laugardagur, apríl 29, 2006

Já sæl, letin er að fara með mig, og það að ég hef svo hrikalega mikið að gera í þessum snilldar skóla sem fer senn að ljúka. Samt ekki alveg að skilja í sjálfum mér því að ég nenni aldrei að læra þannig séð en er samt aldrei með lægri einkunn en 7. Segir allt sem segja þarf, ég svindla.....nehhh.....! En allavega er ég búin í Heilbrigðisskólanum og er 3 prófum frá því að vera búin með allt bóklegt nám. Þá kemur að því sem ég get varla beðið eftir og það er verklegt nudd....usss....allir hálf naktir og ekkert nema gaman! Mar verður nuddaður hvað eftir annað, nokkra tíma á dag. Hver segir nei við svoleiðis þægindum? Allavega ekki ég...get ekki beðið eftir fyrsta degi!

Jæja, ég ætla að henda mér í sófan og horfa á Fram - Víkingur/Fjölnir. Þar sem Fram er líklegast að fara að verða Íslandsmeistarar með sigri sínum. Verð að skoopa! Salí!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hrikalega er Samfylkingin orðin slöpp, eða öllu heldur örvæntingarfull. Þau mættu með fleira fólk í FÁ til að kynna stefnu sína heldur en fjöldinn af nemendunum var sem nennti að vera að spá í þessu hjá þeim. Ekki nóg með það, þá voru þau að troða sér upp á fólk með leiðindarkommentum, sögðu að fólk sem væri á myndum hjá þeim væri lifandi, hinir væru dauðir. Flott hjá þeim, ég vildi ekki vera á mynd hjá einhverjum gaur og hann segir mig dauðan, er það stefna þeirra að fólk sem ekki styður þau er í raun dauð fyrir þeim og hugsa s.s. ekki neitt um hagi þeirra, kannski að Samfylkingin hjálpi Reykvíkingum að grafa sína eigin gröf. Hingað til hefur stefna R-listans í Reykjavík verið hálf dauð og ómerk þar sem fá loforð hafa verið efnd og fjármunum Reykjavíkur og skattborgara verið eytt í hreina steypu, s.s. Hringbrautina sem er ekki búin að gera neitt fyrir höfuðborgarsvæðið nema að auka á teppurnar og biðtíma fólks í umferðinni. Hér með lýsi ég því yfir að mér finnist þessik kosningarherferð þeirra ömurleg og alls ekki smekkleg, fólk er að reyna að læra fyrir próf og hafa hugan við það þegar fólk kemur og treður upp á mann allskyns bæklingum og drasli sem mar kærir sig ekki um, afherju er ekki hægt að koma aðeins betur fram við kjósendur með því að virða einkalíf fólks. Takk fyrir!

mánudagur, apríl 24, 2006

Sorry með alla stuttu og lélegu póstana sem ég er búin að vera að henda inn hérna nýlega, ég er bara búin að vera hundlatur og er varla að nenna að bora í eigið nef ef ég þarf þess.
Ekki er skólinn að halda manni vakandi því að ég hef ekki mætt í tíma í að verða 3 vikur eða eitthvað, reyndar mætti í einn tíma og okkur var hleypt heim vegna lítillar mætingar. Sem sagt okkur var verðlaunað fyrir að hinir nenni ekki að mæta, ég er sáttur við það. Fyrir utan það að það er nákvæmlega ekkert að gera í skólanum nema að bíða eftir prófunum, hvað er málið með það, afhverju fáum við ekki bara frí fram að prófunum, það er miklu betra að hafa okkur hangandi heima en í skólanum, ég allavega nenni að gera eitthvað þar, í skólanum endar mar alltaf í að gera eitthvað allt annað en að læra.

Svo annað sem ég er alveg komin með ógeð á, það er veðrið, aldrei logn, alltaf rigning eða snjór og ég er að fara að gubba yfir þessu. Ef mar ætlar út að hlaupa verður mar að vera í Kraftgalla eða upp dúðaður eins og bangsi eða eitthvað. Það er ekki hægt að skella sér út og þrífa bíla né bara fara í labbitúr með konunni á kvöldin án þess að vera að krókna eftirá. Ég er farin að hallast að því að ég sé bara gerður fyrir loftslag þar sem hitinn er yfir 20°C allan ársins hring.

