föstudagur, júní 30, 2006

Guten Tag...Ég fór í fyrsta skipti í gær að skjóta úr byssu, ég hef án efa aldrei verið eins hræddur um að skjóta sjálfan mig. Mitt mottó var einu sinni að skjóta ekki neitt sem er lifandi, hef ekki þetta drápseðli í mér. Nema það að ég var næstum búin að skjóta mig sjálfan. Ekki nóg með það, ég hitti ekki eina leirdúfu. Ég ætla bara ekkert að reyna að fá áhuga fyrir þessu. Eftir það skelltum við okkur í bofimi, axakast og svo lékum við okkur aðeins á jeppunum á ströndinni. Algjör snilldar dagur.
Í kvöld er partý hjá Hildi vinkonu Evu, hún var að útskrifast úr Lögfræði með BS-próf. Þannig að ef þið eruð að spá í að gera eitthvað af ykkur í kvöld, þá reddar Hildur ykkur úr vandræðunum.
Ég er nú bara að spá í að fara í bíó á Fast and the Furious - Tokyo Drift í kvöld. Það er svona þegar konan fer út þá dettur mar í bíla- og mótorhjólapakka.

Fann einmitt geðveikt flott hjól til sölu á netinu sem ég er að deyja yfir. Spurning um að detta í smá kaupæði?

mánudagur, júní 26, 2006

If you have a work that you like, keep it and you never have to work again! Þessi fleyga setning kom af vöru Þórdísar eiginkonu Tomma sem er bróðir Evu minnar. Við fórum einmitt í brúðkaup til þeirra um helgina, athöfnin var svo flott að ég gjörsamlega tapaði mér og tók um 450 myndir í kirkjunni. Eftir það var lagt af stað í AKOGES-salinn sem er í Sóltúni 3 og þar var haldinn heljarinnar veisla. Bæði steggja- og gæsamyndbandið slógu í gegn og það var einstaklega skemmtilegt að sjá svipinn á brúðhjónunum. Maturinn var hreinasta snilld, innbakaðir sjávarréttir voru í forrétt og svo hunangsgljáð kalkúnabringa/lambaframpartur í aðalrétt og svo var auðvitað þessi rosalega brúðarterta. Ég píndi mig í nokkrar ferðir á hlaðborðið og var bara nokkuð sáttur með þessi 3 kg sem ég bætti á mig við þetta. Eftir matinn tókum við Hulda sem var veislustjóri með mér eitt atriði sem við gerðum öll á 3 árinu okkar í Kvennó, ég söng, takið eftir, ég söng lagið; Komdu nú og kysstu mig sem allir Kvennskælingar vita hvað er eftir peysufatadaginn. Svo voru nokkur skemmtiatriði og 2-3 ræður litu dagsins ljós. Eftir það var ekki langt í það að brúðhjónin létu sig hverfa og fóru saman í bústað í Úthlíð. Eftir það varð húllum hæið aðeins meira og tónlistinn var aðeins hækkuð. Klukkan 2 um nóttina var okkur eiginlega hent út úr salnum og við pöntum leigubíl. Ekkert tókst þannig að um kl. 3:30 tókum við okkur til og fórum í bæinn. Ég hélt á Evu(vareitthvaðilltílöppunum) frá Sóltúninu og niður í bæ með smá hjálp frá Jóhanni Pétri. Í bænum þá fórum við beint á Nonna, fengum okkur sveitta báta með hrikalega mikið af sósu. Svo kom að því að við vorum rekin út. Erna og fleiri voru að syngja og það heyrðist frekar hátt í þeim og ekki var Nonni sjálfur sáttur við það. Eftir það fór mar með Jóhanni að kaupa sér öl og rændum leigubíl fram fyrir alla röðina og beint heim í rúmmið. Snilldar djamm og góður dagur.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Augun á mér eru að verða ferköntuð, ég er svo alls ekki vanur að eyða svona miklum tíma fyrir framan tölvuna. Og ekki nóg með það, ég stoppa ekki að lesa fullt af bæklingum til að undirbúa mig fyrir ferð sem ég er að fara á morgun með hrikalega marga útlendinga. Eftir smá tíma verð ég farinn að geta þulið upp sögur flestra staða hér á Íslandi. Nokkuð gaman en samt svolítið erfitt að leggja þetta allt á minn litla heila. Plássið í heilanum er nú þegar upptekið fyrir fullt af upplýsinugum um mjög mikilvæga hluti, t.d. bíla, mótorhjól og íþróttir. En maður verður víst að fórna einhverju. Skrifa örugglega ekkert fyrr en eftir helgi. Salí!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Vinna og ekkert nema vinna, það er bara ekkert annað sem kemst að eins og er. Ég hef varla farið að lyfta síðustu tvær vikur útaf mikilli vinnu. Ekki það að ég sé að kvarta eitthvað, mér finnst vinnan vera algjör snilld. Var einmitt að fara í river rafting í fyrsta skipti í síðustu viku. Var hreinasta snilld, stökk fram af 4 metra kletti tvisvar sinnum. Hvítá var mjög vatns mikil og við áttum flest öll mjög erfitt með að synda að landi. Var einmitt í ferð með 28 snillinga frá Danmörku. Enduðum svo seinnna um kvöldið á veitingastað á Stokkseyri sem heitir Við fjöruborðið og þar var borin á borð hvítlauks-og smjörlegin humar með meðlæti sem var svo gott að ég er slefandi núna bara við tilhugsunina.
Svo er það næsti fimmtudagur, ég er að fara með fullt af fólki í ferð um Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Sleðaferð á Langjökli og svo er farið á Hótel Flúðir að gista. Daginn eftir er farið að borholu hjá Orkuveitunni þar sem vatnið er 230° heitt og þegar þú stendur við hliðiná holunni er þrýstingurinn svo mikill að líkaminn nötrar og þér finnst eins og hjartað í þér er stopp. Þegar maður er að skrifa þetta er þetta ekkert merkilegt en þegar mar er búin að vera hliðiná þessu apparati ertu bara í hálfgerðu sjokki. Manni líður eins og smá peði. Krafturinn er geðveikur.
17. Júní er að fara að renna í garð, ég get ekki notið þess neitt að kíkja í bæinn né fara á Ísland-Svíþjóð því að ég er að vinna. Þetta er það eina sem er leiðinlegt við starfið sem ég er í. But that´s life!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Jæja, þreyttur var ég í morgun. Var rétt svo að ná því að skríða fram úr rúmminu um korter í átta, fékk mér að éta og rölti út. Strætóinn var rétt ókominn þannig að ég fékk mér sæti. Var ekki búin að setjast niður er strætóinn kominn og ég stökk inn, borgaði 250 kallinn með 25 tíköllum og settist niður. Ýtti svo á STANZ hnappinn þar sem ég ætlaði út og rölti að dyrunum, mæti ég ekki þar skemmtilegri hnátu. Það var Ingunn sem ég er ekki búið að hitta í allt of langan tíma(hitti hana daginn áður en það var hæ/bæ móment) og fór að spjalla, þetta gjörsamlega bjargaði hjá mér morgninum. Var hálf niðurdreginn eitthvað en að hitta fólk sem er alltaf brosandi kemur manni alltaf í gott skap. Ég veit bara ekki hvernig henni tekst að vera alltaf í svona góðu skapi og það er bara alveg órtúlegt hvað hún smitar út frá sér. Bara sáttur við hana. Svo eftir vinnu í dag er mar að fara í mat hjá gamla liðinu, detta í einhevrn góðan fiskrétt og svo er mar að spá í að skella sér á leikinn hjá Gróttu í kvöld, þeir eru að spila við Hamarsmenn. Leikurinn fer fram á nýja gervigrasvellinum. Allir að kíkja á völlinn!

