mánudagur, október 31, 2005

Maður lifandi......ég er orðinn frægur.....ég er á auglýsingu í skólanum......stelpurnar flykkjast að mér með penna og blokki.....allar að heimta það sama......eiginhandaáritun.....og kallinn segir: á hvern á ég að stíla kveðjuna...ihhhhhh....einmitt! Skiluru!
En förum annað: ég og Eva vorum á föstudaginn búin að vera saman í 5 og hálft ár. OMG hvað tíminn líður. Og við fórum til gaursins sem er að kenna mér og Evu dans, honum leist svo drullu vel á okkur að hann bað okkur um að passa fyrir sig....en hvað kom fyrir....jú..kallinn þekki 3 af 4 börnum þeirra. Þvílík tilviljun. Svo ætluðum við að horfa á Idol og eta pizzu um kveldið og veðrið var í einhverju rugli svo að stöð 2 var ekki inni nema ca. 2 mín í einu og tók sér 15 mín í kaffi eða eitthvað. En þetta blessaðist samt allt í endan. Á laugardaginn var lífinu tekið með hinni stökustu ró og ekkert gert af viti. Á sunnudeginum var hins vegar spítt í lófana og lært, kjallinn með metnað..ég veit....takk fyrir! Um kveldið var farið að dæma upp í íþróttahúsi leik Gróttu og Stjörnunar í utandeildinni. Það voru nokkuð mörg spjöld, brottvísanir og útilokanir sem litu þar ljós. Allt á suðupunkti, og ég fór svo heim á nesveginn í sakleysi mínu og var að reyna að slappa af, by the way voru það 2 mín. Þá fæ ég símtal frá Ívari bróðir og þá var kviknað í potti heima þegar hann kom þangað og allt í reyk og viðbjóð. Ég fór á 10,2 þangað og opnaði alla glugga og allt en viðbjóðslega lyktin er ekki að fara. Svo fór kerfið ekki í gang frá Securitas.....djöfullsins helvítis drasl. En eftir þetta fór ég í massa sturtu útaf vibba lykt af mér og dældi á mig rakspíra þvi að ég fann ekkert nema lykt af bruna.
Þá er það kvöldið í kvöld. Ekkert nema ég, konan, sjónvarpið og fullt af jukki til að gúffa.

Ég var að lesa grein í Sirkus og þar var ein stelpa spurð hvort hún hafi farið í bæinn á mánudaginn síðasta og hún svaraði; Nei ég fíla ekki þetta dæmi. Ég er ekki rauðsokka en ég styð jafnrétti. Margar af þessum rauðsokkum eru uppþornaðar lopapeysutruntur. Mér finnst þessi setning alveg massa fyndin! Ég styð einmitt jafnrétti en ekki kvenréttindi.
Með þessum fallegu orðum kveð ég að sinni!