Sumarið er að koma og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Búin að láta mér detta það í hug að fara á sjóinn og fannst það geðveikt sniðugt en nokkrir aðilar eru ekki alveg til í að ég láti mig hverfa í ca. 3 mán. Eskimos þar sem ég er guide er búið að bjóða mér starf í sumar, þar verður mar að vinna 24-7 þannig að ég veit ekki alveg hvað ég geri. Ahhhhh........veit ekkert í hvort fótin ég á að stíga.

Jæja, ég er farin að leggjast yfir bækurnar(Helga, þetta er ekki neitt kynferðislegt) og reyna að læra eitthvað fyrir prófin. Salí!

laugardagur, apríl 22, 2006

Long time no see....en blogg dótið er búið að vera bilað, hef s.s. ekki getað bloggað neitt síðustu 2 daga. Kannski að við förum nett yfir síðustu daga, miðvikudagurinn var tekinn með trompi, mar skellti sér á Hereford og svo var farið í partý í árbænum(myndir komnar inn frá því). Fimmtudagurinn var frekar erfiður, fór að lyfta með Rico upp úr hálf eitt og við vorum að deyja úr þynnku, þurftum að taka okkur nokkur hlé svo við myndum ekki æla! Föstudagurinn var tekinn með stakri ró, ekkert verið að gera neitt að viti nema að ég fór að lyfta. Nú situr mar bara yfir Formúlu1 og því kveð ég að sinni. Salí!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hrikalega er erfitt að vakna í skólan þegar mar er búin að vera að sofa út alla daga síðustu vikurnar. Ég þurfti að taka regluega á því til að koma mér fram úr helvítis rúmminu. Fór í tíma sem var meira en drep leiðinlegur, og er svo í endalausum eyðum hérna og hef ekkert að gera. Mar hefði átt að skrópa í dag í skólanum, mar hefur nákvæmlega ekkert að gera hérna.

Já svo er að koma aðal málinu inn, ég fór í eitt skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í á laugardaginn, Íbbi Tankur tók sig til og hélt þetta rudda afmæli og drykkirnir voru ekki fáir. Eftir parýið var farið í eftirpartý sem ekki er frásögu færandi, hreinasta rugl. Fullt af myndum voru teknar þetta kvöld en því miður er ekki hægt að setja þær inn að svo stöddu, orðum þetta bara þannig að parketið heima hjá Jón Hrafni er hálf ónýtt, blóð var veggjum og allt í klessu.

Í staðin set ég inn myndir af afmælinu hans Íbba bróðir! Salí!

laugardagur, apríl 15, 2006

To night is the night......Ívar bróðir a.k.a. Íbbi Tankur er að fara að halda upp á 20 ára afmælið sitt á Pravda í kveld. Heyrst hefur að hann sé með 3 strippara(leigða í gegnum KR), fullt af víni og svo má ekki gleyma því alla vini sína á staðnum. Gleðin byrjar eitthvað um tuttuguhundruð og stemmingin verður alveg eftir því.

Ekki má gleyma því að ég fór á handboltadjamm í Gróttu síðasta miðvikudag, þar voru brúkaðir margir góðir drykkir, einna helst töfrateppið sem ég er kominn með mikinn áhuga á. Við fengum í heimsókn Adda Idol, Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson. Síðan tók við svona lala tónlistarstefna sem hefði mátt vera aðeins betri en gefum þessu séns. Ég og Vippen tókum aðeins á því á barnum og höfðum gaman af. Svo fór ég í bæinn með Eika, Stebba og Jón Hrafni. Við skelltum okkur á Prikið og svo eftir að ég náði að láta hella heilum bjór yfir mig þá hellti Eiki einum yfir sig. Eftir ca. hálftíma fórum við Stebbi ásamt Ásdísi(Dísu skvísu) á Pravda, hittum þar á Ara Fjall í dyrunum og þar fyrir innan var Íbbi Tankur og Íris systir Dabba Hlö. Við vorum að djamma eitthvað að ganga 6 þegar við ákváðum að skella okkur á Nonna og láta einn til tvo báta renna niður. Eftir það fórum við í leigara með Símoni Taxa sem er algjör snillingur, keyrir mig alltaf allt fyrir lítinn pening.

