föstudagur, febrúar 27, 2004

góðan daginn góðir hálsar, flott eyru og meira til... margt er að fara að gerast á þessari helgi, á föstudeginum s.s. í dag er ég og eva að fara í mat til múttu og pápa og snæða þar hina marg umtöluðu sprengidagsmáltíð, saltkjöt og baunir túkall......en svo ætli mar setjist ekki við tv-ið og horfi ekki á idol feita mannsins og kannski að passa:) en svo fer maður snemma í háttinn vegna magnaðarar þreytu. á laugardaginn ætlar mar er að fara að skoða hjól, magnað suzuki gsx750f hjól og svo er maður að fara að stússast með elskunni og svo er maður að fara í afmæli, mikið að éta og bollurnar sem ég gat ekki borðað um daginn verða þar á mínum disk og fara beina leið ofan í maga, og bíó verður farið í um kveldið ef ekki verður farið að passa. á sunnudeginum verður lært fram eftir degi og svo farið á handboltaleik hjá undrunum í unglingaflokki gróttu kvenna sem eru taplausar. einnig verða mjög skemmtilegir fundir um daginn sem ég er einmitt mest að nenna að fara á.....en ég er þá farinn að halda kynningar fyrir skemmtilegar gelgjur úr einhverjum skólanum af reykjavíkursvæðinu......einmitt mjög gaman!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

stutt verður yfirhalning dagsins eftir smá þreytukafla sem menn eru að rétt að ná sér eftir, í gær var farið í það verkefni að horfa í makindum sínum á leik gróttu og víkings og fór sá leikur með 2 marka sigri gróttu þrátt fyrir 3 rauð spjöld í röðum sigurvegara. síðan var lagt heim að horfa á sjónvarpið og reynt að ná upp svefninum með því að fara tiltörulega snemma að sofa. daginn í dag gerði drottinn þannig að ég þarf að vera í skólanum til 5 eða eitthvað og er ekki beint að nenna því, shetturinn hvað mig langar að fara að sofa, en nei, marrhh verður að læra til að standa sig svona á síðasta árinu. jæja, eigið góðan dag og ágúst mun hjálpa ykkur í gegnum daginn, og já eitt enn............ég var að skoða geðveikt hjól sem mig langar bara að kaupa..........við sjáum til með það.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

fyrirgefið mér lömbin mín, ég er búin að vera allt of latur og í raun ekki haft mikla rænu á því að vera að blogga vegna mikilla anna og einnig smá veikinda sem eru eigi senn að hrjá mig. nú eftir þessa löngu bið er ekkert annað eftir nema að segja ykkur góðir hálsar frá því hvað fólk og ég auðvitað hef verið að gera. árshátíð kvennaskólans var nú haldinn hátíðlega við mikinn fögnuð skrifanda og fleiri vitleysinga. við sem settum okkur það göfuglega markmið að skemmta okkur hið mesta á þessum snilldar viðburði sem gerist einungis 1 sinni á ári var sá besti í mörg ár (þó ég segi sjálfur frá) gátum ekki skemmt okkur betur. við sem spiluðum fyir hönd 4-T vorum auðvitað verðlaunaðir fyrir framgöngu okkar í flóabardaganum gegn máttlausum liðum í úrslitum og bárum auðvitað sigur úr bítum. annað var það að kallinn var í tilnefningm um flottasta botninn og mesta snobbið og var víst í 2 sæti á báðum stöðum, en þar sem stúlka vann rass skólans segir það mér að ég er með flottasta botn allra karlmanna í þessum skóla. þrátt fyrir mikla drykkju þá var kveldið viðbjóðslega gaman og við skemmtum okkur betur en á öllum árshátíðum landsins. einnig fréttist af því að vissir meðlimir stjórnar keðjunnar hafi verið á pippanum dansandi um hótel selfoss. daginn eftir voru menn ekki alveg að ná áttum þar sem allir voru að deyja úr þynnku. en föstudagurinn fór í það að sofa fram að kveldmat þar sem ástkær stúlka sem heitir Eva vakti mig í mexikanskan mat og svo voru leigðar spólur og horft fram á nótt. á laugardeginum var svo slappað af og reynt fyrir sér í almætti hjá múttu. gamla er orðinn 22 ára(bara fyrir þig mamma), en er fædd ´62. svo var farið í ammæli til þórdísar sem er svilkona mín og þar var tjúttað til ca.veit ekki!!!!! en svo var vaknað á sunnudaginn og þar var sest niður og lesið í fallegt rit halla laxnesss og salka valka var lesinn á mettíma(reyndar líka á mánudaginn). á mánudaginn var kallinn veikur og vaknaði um 10:03 og byrjaði á því að skrúbba sig og lesa í sölku völku og eftir það var mar búin að verðlauna sig með því að horfa á myndina comming tooo ameeeeerrikkkka, með eddie murphy. í dag fór svo ég í próf í sölku völku og er svo bara að fara að skoða nýtt mótorhjól sem mig langar í. jæja jú ég verð nú víst að játa það að ég re að fara að dæma leikinn grótta-fram2 í bikarkeppni kvenna unglingaflokki. hafið það gott:)

