Sem sagt, ef ykkur vantar billigt nudd, þá er bara að hóa í kallinn!
þriðjudagur, október 31, 2006
Jæja þá er komið að alvöru lífsins, kallinn er að fara í próf í Klassíku nuddi á eftir. Mar verður að reyna að standa sig. Ég á að nudda meistara í nuddi í ca. 75 mín samfleytt á þess að klikka. Ef ég næ þessu almennilega þá er mar komin með leyfi til að nudda á fullu og fá greitt fyrir það....mar er að verða ríkur mar! eða ekki!
Sem sagt, ef ykkur vantar billigt nudd, þá er bara að hóa í kallinn!
Sem sagt, ef ykkur vantar billigt nudd, þá er bara að hóa í kallinn!
mánudagur, október 30, 2006
Þá er ágætis helgi liðin, hún var að mestu tekin með stakri ró. Föstudagurinn var rólegur, ég veikur og var eiginlega bara rúmliggjandi. Laugardagurinn fór í gang um 11:00 þegar ég vaknaði, þá datt mar í smá tiltekt og reyndi eftir fremsta megni að gera fínt heima, það gekk nú samt frekar seint og illa. Um tvö leitið fór mar í Mosfellsdalinn að kaupa rósir fyrir tengdó sem er ekki frásögu færandi, gaurinn var ekki með posa og sagði mér að skutlast í Mosó til að ná mér í pening, kannski verið að svíkja aðeins undan skatti? Eftir það fór ég í afmæli til Arnars Loga sem var 3 ára, ormurinn er algjör snillingur. Þar var kræsingunum dælt niður og svo var mar þess heiður aðnjótandi að fá að skutla hressustu 90 ára skvísu landins heim. Eftir það var mar ekki að gera neitt og okkur Andra datt því í hug að hafa pókerkvöld með smá bjór og fittnes í tellaranum. Meðan við brúkuðum pizzu og bjór og gagnrýndum kvikindin í sjónvarpinu svitnuðu þau fyrir allan peningin. En okkur leið vel heima í stofu. Póker - Leikar fóru þannig að ég var með 1 sigur, Andri 1 sigur, Guðgeir 1 sigur og Tommi engan sigur......múhahahahahaha! Aftur á móti fengum við Tommi aðeins meiri skemmtun útúr þessu kvöldi þar sem við sátum aftan á alvöru mótorhjóli á helvíti góðum hraða um borgina. Tommi fékk ca. 30 mín í actioni en ég um 10 mín. Mjög gaman og stóð frekar mikið uppúr. Annars er það í fréttum um kvöldið að Andri beyglaði bílinn minn og Ívar bróðir stútaði á mér öxlinni vinstra megin í gamnislag. Sunnudagurinn var hálf aumingjalegur, mar vaknaði uppúr 12:00 og rann salla rólegur fram úr rúmminu, datt í smá kexát í morgunmat og svo í smá þrif, þurfti að klára það sem ég byjaði á. Svo datt mar í smá sund með skvísunni minni og í Bónus þar sem ég og konana fórum hamförum í búðinni. Ég hef bara aldrei séð annað eins magn af ónauðsynlegum vörum á einum stað. Svo var bara slappað af og borðað skuggalega gott lambalæri í kvöldmat. Flestir í Nesvegs-familíunni fóru svo á eitthvað leikrit hjá Ernu en ég var nú ekki á þeim buxunum að fara á eitthvað listaspírudæmi. Er ekkert að reyna að troða þessu snobb-lista-menningarviðbjóð í mínar æðar. Hef ekki þessa rosa þörf fyrir það að vera að fara í leikhús og svona. Bíó er menning sem mér líkar!
Þá verður mar að fara að vinna eitthvað fyrir laununum sínum en ekki að hanga á netinu allan tíman.
Þá verður mar að fara að vinna eitthvað fyrir laununum sínum en ekki að hanga á netinu allan tíman.
föstudagur, október 27, 2006
Kjallinn er veikur, komin með beinverki, hita og hálsbólgu. Þvílíkur skítur og leiðindi. Ég þoli ekki að vera svona. Langar mest að vinna um helgina en er bara ekki að sjá fram á það eins og er. Er bara eins og rakki hérna í vinnunni.
Ég er nú samt með smá fréttir, við Eva erum búin að kaupa okkur bíl. Vagninn er uppá 10,2. Toyota Corolla Touring, 1.8L, 4X4, Ekinn 142.000 km og er árgerð 1998. Hérna er mynd af þotunni!