Daginn eftir vaknaði ég vægast sagt fullur eða eins og Erna orðaði það; Flindbullur! Skellti mér í föt og beint í fermingarveislu hjá Andreu frænku Evu minnar. Var þar við gott yfirlæti, píndi mig í steikina og nammið, ásamt því að renna niður ca. 7 kókglösum á mettíma þar sem ég þurfti verulega á einhverju að halda til að slá á þynnkuna.

Annars er bara gott af mér að frétta, nóg að gera og hef nóg um að hugsa þar sem ég tók að mér að vera veislustjóri í brúðkaupi Tomma og Þórdísar sem er á dagskránni þann 24. júní næstkomandi. Gaman af þessu!

Þangað til næst, Salí! P.S. nýjar myndir komnar inn frá Gróttu djamminu!

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Páskafrí er þvílík snilld, mar sefur út, fer að lyfta, vinna og gerir það sem manni langar að gera! Ekkert í því að læra heima, liggja í leti og éta eins mikið af ís og nammi og ég get í mig látið. Eina er það að ég er kominn með verki í bakið á því að liggja og sofa of mikið. Hversu skrítið er það, venjulega er mar með verki í bakinu eftir of miklar æfingar. Reyndar er ég búin að vera að lyfta frekar mikið undanfarið, dett samt í steypuna í dag og tek mér frí frá æfingum, var aðeins of mikið að í gær! Var 4 og hálfan tíma, smá sperrrur í kjallinum í dag. En í kvöld ætla ég að detta í smá pakka, lokahófið í handboltanum er í kvöld og þar verður tekið vel á því, bjór, amaretto og fleira verður brúkað af alkunnri snilld. Flottur matur verður reiddur fram og allt á eftir að enda í rugli eins og venjulega á svona kvöldum, reyndar kom ég heim af djamminu um hálf tíu um morgunin síðast en það verður ekki endurtekið. Verður örugglega ekkert vel tekið í það að mæta svona seint af djamminu. Samt gaman af þessu! Skila kveðju til allra sem eru að fara að hrynja í það í kvöld! Salí!

laugardagur, apríl 08, 2006

Til hamingju með titilinn Snorri!
Snorri hafði Idol leitina með 5% mun á Inu, er reyndar ekki alveg að skilja þetta því mér fannst Ína 10x betri í gegnum alla keppnina. Synd að hún skuli ekki hafa fengið topp sætið. Hún fær bara betri samning annarsstaðar. En hvað með það, stutt og laggott í dag. Til hamingju! Salí!

föstudagur, apríl 07, 2006

Já, hvað eru ógeðslegar myndir? Góð spurning, í skólanum í dag sá ég viðbjóðslegustu myndir sem ég hef á ævinni séð af gaurum. Félagi minn fór í bústaðaferð með fullt af liði og allt endaði í rugli hjá þeim. Þar af meðal voru myndir af þrem gaurum saman í pott á bibbanum og ekki nóg með það þá voru þeir að reyna að setja kvikindið aftur fyrir og mynda stelpu dót framan á sér, hvað er að ? Shjett..... þetta er bara fast í huga mínum og viðbjóðurinn er alveg að taka öll völd hérna. Langar helst að þrífa í mér augun eftir að hafa séð þetta. En yfir í annað, hver vinnur Idolið í kvöld?
Snorri sem syngur:
1. He ain´heavy, he´s my brother - Hollies
2. Feel - Robbie Williams
3. Allt sem ég á.
Ina sem syngur:
1. Piece of my heart - Janis Joplin
2. Because you loved me - Celine Dion
3. Allt sem ég á.
Það verða geðveikt skemmtileg úrslit í kvöld! Vona bara að allir geri sér þann dagamun að horfa á þetta með bjór í annarri og eitthvað í hinni. Gera þetta kvöld að algjörri snilld og hafa gaman af. Salí!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Skróp er mannsins mesta böl. Það veit ég allt of vel, því núna er ég heima að fara að þrífa bíl og skrópaði í skólanum til að gera það, reyndar bara 1 tími en so whatt! Skróp er af hinu góða svo lengi sem mar er ekki rekin úr skólanum, á reyndar langt í land með að ná þeim áfanga! Spurning um að sleppa þeim áfanga bara yfir höfuð.