mánudagur, febrúar 16, 2004

eftir langan tíma er maðurinn loksins kominn í viðræðulegt ástand eftir mikla vinnu og lítinn svefn síðustu daga. mikið var verið að gera svo ekki ætti að vera vandamál að tjá ykkur lesendum mínum hvað var haft fyrir stafni um helgina og fl. ég ákvað í sakleysi mínu að fá mér einn öl á föstudaginn þegar ég var að passa sem endaði með því að hafa drukkið eitt það besta svefnlyf allra tíma, 1 bjór + þreyta = Svefn og það góður svefn. jæja þá vaknaði maður upp við hringingu frá pabba gamla um 11 leitið á laugardeginum, hann var feskur að vanda og var að byðja mann að hjálpa sér að þrífa bílinn, sem var auðvitað gert og þó ég segi sjálfur frá þá var hann andskoti flottur eftirá. því næst var farið á leikinn grótta/kr - víkingur og með einhverjum ótrúlegum hætti þá tókst þeim að tapa honum. en nóg með það. því næst var farið á árshátíð F.Í.T. sem er félag íslenskra tannlækna og var farið í partý um 4 leitið og hellt í sig andskoti góðri bollu sem var að kikka ágætlega inn eftir nokkur glös. svo um 7 var farið í matinn sem var nokkuð góður held ég, fann ekkert bragð vegna mikils alkahol magns í blóði. svo voru skemmtiatriði og einhver hljómsveit sem var með þvílíka syrpu sem var reyndar best í hléinu sem þeir tóku sér eftir 15 mínútna spil. geðveikt þol í þessum einstaklingum.
næst er þunkkudagurinn sem var bara nokkuð góður, marhh vaknaði upp við það að tengdakvikindið hann Tommi stútaði á sér löppinni í fótbolta og ég fór að passa svo hann gæti farið á slysó. ég gerðist þetta lítið duglegur á sunnudegi að fara að labba og labbaði bara nokkuð mikið meðan við letina sem hefur verið svona nokkuð mikið í mér í nokkuð mörg ár. stoppað var hjá mömmu og pabba og litið inn og komst ég að því að það var ættarmót heima, amma og amma og frændur og frænkur, það voru bókstaflega allir þarna. og svo var rölt til baka og skilað litla krúttinu. en hvað kom fyrir ekki, ég ákvaða að fara í mat hjá mömmu og pabba og eldaði kallinn þessa dýryndis máltíð sem gjörsamleg átti mig í svona 1 tíma eða svo. geðveikt góður matur sem maður kvartar ekkert yfir..............en svo fór maðurinn á fund hjá keisaranum í keðjunni. stjórnin var með fund sem entist til um 23:04 og svo var farið heim að horfa á Jerry McEitthvað og var það bara fyndið. sofnað var útfrá því og naut ég svefnsins það mikið að ég svaf yfir mig og mætti í skólann aðeins of seint og svo þegar ég ætlaði í tíma var enginn tími fyrr en 14 um daginn. mjög skemmtilegt.........einmitttttt.....!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

