þriðjudagur, ágúst 14, 2007

(Frá Evu)
Hæ hæ öll sömul.
Já, ég veit. Ég ætlaði að vera löngu löngu búin að opna barnalandssíðuna og allt það en það er bara alveg ótrúlegt hvað það er mikið að gera hjá manni þegar maður er ekki að gera neitt!!! Ég sem hélt að það yrði svo rólegt með litla krílið en þvert á móti þá er bara full dagskrá alla daga. Reyndar er það aðallega sólinni að kenna að ég er ekki búin að opna síðuna því ég er ekki alveg að vilja eyða tímanum inni í tölvunni þegar ég get verið úti í sólinni að spóka mig

En well, mér tókst það loksins að koma síðunni í gagnið og þó hún sé ekki alveg fullgerð ákvað ég samt að opna hana. Þið verðið þá líka að lofa því að skrifa í gestabókina Annars er bara allt það besta að frétta af okkur. Ágúst var að hætta í vinnunni í dag og svo skellum við okkur öll 3 til Davíðs og Gerðar í Danaveldinu mikla á morgun og ætlum að spóka okkur þar í 2 vikur Síðan tekur bara skólinn við hjá mér þegar heim kemur og fæðingarorlof hjá Ágústi. Litla snúll braggast ekkert smá vel. Hún er algjört æði, alltaf brosandi og mikil partýpía, vill alltaf vera með í öllu.


En þið skoðið hana bara betur á barnalandi.
Slóðin er:
gullid.barnaland.is
Lykilorðið er nafnið hans Ágústar á msn. Þeir sem ekki vita senda okkur bara e-mail á
evasv@hi.is.
Kveðja
Eva, Ágúst og litla mús

sunnudagur, júní 24, 2007

Þá er komið að smá fréttum þar sem ég er búin að vera frekar latur við þetta allt. Ég hef hreinlega ekki viljað eyða tíma í neitt annað en að vera með litlu prinsessunni minni og Evu minni.

En fréttirnar eru eftirfarandi:

1. Litla prinsessan fór í bað með pabba fyrir 5 dögum í fyrsta skipti.

2. Litla prinsessan er búin að stækka um ca. 1 cm síðan hún fæddist og er orðin mjög mannalegri á svipinn, flestir segja að hún líkist pabbanum aðeins meira en hún er alveg eins og Eva þegar Eva var lítil.

3. Ég er að fara í próf á morgun í LOL203 sem ég er að taka í sumarskóla, er ekki alveg að nenna því en þetta er smá flash back í skólagöngu, samt hálf leiðinlegt.

4. Davíð og Gerður eru að koma heim 4 Júlí, sama dag og Ívar bróðir kemur líka frá þeim. Þau verða á klakanum í 2 vikur eða til 18. Júlí.

5. Pabbi er að fara til Spánar í dag í sjúkraþjálfun, verður í 17 daga og kemur heim 9 Júlí.

6. Ég er búin að komast að því að Eva mín er Súperman, hún er þvílík hörku kona og ég er brjálað stoltur af henni. Hún er ekkert smá dugleg að gefa prinsessunni og vakna á nóttunni, sinnir henni 230% og er samt ógeðslega falleg og jafnlynd, sexý og allt sem því fylgir, alveg greinilegt að ég hef náð mér í stelpu sem veit alveg hvað hún syngur.