þriðjudagur, júní 06, 2006

Ég hef tvennt að segja ykkur, ekki fara í útileigu í tjaldi svona snemma árs, ekki sofa með líkamann við tjaldið sjálft. Ég fór í útileigu um helgina, keypti mér ferð með rútunni í Reykholt sem er nátturulega ekki til frásogu færandi. Gaurinn sem sat fyrir framan mig var ógleðslega illa lyktandi, bílstjórinn var ekki með loftræstinguna á og keyrði mökk hægt. Þegar ég var búin að vera í næstum 2 tíma í bílnum var ég rétt svo kominn á Selfoss og borgaði 1700 kall fyrir þetta. Þetta er bara rán á hábjörtum degi. Á Selfossi fékk ég símtal frá Helgu og co. og þær skutluðu mér í Reykholt og gáfu mér 4 poka af gúmmelaði. Á leiðinni fékk ég að heyra margt mjög skemmtilegt um þær stöllur og hvað gerðist kvöldið áður þar sem Helga hélt upp á afmælið sitt. Þar fékk ég að heyra algjöra snilldar sögu af Halldóru okkar, hún er rosaleg sú stelpa. En yfir í útileiguna, á laugardeginum þegar ég kom fórum við í hestaferð sem mér fannst bara í það hægasta og ég hélt að ég væri ragur "hestamaður". Eftir það var farið í sund og svo var grillað. Um kveldið var brekkusöngur þar sem við smöluðum öllum á tjaldstæðinu og tókst það mjög vel upp. Sumir voru frekar ölvaðir en það kom ekki niður á neinum. Sunnudagurinn var notaður í að skoða Gullfoss og Geysi, eftir það var grillað að vanda eins og á að gera í öllum útileigum og svo fórum við í það að pakka saman öllu dótinu. Góð helgi sem fór vel í mann. Aftur á móti var maður svona í það þreyttasta þannig að ég svaf í 14 tíma aðfaranótt mánudagsins. Í gær skellti ég mér í bíó á Mission Impossible 3 og fannst hún svona lala...ekkert mikið meira en það. Bjóst einhvern vegin við meiru af henni. En ég þarf víst að fara að vinna! Bæbæ:)