maður er nú bara að drepast úr þreytu eftir að vera að vinna alltaf til 22 á kvöldin eftir skóla og hreinlega eiga ekki neinn tíma fyrir Evu eða neitt annað. ég hef allt of mikið að gera og ég er bara í ruglinu, en að öðru máli, það styttist í árshátíðina sem verður haldinn kvennskælingum til heiðurs og svo styttist víst í það að maður fái sér annað hjól, maður getur ekki verið hjólalaus í sumar, að njóta þess frelsis sem hjólið veitir manni er ekki hægt að lísa með orðum, þetta gerist ekki skemmtilegra. það er svo ákveðið að fara í sumar á hjólinu eitthvað út á land með sætu stelpunni minni Evu og labba eitthvað upp á fjöll og fyrnindi. en nóg með það hafið það gott því að upptekni maðurinn hefur meira að gera en að babbla.......blessuð að sinni!

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

skemmtunin tók góða sveiflu upp á við þegar við sem erum í gróttu/kr unnum bæði hauka í mfl. kvenna og svo seinna um daginn ír í meistaraflokki karla. þessi dagur var hrein snilld, mar var gegn blautur af svita, eftir þvílíka spennu og mjög góðan handbolta. við erum að tala um það að alfreð sem er hinn stórkostlegi þjálfari mfl. kvenna er að taka liðið upp úr ruglinu eftir fyrri þjálfara og gera það að almennilegu liði sem er að skila settum árangri. núhhh, þá er það að ég er farinn að vinna með skólanum í sundlaug seltjarnarnes, og að vinna við að þvo miðhús í skólanum og er svo að fara í fullt af prófum sem ég er bara að drukna í. svo er hin árlega dragdrottninga keppni kvennaskólans á fimmtudaginn. á maður að taka þátt?????????

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

blessaður dagurinn er runninn í garð eftir góðan svefn og mikla niðurlægingu. ég fór á leikrit í gær sem heitir fimm kellingar punktur net eða eitthvað og það var mjög fróðlegt. það var ekki skafað af því að það var fyndið en karlpeningurinn fer ekkert sérstaklega vel útúr þessari uppsetningu fimm kellinga. menn voru rifnir í spað af þessum konum, gert grín af okkur og hreinlega teknir í spari-gatið, án gríns. við reyndum að labba með hausinn upréttan út en því miður var það mjög erfitt eftir að vera tekinn svona rosalega. jújú það var mjög fyndið en eitthvað var það sem pirraði mig við það. ef ég væri þessi karlrembu-týpa þá hefði maður labbað út en maður sá hvað þær voru góðar og ekkert þeim að kenna að þær halda að allir karlmenn séu bara ömurlegir er bara rugl. við erum með sál og eigi gallalausir en við gerum okkar besta. jæja þá var það búið, við eva fórum einnig á leik í gær, grótta /kr - haukar sem endaði með tapi gróttu/kr 32-33 sem er ekki hægt að segja annað en að þær stóðu sig suddalega vel og eiga hrós skilið. næstum dýrasta handboltalið í íslenskum kvennabolta var ekkert að hrista af sér það næstum því ódýrasta. eina manneskjan sem gat eitthvað í þessu haukaliði var rammune sem er eitthvað útlenskt kvik... sem er allt og góð. en grótta/kr ég tek ofan fyrir ykkur og þið stóðuð ykkur eins og hetjur. maðurinn var líka að borða í gær fyrstu kveldmáltíðina í gær og varð fyrir valinu ein besta súpa sem til er eða sjávarréttasúpa ala EVA sem gerist ekki betri. konan mín er besti kokkur landsins og fer ég aldrei af því. hún býr til svo góðan mat að ég fæ vatn í munninn í hvert skipti sem ég hugsa um matinn hennar. uuuuuuuuuuummmmmmhhhhhhhhhh.............................. hvað mér langar í mat sem hún býr til í kveld mat. clay aiken er núna á söngvakeppni f.á. að leggja lokahönd á kynninguna á sér og tekur hann lagið án þín sem var gert frægt með sverri bermani hér fyrr um daga. hann mun væntanlega sýna þessum bullum í f.á. hvernig á að gera þetta.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Góðan daginn hálsarnir mí­nir!!!!!!!!!!!!!