Svo er mar búin að dunda í ca. 4 tíma bara við það að bóna kvikindið. Hann er rosalega heillegur og fínn í akstri. Eyðir nánast engu og er bara algjör snilld.
Ég er nú samt með smá fréttir, við Eva erum búin að kaupa okkur bíl. Vagninn er uppá 10,2. Toyota Corolla Touring, 1.8L, 4X4, Ekinn 142.000 km og er árgerð 1998. Hérna er mynd af þotunni!
Svo er mar búin að dunda í ca. 4 tíma bara við það að bóna kvikindið. Hann er rosalega heillegur og fínn í akstri. Eyðir nánast engu og er bara algjör snilld.
föstudagur, október 20, 2006
Og ruglið heldur áfram, í gær þegar ég fór í FÁ þá gerðist svolítið sem ég átti ekki von á að myndi gerast í framhaldsskóla næstu 50 árin. 2 stelpur voru að rífast, eftir smá tíma segir önnur stelpan við hina; Þú átt enga vini! Þá tekur sú stelpa upp hníf og sker hina stelpuna í hausinn og það var einhver 7 cm. skurður sem stelpan fékk. Ekki nóg með það, þá byrjaði stelpan að skera sjálfa sig á upphandleggnum. Hvað er að? Þokkalegi gettó skólinn, ekki nema 2 vikur síðan það var eitthvað massa rugl í skólanum útaf einhverjum handrukkurum. Þessir smá krakka-busar eru að gera allt crazy!! Ekkert nema vesen.
En yfir í aðeins skemmtilegri efni, í nuddskólanum í gær áttum við að setja saman rútínu þar sem er farið yfir heilt klassískt nudd. Ég var með Jóhannesi sem er aðeins massívari og stærri en ég og án gríns, ég nuddaði hann í 90 mín og svitnaði fyrir allan peninginn. Ég hef ekki svitnaði svona mikið í ca. 1 ár. Svo var ég að keyra heim, vá hvað ég var þreyttur, nennti varla að skipta um gír.
Yfirlit fyrir helgina:
Föstudagur:
Vinna til ca. 17:00 - 2 Fjórhjólaferðir, en leiðinlegt!
Skóli frá ca. 17:00 - 21:00 - Æfing í klassísku nuddi!
Laugardagur:
Skóli 09:00 - 16:00 - Æfing í Klassísku nuddi!
Útskriftarveisla Sæunnar 17:00-? - Smá djamm!
Sunnudagurinn:
Rallýkross brautin 11:00 - ? Er að fara að leika mér og taka myndir!
PS. vantar einhvern til að níðast á næsta fimmtudag uppí nuddskóla í klassíksu nuddi sem tekur ca. 90 mín.
En yfir í aðeins skemmtilegri efni, í nuddskólanum í gær áttum við að setja saman rútínu þar sem er farið yfir heilt klassískt nudd. Ég var með Jóhannesi sem er aðeins massívari og stærri en ég og án gríns, ég nuddaði hann í 90 mín og svitnaði fyrir allan peninginn. Ég hef ekki svitnaði svona mikið í ca. 1 ár. Svo var ég að keyra heim, vá hvað ég var þreyttur, nennti varla að skipta um gír.
Yfirlit fyrir helgina:
Föstudagur:
Vinna til ca. 17:00 - 2 Fjórhjólaferðir, en leiðinlegt!
Skóli frá ca. 17:00 - 21:00 - Æfing í klassísku nuddi!
Laugardagur:
Skóli 09:00 - 16:00 - Æfing í Klassísku nuddi!
Útskriftarveisla Sæunnar 17:00-? - Smá djamm!
Sunnudagurinn:
Rallýkross brautin 11:00 - ? Er að fara að leika mér og taka myndir!
PS. vantar einhvern til að níðast á næsta fimmtudag uppí nuddskóla í klassíksu nuddi sem tekur ca. 90 mín.
miðvikudagur, október 18, 2006
2 fréttir:
Góðu fréttirnar:
Mamma og Íbbi Tankur eru komin spræk og fín til Danmörku. Reyndar á síðasta levelinu að vera full en hvað er það á milli vina. Týndust í miðborg Århus vegna "lélegra" upplýsinga frá Davíð. Einmitt!! Spjallaði við þau og það var bara verið að skiptast á fréttum og hafa gaman. Davíð og Gerður eru komin með þessa fínu íbúð og virðast vera að njóta sín til fullnustu og samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá hefur djammið ekki staðið á sér í skólanum. Sem sagt, allt gengur vel og þau biðja að heilsa öllum.