Spurning hvað á að gera um helgina, ætli föstudagurinn fari ekki í það að chilla yfir PS2 og svo um kveldið verði skellt í sig 2-3 öllurum með Idolinu og þrykkt í sig einni Pizzu eða svo! Svo verður kjallinn að fara snemma í háttinn, vera með fullu femm þegar laugardagurinn dettur inn, konan á ammmæli og mar verður að gera eitthvað í tilefni dagsins. Detta inn í rómantíska pakkan og gera gott úr þessu öllu. S.s. laugardagurinn verður tekin með trompi með konunni og þá er sunnudagurinn eftir. Spurning um einhvern leti pakka þá?

Salí!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Jæja, rauðsokku lufsurnar í Femínistafélagi Íslands eru alveg búnar að missa grúvið, við erum ekki að tala um það að þær hafi verið að gera eitthvað að viti en nú eru þær gjörsamlega búnar að missa sig í ruglinu. Á einhvern fáránlegan hátt eru þær haldnar þeirri blindsýn að einhver lesi pósta þeirra á blogginu þeirra, hvaða bull er það! Engin les þetta nema hann sé fréttamaður að reyna að grafa upp eitthvað rugl og væl í kjellingum sem vita ekkert hvað það er að fara úr lopapeysunni, vera í sambandi með alvöru karlmanni eða þá vita eitthvað um jafnrétti. Ástæða þess að ég er að nenna því að skrifa um þetta er sú að þær misstu sig yfir því að KR hélt smá kallakvöld með konum sem gengu um í fótboltatreyjum og g-streng, s.s. stripparar. Hvaða karlmaður hefur ekki séð strippara? Allir vita það að í öllum partýum sem eru haldin sem kallakvöld eru 95% líkur á því að þar verði stripparar. Það á bara að senda þær í tékk hvort þær séu með fullu ráði! Hætta þessu væli bara og horfa fram á við! Fólk á að gera það sem það vill! Takk fyrir! Salí!

mánudagur, apríl 03, 2006

Helgin kenndi mér eitt mjög mikilvægt, Bretar eru bæði ljótir og kunna ekkert að keyra(flestir). Ég var með 85 manna hóp frá Bretlandi á fjórhjólunum hjá mér og þetta er án efa lang verstu ökumenn sem ég hef fengið til mín, þeir skemmdu 2 hjól. Þetta eru mestu skemmdir sem hafa orðið hjá mér og í einni ferð, þetta er rugl. Ég reyndar get ekkert gert að því að þau eru einfaldlega hrikalega lélegir ökumenn. Annað er það að ég fór í sund í gærkvöldi, Eva fór að synda og ég tók mér sess í heitapottinum. Venjulega þegar mar fer í pottinn, lítur mar nett á skvísurnar í pottinum, gá hvort eitthvað ferst kjöt sé flott þarna en nei! þarna var 35 manna stelpuhópur frá Bretlandi og mér fannst ég vera staddur í keppninni um ljótustu stelpu veraldar! Hvað er málið með Breta? Ég gjörsamlega missti allt álit á þeim þennan dag! Ekki nóg með það, þarna voru 2 íslenskar stelpur sem voru ekki deginum eldri en 15 ára og þegar þær löbbuðu ofna í pottinn kom rák á eftir þeim af öllu spaslinu sem þær voru með á sér og ekki nóg með það að gríman var 5 cm að þykkt. Hvernig er hægt að vera svona mikið meikaður?

Yfir í annað, ég held að ég þurfi að fara að vinna aðeins í pókerfaceinu mínu, ég skít tapaði í pókernum á laugardaginn. Átti ekki viðreisnarvon gegn ógeðslegri heppni Ívars og Andra. Skil ekki hvernig þeir gátu verið svona vibba heppnir! Og hvað er málið með mína óheppni! Ég er í manager á netinu í formúlu1 leik og ekkert gengur hjá mér! Það duttu allir út hjá mér, ég er án efa óheppnasti maður Íslands í dag!

Over and out! Salí!