miðvikudagur, október 26, 2005

Drottinn blessi heimilið, eða eitthvað á þá vegu......shettt...hvað mig langar að kaupa eitt stykki íbúð svo mar geti sett þessa gullnu setningu upp í forstofunni. EN yfir í annað....kallinn var búin að fjárfesta í miðum á bítl sem er verið að sýna í Loftkastalanum, en nei allt í einu ákváðu þau bara að breyta sýningartímanum og hvað þýðir það......ég kemst ekki. Ég er sko ekki sáttur, hvernig er hægt að breyta sýningartíma sem búið er að borga fyrir, þetta er eins og ég myndi kaupa mér BMW og fá svo Kia afhenta. Ég meina, hvað halda þessar listadellur að þær séu? Svo er annað...:
Staðreynd 1: Ég er í skólanum til að læra - en get það ekki fyrir hundleiðinlegum kellingum sem gera ekkert annað en að segja sögur af sér og sínum. Hvað er hægt að gera annað en að drep leiðast.
Staðreynda 2: Ég er í Líffæra- og lífeðlisfræði með þýskri túrista kellingu - hún er nýkominn frá þýskalandi og mig bara langar að senda hana aftur þangað og í gasklefan.
Staðreynd 3: Ég er farinn að læra að dansa rokk - markmiðið er að verða næsti Sæmi rokk
Staðreynd 4: Ég er búin að vera í 5 tíma gati í skólanum - hvað er að þeim að geta ekki haft almennilega stundatöflu í FÁ.
Staðreynd 5: Ég er að drepast mig langar svo í mótorhjól - Er ekki einhver sem getur gefið mér eitt slíkt.
Staðreynd 6: Ég er ekki mikið fyrir strætó - Getur ekki einhver reddað mér einhverri druslu til að drullast á milli staða á.
Staðreynd 7: Það var fitumælin í skólanum í morgun í næringarfræði - Ég er að segja ykkur það að stelpurnar voru allar svona semí nema ein sem er bara í góðu formi og mjög vöðvastælt og svo stælt að erfitt var að mæla hana. Svona kellu fíla ég! En kjallinn var með 12.4 % fitu! Reyndar ekki hægt að marka útaf því að þetta var eftir að mar var búin að borða, en ekki slæmt!
Staðreynd 8: Famílían er líklegast kominn á nýjan bíl í dag - hvernig bíll.....það veit ég ekki!
Staðreynd 9: Ég er með eitthvað maga shitt - alltaf eftir mat enda ég á dollunni!
Staðreynd 10: Það er ótrúlegt að þið nennið að lesa svona mikið crapp - Ég er greinilega snilli!

Salí!

mánudagur, október 24, 2005

Jæja..þá er mar loksins kominn í þotuliðið, ég var í vinnunni í gær að keyra 8 æðstu yfirmenn Land Rover frá Keflavík og á Nordica Hotel. Svo voru nokkrar ferðir keyrðar með gaura á Humarhúsið. Þetta voru 6 Frakkar, 6 Írar og 6 Rússar. Allir þessir dúddar eru mjög hátt settir hjá Land Rover og eiga mökk af peningum. Svo kemur mesti bömmerinn í þessu öllu, ég var að keyra þá á 7 milljón króna Discovery jeppa sem er hreinasta snilld. Þessi jeppi var dísel og hann mökk vann og var miklu betri en V8 bíllinn sem er bensín. Já þessi dagur var algjör snilld en algjör pína því að það var geðveikt mikið stress í gangi og mar er svona semí þreyttur eftir þetta allt.

Í morgun ætlaði ég að sofa út en nei.....hvað kom fyrir ekki, mamma og pabbi voru ekkert mætt á gluggan klukkan 9 í morgun til að vekja mig. Ég get alveg sagt ykkur það að ég er ekkert sérstaklega sáttur með það. Ég er bara að sofna í skólanum og er að hamast við það að halda mér vakandi.

Svo eftir skólann í dag er ég að fara að þjálfa í þokkabót, Ívar bróðir er fystur hjá mér í dag, svo á Valdi að mæta en það er nátturulega aldrei hægt að treysta á að hann mæti. Svo er kallinn að fara að dansa um 6:15. Mar nennti ekki þessu salsa dóti og keypti bara einkatíma í rokki fyrir mig og Evu. Jæja....þá er mar búin með kvótann í dag! Salí!

föstudagur, október 21, 2005

Jammm....góðan daginn.....smá tími síðan síðast en það er bara vegna anna í skólanum. En kjallinn er orðinn fyrirsæta...ég er að fara í myndatöku fyrir eitthvað dóterý í skólanum í dag. Ég meina....þið hringið bara ef þið viljið að ég áriti myndina:) En vitir menn....ég að skipta yfir í annað, í kveld ætlar kallinn að bjóða Evu út að éta í kvöld og hafa það kósý yfir spólu og kertaljós. Okei...okei...ég veit að ég er softy en ég meina....kellurnar digga þetta(flestar). En svo er ég að fara að vinna á laugardaginn uppí Skorradal og er að fara að leika mér og fá borgað fyrir það. Shett hvað ég er ósáttur með þetta djobb mar. En eftir vinnu á laugardaginn er mar að fara á bílasýninguna í gamla Á. G. Motorsport húsinu við Tangarhöfða 8 og eftir sýninguna verður eitthvað húllum hæ á bílunum. Guð hvað mér á eftir að finnast það leiðinlegt. En á sunnudaginn á uppáhalds dúllan mín ammæli, Arnar Logi Tómasson er orðin 2 ára og mér er boðið. Uss hvað á eftir að vera gaman hjá mér. Spurning hvort mar fari með konuni á Flight Plan um kveldið, en mar veit ekki. Jæja ég verð að hætta vegna þess að ég er að fara að æfa hreyfingarnar fyrir myndartökurnar, fara í andlitshreinsun(einmitt) og smá brilliantín í hárið. Salí!!