Slæmu fréttirnar:
Ég var á leiðinni í vinnuna í morgun og ég sá frekar leiðinlegan atburð á leiðinni. Á Miklubrautinni var stelpa að hlaupa yfir götun þegar bíllin sem var aðeins á undan mér bombaði á hana og hún steinlá í götunni. Rosalegt að sjá þetta, var í hálfgerðu áfalli alla leiðina hingað. Hrikalegt að sjá og vona bara að stelpan nái sér.
Góðu fréttirnar:
Mamma og Íbbi Tankur eru komin spræk og fín til Danmörku. Reyndar á síðasta levelinu að vera full en hvað er það á milli vina. Týndust í miðborg Århus vegna "lélegra" upplýsinga frá Davíð. Einmitt!! Spjallaði við þau og það var bara verið að skiptast á fréttum og hafa gaman. Davíð og Gerður eru komin með þessa fínu íbúð og virðast vera að njóta sín til fullnustu og samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá hefur djammið ekki staðið á sér í skólanum. Sem sagt, allt gengur vel og þau biðja að heilsa öllum.
Slæmu fréttirnar:
Ég var á leiðinni í vinnuna í morgun og ég sá frekar leiðinlegan atburð á leiðinni. Á Miklubrautinni var stelpa að hlaupa yfir götun þegar bíllin sem var aðeins á undan mér bombaði á hana og hún steinlá í götunni. Rosalegt að sjá þetta, var í hálfgerðu áfalli alla leiðina hingað. Hrikalegt að sjá og vona bara að stelpan nái sér.
þriðjudagur, október 17, 2006
Heppnasta familía í heimi!
Jæja smá fréttainnskot, mamma mín var í Krónunni að versla þegar hún er að setja í pokann og leggur veskið frá sér. Þá kemur einhver tittur og tekur veskið hennar og því miður var það fullt af pening þar sem hún var nýbúin að taka út gjaldeyri fyrir Danmerkur ferð til Davíðs bróður. Mamma alveg í pirrings-pakkanum. Gaurinn ekki að finnast og allt í messi. Þetta gerðist á föstudaginn. Svo vildi það til að vinur Ívars bróðir sá gaurinn rétt hjá Krónunni og sagði okkur hver þetta er. Gaurinn er fo... 13 ára, skoppara kvikindi. Plús það að hann á foc.. ríka foreldra. Þau erum með þeim ríkari á nesinu. Hvað er að helvítis uppeldinu á þessu heimili. Gaurinn stelur frá fólki þegar hann á skít nóg af þessu, og mamma hans sagði það við okkur. Reyndar skilaði hann peningnum en henti veskinu sem hún mamma á í sjóinn eða eitthvað. Því tapaði hún fullt af dóti, þar af meðal einhverjum ermahnöppum sem pabbi á, greiðlsukort og fl. Langar að slátra helvítis gaurnum.
Þegar mar fer svo að spá í þetta þá er þjóðfélagið að fara hríðversnandi, bara í fréttum í morgun er fullt af einhverjum fíkniefnamálum. 170 hassplöntur og eitthvað fleira. Svona menn á að aflífa. Þeir eru að skemma svo mikið af ungu og efnilegu fólki með sölu á þessum viðbjóð. Hver sala dregur einn mann niður og þá spyr mar sjálfan sig; Hvað er hægt að skemma mörg líf með 170 plöntum af hassi?
Þetta er bara að verða rugl hvað er mikið af fréttum um allskonar vitleysu, þjófnuðum og skemmdarverkum. Hverjum er þetta að kenna? Er það uppeldið? Er þetta þjóðfélaginu að kenna?
Smá hugmynd!
Spurning um að fá Kára í DeCode til að finna erfðamengið sem er að klikka í þessum einstaklingum. Læsa þá í kjallaranum í aðalstöðvunum hjá DeCode og rannsaka liðið. Útiloka svo litningin sem klikkar og setja eitthvað nitsamlegra í staðin.
