofa en Eva vaknaði daginn eftir veik og er enn. Sunnudagurinn fór allur í að setja græjur í bílinn hjá Ívari og tókst bara helvíti vel upp! Þó ég segi sjálfur frá. Vikan er búin að vera með þessu venjulega móti, nóg að gera í skólanum og alltaf á æfingum. Föstudagurinn næsti gæti orðið helvíti skemmtilegur því að "gamli" bekkurinn minn í kvennó er að hittast og kannski farið í keilu, pool og drukkinn smá bjór! Svo er ég kannski að fara að gera eitthvað með Evu annað kveld, það kemur í ljós hvort hún nái sér að þessari flensu. Annarrs er mar að spá í að kíkja upp í Toyota og skoða formúlu eitt hermirin sem þeir eru með á staðnum. Annars segi ég það bara fínt og heyri fljótlega í ykkur! Salí!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Sæl öllsömul, ég er búin að setja inn link inn á myndasíðuna mína sem ég var að búa til. Endilega að kíkja á þetta. Á reyndar eftir að setja fleiri myndir inn en þetta er góð byrjun. Salí!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Mar hefur frá nógu að segja. Ég byrja á fimmtudeginum, ég fór á kosningavöku hjá Vöku upp úr ca. hálf tíu og allir sátu í makindum með Kung Fu að spila, drekkandi bjór og spjalla. Klukkan leið og leið og það var ekki fyrr en um 2 um nóttina sem dyraverðirnir hentu öllum út og engin úrslit komin. Við röltum út í sakleisi okkar og rekumst á nokkra einstaklinga úr Röskvu sem voru ekki með neitt nema stæla, smá slagsmál brutust meira að segja út útaf svívirðingum Röskvu í okkar garð. Spurning um þroska á þeirra bæ? Eftir þetta var haldið á kosningaskrifstofuna sem var svo heppilega í næsta húsi. Við erum þar til ca. 5 um nóttina þegar 5 einstaklingar koma þrammandi með pappír í höndunum með úrslitum kvöldsins. Í stuttu máli sagt þá eru slæmar og góðar fréttir. Góðu eru þær að við vorum með 10% meira að fólki með okkur en Röskva. Til hamingju VAKA! En svo eru slæmu fréttirnar þær að okkur vantaði 4 atkvæði upp á að ná hreinum meirihluta. Sem sagt með 4 menn, Röskva með 4 menn og Háskólalistinn sem engin veit hvað stendur fyrir er með 1 mann. Sorgleg staðreynd sem kemur illa niður á Vöku þrátt fyrir fyrirmyndar starf.
Föstudagurinn var hrikalegur, vaknaði seint eftir nánast engan svefn og eyddi deginum í nánast ekkert. Slappaði bara af yfir Idolinu og fór snemma að sofa.
Laugardagurinn var semí góður, fór á leikinn Grótta-Haukar í 4 liðar bikarúrslitum kvenna og Haukar unnu allt í lagi sigur með 3 mörkum eftir að dómararnir gáfu Haukum ekki nema 17 víti, hversu eðlilegt er það? Grótta fékk 4! Þar fyrir utan var Kári alveg að standa sig með innáskiptingarnar sínar. Einmitt!!! Kvöldið fór í TV gláp og smá gotterí tekið fram til að japla á.
Dagurinn í dag hefur nú ekki farið í neitt sérstakt nema kannski bara að ég skrúbbaði allt baðið okkar Evu svo að það er hægt að borða af gólfinu þar og ég veit ekki hvað. Er bara á chillinu núna þangað til ég fer til Ómars frænda sem var að eignast strák aðfaranótt laugardags. Ég er svo hrikalega spenntur að sjá litla krúttið að ég titra af spenningi. Langar svo hrikalega í eitt svona sjálfur! Only time will tell. Salí!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Burrr......kjallinn var í ræktinni í gær(kemur mest á óvart) og þá er ég kallaður inn á skrifstofu hjá gellunni sem er yfir Þrekhúsinu og þá var búið að banna gaurinn sem var með vesenið við mig daginn áður, ekki það að ég hafi eitthvað komið nálægt því en ég veit að fólk er ekki ósátt við þessa ákvörðun ISF. Gaurinn var búin að fá 8 kvartanir á sig fyrir kynferðislegt áreiti, öskur, læti, kjaft og morðhótanir. Usss....hvað gaurinn er að eyðileggja mikið fyrir sér.
Já, annað, ég fór í bækistöðvar Vöku í gær og var að tékka á kosningunni hjá fólki og allt er bara að ganga vel. Ég er ekkert smá spenntur yfir því hvort Vaka vinni. Allir að gera X við Vöku. Já og í kvöld er bjór og eitthvað á kosningavöku Vöku á Hressó. Allir að mæta sem vilja!

Við erum að tala um að skólinn er að gera sig. Ég var í Líffæra-og lífeðlisfræði prófi í æðakerfinu og ég hélt að ég myndi ekki fá neitt hærra en 6.5 en svo fékk ég að vita í gær að ég fékk 9.5 og ég án gríns hoppaði ég örugglega hæð mína af kæti. Salí!