mánudagur, október 17, 2005

Shetturinnnnn...........mar er ekkert að nenna að byrja í skólanum eftir að vera búin að vera í fríi í 4 daga. Fimmtudagurinn síðasti var bara tekinn í rólegheitarpakkanum, föstudagurinn var tekinn með trompi. Ég byrjaði að vinna á Indriðastöðum í Skorradal um 10 um morgunin, vona var á 3 hópum yfir daginn, en nei........! Þeir eru svo góðir í skipulagningu að það komu ekki nema 5 hópar. Einn hópurinn var skipaður 6 þéttum Skotum sem voru ekkert lítið nettir á því. Þeir áttu að fara á sleða á Langjökul en það var svo vont veður að þeir enduðu hjá mér í klukkutíma rugl ferð. Við fórum upp á fjall hjá Skessuhorni, það var þokkalega mikil hálka þar sem árfarvegurinn er upp fjallið og hluti leiðarinnar var. Við fórum hratt og örugglega yfir þann kafla en svo kom að öllum snjónum, það var mikið um að fara á keyrslunni í skaflana en það kom frekar oft fyrir að við festum okkur og samt var verið að taka geðveikt á því. Bara gaman. Við fórum svo niður og í drullu og vatn sem var meira en gaman. Gaurarnir tóku mailið hjá kallinum því að þeir eru að fara koma aftur á þessu ári og ætla að fara hringinn og að djamma í bænum og vantar einhvern "crazy dude" til að fara með þeim um landið, eins og þeir orðuðu það. En nóg með það, á laugardaginn var tekið semí vel á því. Ég fór með 1600 bjóra með mér í sendiferðabíl á Eyrarbakka ásamt 35 flöskum af Gajol staupdóteríi fyrir 180 manns. Semi magn af áfengi. Svo var gærdagurinn bara tekinn í rólegheitunum með pabba gamla og með ágætis mat og ís. Sjáumst með skrifum á morgun!

miðvikudagur, október 12, 2005

Salí...mar var ekkert að drulla upp á bak í prófi í morgun! Kallinn var búin að undirbúa sig vel fyrir prófið og var bara svona semí örugur með 9 en hvað kom fyrir? Jú kellingartussan ákvað að vilja fá Íslensk heiti öllum beinunum en ég lærði bara þau latnesku. Sko þegar mar er að fara að vinna eitthvað í heilbrigðisgeiranum þá er aldrei talað um íslensk heiti, það er bara talað um þessi latnesku. Svo ekki nóg með það, hún kom með heví nastý krossa. Ég held að hún hati mig. Í miðannarmati sem var í gær, fékk ég B í LOL103 en er samt með 8,25 í meðaleinkunn í prófunum og 95% mætingu. Ég segi bara að B standi fyrir BULL. Ég á að fá A og ekkert annað. En út fyrir biturleikan og í eitthvað skemmtilegra. Það er frí næstu 4 dagana, hvað er það annað en algjör snilld! Haustfrí er á næsta leiti og ég ætla að notfæra mér það út í ystu æsar. Veit samt í rauninni ekkert hvað ég á að gera af mér. En ég verð í skrifbani fljótlega. Já og ég gleymdi að segja það, ég vara að breyta síðunni, það er komið inn á síðuna Í BEINNI og UPPSKRIFTIR. Um að gera að skoða þetta aðeins til hlýtar. Þið getið hlustað á útvarpið í beinni og væntanlega náð í uppskrifti með því að ýta á linkana á uppskriftir. Takk fyrir!