En það er ennþá verið að vinna í barnaland síðunni, kemur inn í þessari viku!

föstudagur, júní 08, 2007

Þá eru það stóru fréttirnar sem flestir eru nú búnir að heyra af, við Eva eignuðumst gullfallega og yndislega prinsessu síðasta þriðjudag, eða á þeirri skemmtilegu dagsetningu 05.06.07. Litla skvísan okkar var rúmar 14 merkur, 3585 gr. og 50 cm. Það er nú ekki til frásögu færandi en allt sem er tengt prinsessunni okkar og tölum er ótrúlega skemmtilegt. Kennitalan hennar er mjög flott, 050607-3210 og hún fæddist kl. 13:57 eða 1357. Prinsessan okkar er sú sprækasta og Evu heilsast vel. Prinsessan okkar fæddist með mikið dökkt hár og lætur nú ekki mikið í sér heyra nema þegar henni langar í að borða. Og ekki er það nú hátt ef hún lætur í sér heyra. Hún er algjört yndi og við erum að rifna úr stolti. Ég læt nokkrar myndir fylgja en eins og er þá erum við ekki að vilja eyða tíma í að gera barnalandsíðu en það verður gert von bráðar.

Hérna er yndislega prinsessan innan við mínutu gömul! Komin beint í fangið á mömmu!

Hérna erum við saman á okkar fyrsta kvöldi sem fjölskylda!

Hérna er ég komin heim að kúra í rúmminu hjá ömmu Gullu og afa Svenna
Svo er ekki langt í það að fleiri fréttir og myndir komi inná netið.

föstudagur, júní 01, 2007

Já þá er komið að því sem ég er búin að lofa alveg heil lengi, myndir af okkur Evu, bumbunni og fleiru.
Hérna sést að ég get ekki fengið nóg af konunni minni, hún er bara svo hrikalega sexý með barni( Sorry Andri )
Hérna sést það augljóslega að ég er búin að vera að vinna í því að ná Evu minni en ég á ekki séns!
Kúlan er svo sæt að ég get ekki annað gert en að knúsa hana og kyssa!
Bara smá kósý mynd af okkur og vöggunni sem litla krílið okkar verður í
Hérna eru öll nýju barnafötin á slánni sem Eva mín var svo dugleg að þvo.
Hérna ætla ég að leyfa ástinni minni að vera í aðalhlutverkinu, hún á það svo sannarlega skilið.
Annað er það að frétta að Eva er bara frísk og spræk, sem dæmi má nefna þá er Eva búin að vera að vinna síðustu 3 daga á tannlæknastofunni sem hún var á síðasta sumar, ekki margar sem ég þekki sem hafa unnið á 9 mánuði. Ég er núna í námi í FB að klára LOL203 sem ég átti eftir og er það 3 í viku, mán-mið-fös kl. 20-22. Mjög eðlilegur tími. En ég er að drepast úr spenning og verð fljótur að setja eitthvað inn ef eitthvað gerist.

sunnudagur, maí 13, 2007

Já ég veit að það er langt síðan ég hef bloggað og það er nú einungis vegna þess að ég hef verið í veseni með það að signa mig inn á þetta blessaða drasl. En sem betur fer hefur mér tekist það eftir að hafa sent öllum þessum vitleysingum email hjá blogspot og þeir eru nú loksins búnir að redda þessu eftir hvað, mánuð eða eitthvað! Betra er seint en aldrei! Það sem er nú í fréttum er eftirfarandi:
1. Það eru 3 vikur í að konan mín og ég eigum von á okkar fyrsta barni
2. Eva mín er búin í prófum á þrðjudaginn og þá fæ ég loksins afslappaða kærustu til baka.
3. Ég er að vinna í því að fá mér nýjan síma, ekki símanúmer heldur síma. Er að mixa gamla síman hans pabba og gamla "nýja" síman hans Ívars í einn góðan fyrir mig.
4. Ég er búin að fá samþykkt í vinnunni og búin að ganga frá öllu varðandi fæðingarorlofið sem mun byrja þann 1. Sept og vera fram að 1. Des, þá fer ég að vinna í 2 mán og byrja svo aftur 1. Feb til 1. Maí. Hlakkar ekkert lítið til að það byrji.
5. Erum búin að kaupa okkur vídeó cameru, barnarbílstól, kerru og base fyrir bílstólinn. Fáum það 25. Maí, vonandi eigum við ekki fyrir þann tíma.