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Ja...sælir(ar)! Ég held að ég hafi bara lennt í einum fyndnast hlut ever í gær. Ég var að lyfta með Ric0 þegar hrikalega heimskt sterabúnt mætir fyrir aftan mig og segir:
A: Ert þú að leita að mér?
Ég: Neibb.....afhverju ætti ég að vera að því?
A: Ég er að heyra út um allan bæ að þú ætlir að stúta mér!
Ég: Í fyrsta lagi þekki ég þig ekki og í öðru lagi þá langar mig ekki að þekkja þig, svo að þetta er bara bull.
Hann heldur endalaust áfram að bulla og bulla og án gríns er heimskasti maður sem ég hef kynnst. Þegar ég var svo að fara út eftir æfingu þá kemur hann aftur og er ekkert á því að hleypa mér út, ætlar bara að berja mig, bannar mér að brosa eða hann stúti mér, ég mátti ekki tala og ekki fara. Ég spurði mjög einfaldlega hvað málið væri og þá kom hann með 4 útgáfuna af upprunalegu útgáfunni hans. Og ég var ekki að skilja eitt eða neitt. Ég og Rico horfðum á hvorn annan og hlógum því gaurinn var svo heimskur að hann náði engu sem ég sagði og ég þurfti að segja ca.5 sinnum hverja setningu. Loksins náði ég að labba út með það á bakinu að ef ég horfi á hann(Eina sem mar sér eru sterabólur), ætlar hann að berja mig, ef ég segi eitthvað við hann ber hann mig(Hver vill tala við svona asna?) og ég á víst ekki að láta sjá mig í ræktinni meira(já, eins og það gerist einhvern tíman!). Þannig að niðurstaðan er sú að samkvæmt honum þá verð ég barin en er ekki alveg að kaupa þennan gaur! Þokkalega asnalegur og hlægilegur gaur. Hann er víst búin að púlla sama pakkan á Einar Þór Daníels. fótboltakappa, Jóa Kalla löggu og fleiri þarna inni. Spurning hvort ISF geri eitthvað í þessu svo að fólk geti fengið að lyfta í friði án þess að einhverjir uppblásnir froðuheilar með lítil typpi séu að ráðast á fólk útaf eigin minnimáttakend!

mánudagur, febrúar 06, 2006

Ja....góðan daginn, mar er nú ekkert sérstaklega borubrattur í dag, frekar þreyttur eftir rugl helgarinnar. Ég er að segja ykkur það, ég var ekki að geta farið fram úr rúmminu í gær, var alveg hand ónýtur. Sunnudagurinn fór ekki í mikið, ég vaknaði, horfði á tvær myndir, hennti í mig nokkrum brauðsneiðum og smá nammi og þá var kominn kvöldmatur. Eftir mat var maður píndur í smá rölt að bera út blað Vöku í HÍ. Mæli eindregið með því að fólk velji Vöku yfir Röskvu.

Já svona by the way, ég setti inn link með laginu hjá Silvíu Nótt - Til hamingju Ísland hér til hægri!Salí!

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Sorry, ég er sirka allt of fullur til að skrifa núna, vildi bara að allir væru í sama pakka núna! Salí!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Myrkraveröld liggur yfir landinu eftir hrikalega erfitt tap gegn Króatíu í EM í gær. Ég hef án efa aldrei verið eins fúll eða leiður í langan tíma útaf eins litlu atriði eins og þessu, einhvern veginn hafði þetta mjög slæm áhrif á mig, ég fer að hallast að því að ég er bara hálfur maður við tap, eða ég vitni í bloggið mitt;" Every time you win, you´re reborn. When you lose, you die a little.".
Aftur á móti sá ég alveg ótrúlega góðan hlut í gær. Ég fór í sund í laugardalslaugina sem er nú ekki frásögu færandi vegna skíts í klefanum, en þeytivindan sem þurkar sundskýluna á met tíma vinnur þetta aðeins upp. En ég fór í pottinn, sá þar tvo vini, annar þeirra var blindur og hinn var að hjálpa vini sínum að rata og fl. Strákarnir voru ekki deginum eldri en 13- 14 ára. Ég er ekkert smá stoltur af þessum félögum, það er ekkert allir sem eru svona hrikalega góðir við vini sína. Gaurarnir voru í góðum stemmara og mér finnst bara yndi að sjá svona góðmennsku í fólki. Svona fólk á allt gott skilið! Salí!

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Það er einungis eitt sem ég þarf að segja, djöfull var þetta hrikalega góður leikur í gær, þetta var svo flott að ég get ekki lýst því. Ég hoppaði, skoppaði, blótaði og ég veit ekki hvað yfir leiknum í gær. En eitt stendur upp úr sem er ekki gott, Alexander Peterson verður ekki meira með vegna þess að hann er kjálkabrotinn. Hann er búin að vera einn besti leikmaðurinn okkar á mótinu, hrikalega góður í vörn en jafnframt mjög skynsamur í sókninni.
Yfir í annað, maður hefur bara verið í ruglinu í lyftingunum, alla daga ca 2 tíma í senn. Er bara að drepast í öxlunum vegna aðeins of mikils átaks á einni æfingunni.
Kjallinn er að massa yfir þetta andskotas skóla pakk, var næst efstur í Vöðvafræði, er að massa LOL203 og hitt er ekki einu sinni þess virði að segja frá vegna of góðs árangurs á árinu. Nehhh....segi svona en manni gengur allt í lagi. EN verð að kveðja að sinni, Salí!