þriðjudagur, október 11, 2005

Jæja... ég er bara búin að vera svo upptekinn af skólanum og æfingum að ég hef bara ekki haft tíma til að skrifa neitt hér inn. Til dæmis vaknaði ég 8 í gær og fór að lyfta, fór svo beint í skólan og svo þaðan að æfa aftur. Bara gaman en er svona pínu þreyttur. Eftir kvöldmat í gær var horft á O.C., Survivor og C.S.I. Svo skelltu menn sér bara til svefns og mar er núna í skólanum.
Ég er búin að vera velta fyrir mér hvaða sjónvarpsefni er mesta ruglið......og jú auðvitað komst ég að niðurstöðu, það er "my sweet sixtenn" eða hvað sem þetta heitir á Sirkus. Ég meina, það er verið að sýna frá einhverjum 16 ára smá druslum sem fá allt upp í hendurnar, sem dæmi má nefna sá ég að ein hélt partý fyrir 5000 manns á Hard Rock og vildi fá einhverja rosa hljómsveit.......sú ódýrasta var hálf milljón dala. Hvað er að fólki? Hinn þátturinn sem ég er alveg að fara að gubba yfir er "Americas next top model" , okei þær eru allar alltaf grenjandi yfir engu, allar allt of grannar, sumar alveg heví ljótar og án gríns hrikalega leiðinlegar. Ekki skánar þátturinn þegar kemur að því að kynna dómarana, þessi Janis, fyrsta súpermódel heimsins eða hvað sem hún er, er án gríns mesti vitleysingur sem til er, Nigel ljósmyndarinn er örugglega eini gaurinn sem er með viti, Tyra Banks er gjörsamlega að drulla upp á bak með allri væmnini í sér og án gríns, hún er tóm í kollinum. Svo er einhver dverga hommi sem ég bara get ekki lýst nógu illa....hann er bara ógeð! Hvernig væri að vera með eitthvað skárra efni sem hægt væri að setja í staðinn fyrir þetta hörmulega drasl sem okkur er boðið upp á í Íslensku sjónvarpi!

fimmtudagur, október 06, 2005

Jæja ég er nýkomin úr tíma hjá kennaranum mínum í LOL103 og var að fá niðurstöður úr prófi sem ég tók fyrir 2 dögum, kallin með 9.5! Þið munið eftir leiðinlega þýska túristanum og kellingunni hans Dr.Gunna sem er ca.130kg of þung(því miður búin að þurfa að röfla um þær aðeins of mikið). Þær gerðu vitleysu í prófinu um þungd húðar(veit að þetta soundar leiðinlegt en lesið áfram). Möguleikarnir voru fjórir; 2 kg, 5 kg, 7 kg, 10 kg. Svarið sem rétt er 5 kg en þær krossuðu við 10 kg. Kennarinn labbaði með prófið til þeirra og sagði:"ég var ekkert að gefa þér vitlaust fyrir þetta, þú mátt bara eiga þín 10 hlussu kíló". Er fólk ekkert að grínast, þó að ég sé ekki að sleikja á henni rassgatið allan daginn, eru ekki allir jafn hátt settir í þessum focking skóla. Það er ekki mér að kenna að þessi kelling sé 130 kg þyngri en ég, það er ekki mér að kenna að hún sé með 5 kg meira af húð en ég og það er alls ekki mér að kenna að hún er 6 fermetrar að stærð. Ég legg til að allir í þessum tíma séu sétt undir sama hatt. En úr biturleika FÁ í annað!
Eftir að ég var búin í skólanum í gær fór ég að æfa, hljóp í ca. 40 mín og fór svo í bodypump tíma og ég hélt að ég myndi drepast. Tekið aðeins of mikið á því. Kom heim geðveikt svangur og komst að því að það væru næstum 2 tímar í mat. Shett hvað ég var svangur! Fékk mér svo loksins þessa rosalega góðu Tacos kökur og fór svo á Bikarleik.
Sveiattan! Fylkir í handbolta ætti að skammast sín. Í gær voru þeir að spila við Oldboys KR sem er með gamla kalla í engu formi og bumburnar á þeim fletstum voru þyngri en leikmenn Fylkis. Okei...hálfleikstölur voru 9-8 fyrir KR....ertu ekki að grínast. Seinni hálfleikur þróaðist aðeins betur fyrir Fylki en samt finnst mér að þeir eigi að skammast sín fyrir að fá 16 mörk á sig og skora 31. Sorry...en þetta er ekki viðunandi!

