fimmtudagur, desember 21, 2006

Jæja þá er mar komin í ruglið.....er í keppni við eigandann í fyrirtækinu sem ég er að vinna hjá í Hot or Not. Þetta er slóðin mín og þið verðið að fara á þetta og gefa mér 10. http://www.hotornot.com/r/?eid=AZAQNLH&key=AMS
Hann er víst með 9.4 í meðaleinkunn þannig að þið þurfið að vera dugleg við það að aðstoða mig.
Vill sko alls ekki tapa þessu veðmáli.

mánudagur, desember 18, 2006

Þá er það loksins orðið opinbert fyrir þá sem ekki vissu af því: Ég og Eva mín eigum von á barni! Við eigum að eignast barnið 4. Júní á næsta ári og getum ekki beðið.

Þetta er 12 vikna sónarmynd. Þeir sem eru slappir í stærfræði geta fengið smá hjálp, þetta eru 3 mánuðir. Förum í sónar aftur 17. Janúar og ég er ekkert lítið spenntur. Svo er ég búin að heyra hjartsláttinn í litla krílinu okkar. Var ekkert smá hraður en ég get ekki þurkað brosið af andlitinu á mér. Held að ég hafi ekki verið eins ánægður á ævinni. Er bara ekki að trúa þessu!

fimmtudagur, desember 14, 2006

Er þetta það eina sem Man. United getur gert? Bara svona að sýna fram á hversu öfugt lið þetta er!
Þar sem ég er Liverpool maður þá er ég nokkuð sáttur með þetta hérna...múhahahahahaha!

miðvikudagur, desember 13, 2006

Vegna nokkurra ábendinga hef ég ákveðið að taka út fyrri póst minn um löggu og bófa málið. Hef ekki í hyggju að láta grafa mig strax!

En yfir í annað, kallinn er farin að hreyfa sig aftur eftir 6 mánaða frí, og ég ætla ekki að leyna því fyrir neinum að ég er í ógeðslega lélegu formi og er núna að drepast úr harðsperrum. Vá hvað það er vont. Fór í einhvern pallaþrektíma í gær og hann var svo vibba erfiður að ég var á tímabili að spá í að labba út.

Á morgun er vinnan að fara í morgunverðar-jólahlaðborð á Hótel Sögu. Segi ekki að mér leiðist það eitthvað hrikalega. Kannski að mar hendi í sig einhverjum smá bita þarna, bara svo að mar sé ekki að drepast úr hungri.

Svo eru aðrar fréttir, kannski er Guðgeir kærasti Ernu, systur Evu minnar að fara að vinna með mér hjá ESKIMOS. Enn einn undirmaðurinn sem ég þarf að stjórna.

mánudagur, desember 11, 2006

Þá er ég búin að finna draumavagninn, ekkert slor....og við erum ekki að tala um eitthvað sportkvikindi. Við erum að tala um lúxus svítu á hjólum. Ég gæti alveg hugsað mér það að selja bílinn, húsið og fleira í framtíðinni fyrir þetta hérna http://69.is/openlink.php?id=29714 tékkið á þessu. Þetta er rugl og ekkert annað. Manni varla langar að fara þarna inn þetta er svo flott. Og verðið er þvílíkt gott, einungis 40 millur á borðið.

Það er nákvæmlega ekkert að gera hjá mér í vinnunni, er ekki búin að gera rassgat í dag. Jú ég fór í morgun að aðstoða Tomma bróðir Evu við það að ná í bílinn þeirra sem gengur fyrir Dísel olíu. Þórdís fór í morgun og keypti BENSÍN á bílinn og skildi ekkert í því hvað gerðist þannig að ég þurfti að ná í Tomma, ná í bílinn og draga hann á verkstæði. Svenni pabbi Evu tók á móti okkur með bros á vör og ég var grénjandi úr hlátri yfir því að setja bensín á dísel bíl. Þá komumst við að því að það eru 5 bílar í familíunni hennar Evu og 2 eru á verkstæðinu hjá hinum. Ernu tókst með einhverjum meistaratöktum að stúta hjólabúnaðinum á Lancernum vinstra megin að framan.

Ég er bara að drepast úr hlátri yfir þessu öllu.

sunnudagur, desember 10, 2006

Maður lifandi....ég er í fríi í heila helgi, ohhhhhh.....hvað það er ógeðslega gaman. Hafa nánast ekkert að gera og geta bara eitt tímanum í ekki neitt. Kláraði prófin mín á fimmtudaginn, rúllaði þessu upp. Fannst þetta svona nokkuð létt en veit samt ekki alveg hversu hátt mar fær í þessu. Mar fær að vita það 15.des og þá er Eva mín búin líka. Verður algjör snilldar dagur! Jólahlaðborð um kvöldið með Nuddskólanum og nokkuð nett djamm. Kannski 1-2 bjórar brúkaðir þar. Minnir að við séum að fara á Crappe Dappe Di em eða eitthvað? Man ekki alveg hvað staðurinn heitir hvað þá heldur hvernig þetta er skrifað.

Í gærkvöldi var spáð óveðri, ég fór út í smá bíltúr og það var bara ekkert að veðrinu. Það var smá vindur og slydda en ekkert sem kallar á það að fólk sé að kalla á björgunarsveitir. Fólk er orðið svo ruglað nú til dags að það kallar á björgunarsveit þegar það er fast í innkeyrslunni hjá sér á leiðinni í sunnudagsbíltúrinn. Ekkert nema frekja og vitleysa að vera að kalla þetta góða fólk út fyrir fólk sem er svona virkilega vitlaust. Hluti af þessu er reyndar að fólk er orðið of góðu vant. Mér til dæmis finnst að þeir sem eru verktakar og fersta dót sitt ekki nógu vel niður og fá björgunarsveitirnar til að bjarga á sér rassgatinu dag eftir dag eigi að borga nógu andskotið mikið fyrir ómakið hjá fólki sem er að vinna þetta allt í sjálfboðavinnu.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Jæja, þá er komin dagsetning á það hvernar Dabbi brósi og Gerður eiginkona hans koma heim. Ég sæki þau í Keflavíkina 22. Des. Get ekki beðið eftir því!