Annars er allt fínt að frétta, er bara búin að vera að vinna á fullu, en vantar samt aðeins meira að gera í nuddinu. Endilega látið það berast að ég sé að nudda og það er nú ekki dýrt, grunnverðið hjá mér er 3000 fyrir 40-60 mín, fer eftir nuddinu, og svo er hægt að ræða við mig varðandi það að hafa lengra nudd og fleira. Endilega hafið samband: 869-1151

mánudagur, apríl 02, 2007

Nýjar myndir en samt síðan 17. jan ´07
Hérna er Ilin á mér
Ohh sjáið hvað ég er nákvæmlega eins og pabbi
Þarna er ég bara að njóta þess að slappa af með höndina á hausnum eins og pabbi gerir alltaf þegar hann slappar af eða sefur!
Þarna er ég að klóra mér í hökunni, gera grín af pabba af því að hann safnar skeggi í 6 mánuði áður en það sést!
Hérna er smá hliðar pósa fyrir ykkur elskurnar mínar.
Þá er komið að smá fréttum, ég sem sagt fékk (elsku)kvikindið mitt heim á fimmtudaginn, s.s. Davíð bróðir og við byrjuðum á því að fara í gamnisslag sem endaði með því að við Ívar jörðuðum Davíð sem átti ekkert í okkur. Spjölluðum svo saman um kveldið og höfðum gaman. Ég útskrifaðist svo á laugardaginn og endaði á mjög skemmtilegu djammi með krökkunum í NÍ. Sunnudagurinn var nú ekki eins æðislegur og ég vonaði, smá þunnur þannig að ég var bara í því að undirbúa fyrir smá boð heima hjá mömmu útaf útskriftinni. Þar var nú fámennt og góðmennt og inná milli vorum við bræðurinir að kippa í pinnan í Marío Bros í eld gömlu Nintendo tölvunni sem er hjá múttu. Meira er nú ekki að frétta, heyrust/sjáumst fljótlega!

mánudagur, mars 26, 2007

Jájá ég veit að það er mjög langt síðan ég hef bloggað og sem betur fer er ég með 100% góða og gilda ástæðu fyrir því afhverju ég hef ekki bloggað neitt.....! Sú ástæða er einmitt bilun í blog innskráningunni hjá mér. Ég er búin að reyna að komast inn að blogga í mjög mörgum mismunandi tölvum og ekkert hefur gengið en svo allt í einu núna gékk þetta.
Yfir í annað og það sem skiptir máli, Davíð bróðir og Gerður aka. D&G eru að koma heim á fimmtudaginn og ég get ekki beðið......þvílík gargandi snilld! Ég hef beðið eftir því að hitta hann síðan í Janúar en ég veit að það er ekki langur tími en ég sakna þeirra gífurlega mikið og þá sérstaklega Fabio brósa.
Þann 31. Mars er útskrift úr Nuddskóla Íslands og ég veit ekki betur en að ég sé að fara að útskrifast. Verður allavega massa djamm og gaman um daginn og kveldið. Búið er að panta sal og redda mjólkinni!
Ástin mín er komin með ennþá glæsilegri kúlu og suddalega flottan líkama(Sa Sa Andraugh). Hún er samt með smá blett á rasskynninni eftir það að detta niður allan stigan hérna heima og bara nota eina rasskynn til að taka við fallinu. Bara fyndið svona eftirá þegar mar veit að allt er í lagi.
Við Eva mín fórum svo í monitor í dag og sáum hvenar hann/hún sparkaði og hreyfði sig á línuriti, einnig sáum við öndunina og hjartsláttinn. Ég er bara stoltur af þessu eina góða afreki mínu.
Svo er ég búin að vera að fikta aðeins í bílnum og hann er komin í gott lag.
En áður en ég missi mig í einhverja steypu kveð ég að sinni og vil þakka þolinmæði eftir nýju bloggi frá mér!