mánudagur, október 03, 2005

Ussss......helgarupprifjun!
Föstudagur: Var í skólanum til að verða 20:00 fór svo beint að grilla fyrir tannsanema úti á nesi.....og svo var ég að vakta yfir þeim þegar þau voru með sundlaugapartý til um 1 um nótt. Þá fór kallinn að þrífa og eitthvað vel fram eftir nóttu.
Laugardagur: Var í skólanum til ca.13:00 og fór á leik með Gróttu á móti Fram sem auðvitað var rúst 18-13. Íris markmaður var langtum besti leikmaður vallarins. Og enn og aftur drulluðu dómararnir upp á bak. Eftir leikinn var farið heim og sofið til ca. 19:00 og farið á evrópukeppni kvenna þar sem Haukar rústuðu einhverju uppa liði. Svo var farið í póker með strákunum og um 2 um nóttina var farið í bæinn. Mar byrjaði rólega á Hverfis og svo var farið að Sólon en einhvern veginn týndi ég öllum þegar ég hitti eina stelpu og var eitthvað að spjalla við hana og vini hennar. Þá komu 3 vitleysingar, Doddi, Valdi og Sprikli og ég fór með þeim á Lellu og homma ball á Þjóðleikhúskjallaranum. Okei..þetta var alveg topp skemmtun þangað til að einhver hel flott gella byrjaði að dansa við mig og svo fór hún bara allt í einu að fitla við sig fyrir framan mig.....usssss......hvað er að fólki! Þá fór ég á Hressó eftir þetta rugl og bara nennti ekki að djamma á þessum stað.....krögt að fólki og léleg tónlist. Þá var rölt á Glauminn og þar var ennþá leiðinlegra og því ákvað ég að fara og fá mér að éta.....kemur mest á óvart. Svo var rölt heim og farið að sofa.
Sunnudagur: Vaknað snemma og farið að læra, fór svo að hjálpa til við að laga til í garðinum heima og náði svo í grill upp í Gróttu. Svo fór ég í ammæli hjá Victori frænda sem var 5 ára og hitti þar fullt af liði að norðan. Fór heim í kvöldmat og horfði á eitthvað bull um Jessicu Simpson og Nick kallinn hennar. Eftir það var horft á C.S.I. N.Y. og hafði gaman af.
Mánudagur: Vaknað klukkan 8 til að fara að læra, klára smá í ritgerð sem ég var að gera. Svo var rúllað í skólan og farið í tíma. Í þeim tíma sem ég átti að skila ritgerðinni sagði kennara drullan að hún gæfi mest 9 fyrir fullkomna ritgerð og það væri ekki hægt að fá 10 og bestu ritgerðirnar fengju ca.8 hjá okkur. Þessi helvítis tussa getur ekki bara sagt við okkur að við fáum ekki hærra en 8-9 fyrir hlut sem við ættum að fá 9-10. Er ekki einkunaskalinn frá 0-10? Þoli ekki svo focking bull. Mig langar í helvítið 10. Búin að vinna fyrir því! Svo núna þegar ég er búin að eyða endalausum tíma í ritgerðina og fæ ekki einkunn eftir almennum skala er ég bara ógeðslega fúll og á eftir að fara í próf í LOL103 eða líffæra og lífeðlisfræði. Mjög auðvelt bara og ég í rugl vondu skapi. Ekki nóg um það þá eru þessar heimsku kellingar sem eru alltaf að réttlæta reykingar með heimskunni í sjálfum sér. Hvernig er hægt að réttlæta alltaf svona rugl? Er ekki off takki á heimskunni í þessum kellingum? Þetta eru einu skiptin sem mig langar reglulega að vera heyrnarlaus, ég meina......það veltur bara froða úr heilanum á þeim......! Áður en ég missi mig alveg ætla ég bara að loka þessu! Blekuð!