við erum að tala um það að ég er bara búin að vera á hvolfi síðustu daga vegna mikilla viðgerða á eldhúsi mí­nu, búið er að mála það og gera eins og nýtt, menn hefðu bara ekki getað gert það betur. við erum lí­ka að ræða það að eva kærastan mí­n fór á kostum með mér í­ málaradjobbinu, vi' máluðum slípuðum og ég veit ekki hvað og hvað en hún gerði þetta með hjartað á réttum stað sem gerði það að verkum að herbergið er 172% flottara en það var. að geta sest niður í­ sí­nu eigin eldhúsi, lesa moggan og fréttó yfir góðri samloku og snilldar djús, þetta verður ekki betra. núhh marhh er þá að rugla eitthvað í­ skólanum og reyna að klára vissa hluti sem tengd eru félagslí­fi okkar kvennskælinga. svo í kveld er maður að fara á fimm kellingar.net með evu og ætli æðsti sekkurinn láti ekki flakka ofan í­ sig nokkru tonnum af sætindum til að líða vel þarna í­ kvennaveldinu. ég tel að þjóðfélagið sé bara í einu stóru samsæri gegn mér, ég fór í­ kvennaskólann og svo er ég að fara á fimm kellingar.net og svo er ég með kærustu, ég segi bara hvar væri heimurinn án kvenna. þetta er ekkert grí­n, þær eru bara allstaðar. en hvað getum við kallarnir kvartað!!!!! þær eru allrar algjört yndi, bara mismikil yndi!!!!!!!!

mánudagur, febrúar 02, 2004

góðan daginn hálsar góðir

þá er maður kominn út í­ kuldann,-10 stig þegar mar rölti út um dyrnar í­ morgunn, þetta var eins og að vera kominn á bölvaða heimskautið. svo var rölt út í­ strætóskýli en hvað kemur til, strætó var 6 mínútum of seinn og svo er mar rukkaður um skitinn 220 kall fyrir að vera í köldum vagni og hlusta á gufuna í­ botni hjá 60 ára bílstjóra sem er líklegast að missa heyrnina vegna aldurs því­ að allir í­ vagninnum heyrðu í­ helv... útvarpinu. en fyrir rest er mar kominn í­ skólann í skemmtilega tölvufræðití­ma. það er svo mikið að gera að ég er að farast af stressi.....einmittt!!!!!!!!! en hvað með það, fótboltamót kvennaskólans fer fram í­ dag í­ frostaskjólinu, þar verður smá hollum hæ og mikið um kjaftbrúk vegna mikils keppnisskaps innan skólans. 4-T er væntanlega að fara að rústa mótinu væntalega með mig innanborðs, þetta er hið svokallaða landslið kvennó!! en eitthvað vantar, já..... einmitt það er það að karí­oki­ kveldið á hard rock tókst rosalega vel, margir tóku þar lag sem voru góðir en svo voru nokkuð margir sem áttu ekkert heima á sviðinu og voru bara verstu söngvarar allra tí­ma að reyna að segja okkur eitthvað með þessu sérstaka jóðli súinu. clay aiken tók auðvitað lagið og fór svo á kostum eftir karókíkveldið í­ bílnum á leiðinni heim þar sem bridge over eitthvað vatn var tekið með þessum þvíolí­ku töktum að fá orð geta lí­st því. jæja þá er yfirhalninginn búin og fá­tt annað en að fara að loka þessu rugli.