Jæja smá fréttainnskot, mamma mín var í Krónunni að versla þegar hún er að setja í pokann og leggur veskið frá sér. Þá kemur einhver tittur og tekur veskið hennar og því miður var það fullt af pening þar sem hún var nýbúin að taka út gjaldeyri fyrir Danmerkur ferð til Davíðs bróður. Mamma alveg í pirrings-pakkanum. Gaurinn ekki að finnast og allt í messi. Þetta gerðist á föstudaginn. Svo vildi það til að vinur Ívars bróðir sá gaurinn rétt hjá Krónunni og sagði okkur hver þetta er. Gaurinn er fo... 13 ára, skoppara kvikindi. Plús það að hann á foc.. ríka foreldra. Þau erum með þeim ríkari á nesinu. Hvað er að helvítis uppeldinu á þessu heimili. Gaurinn stelur frá fólki þegar hann á skít nóg af þessu, og mamma hans sagði það við okkur. Reyndar skilaði hann peningnum en henti veskinu sem hún mamma á í sjóinn eða eitthvað. Því tapaði hún fullt af dóti, þar af meðal einhverjum ermahnöppum sem pabbi á, greiðlsukort og fl. Langar að slátra helvítis gaurnum.
Þegar mar fer svo að spá í þetta þá er þjóðfélagið að fara hríðversnandi, bara í fréttum í morgun er fullt af einhverjum fíkniefnamálum. 170 hassplöntur og eitthvað fleira. Svona menn á að aflífa. Þeir eru að skemma svo mikið af ungu og efnilegu fólki með sölu á þessum viðbjóð. Hver sala dregur einn mann niður og þá spyr mar sjálfan sig; Hvað er hægt að skemma mörg líf með 170 plöntum af hassi?
Þetta er bara að verða rugl hvað er mikið af fréttum um allskonar vitleysu, þjófnuðum og skemmdarverkum. Hverjum er þetta að kenna? Er það uppeldið? Er þetta þjóðfélaginu að kenna?
Smá hugmynd!
Spurning um að fá Kára í DeCode til að finna erfðamengið sem er að klikka í þessum einstaklingum. Læsa þá í kjallaranum í aðalstöðvunum hjá DeCode og rannsaka liðið. Útiloka svo litningin sem klikkar og setja eitthvað nitsamlegra í staðin.
þriðjudagur, október 10, 2006
Jæja, þá er komið að smá steypu, ég rændi þessu af síðunni hennar Önnu Rutar frænku. Verð að gera eitthvað öðruvísi.
Núverandi föt? Puma skór, gallabuxur og lopapeysan sem Gulla tengdó gerði
Núverandi tími? 09:40
Núverandi skap? Bara snilld en samt smá stressaður....sérstaklega þegar ég er búin að fá launamálin mín á hreint!
Núverandi hár? Svona aðeins til hliðar
Núverandi pirringur? Launamál og það að ég er ekki að nenna að vinna!
Núverandi lykt? Boss eitthvað man það ekki
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera? Vinna og reyna að selja eitthvað
Núverandi skartgripir? Tja......ekkert!
Núverandi bók? Teljast bílblöð inní?
Núverandi áhyggja? Það er ekki til umræðu en kannski fær einhver að vita að því fljótlega.
Núverandi uppáhaldsleikari? Nicolas Cage
Núverandi íþrótt? Lyftingar
Núverandi löngun? Mótorhjól
Núverandi tónlist? Josh Groban
Núverandi ósk? World peace......ihhhhh.....er það ekki bara smá peningur!
Núverandi texti á heilanum? Hun hedder Anna, Anna hedder hun... elska þetta lag!!!
Núverandi farði? Á mar eitthvað að segja frá því!
Núverandi undirföt? Hvítir boxerar.
Núverandi eftirsjá? Hafa ekki keypt mér íbúð fyrir 2 árum
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið? Skóli og pína einhvern.
Núverandi blótyrði? Drusla
Núverandi vonbrigði? Halli var að hætta í ESKIMOS
Núverandi skemmtun? Flash chess
Núverandi Msn manneskjur sem ég er að tala við? Engin
Núverandi hlutir á veggnum? Íslandskort, hrós email, GPS-tæki og mexikanahattur
Núverandi uppáhalds þáttur? Prison Break er komin með fystu 7 þættina.
Vonanadi lærðuð þið eitthvað um mig við þetta!
Núverandi föt? Puma skór, gallabuxur og lopapeysan sem Gulla tengdó gerði
Núverandi tími? 09:40
Núverandi skap? Bara snilld en samt smá stressaður....sérstaklega þegar ég er búin að fá launamálin mín á hreint!
Núverandi hár? Svona aðeins til hliðar
Núverandi pirringur? Launamál og það að ég er ekki að nenna að vinna!
Núverandi lykt? Boss eitthvað man það ekki
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera? Vinna og reyna að selja eitthvað
Núverandi skartgripir? Tja......ekkert!
Núverandi bók? Teljast bílblöð inní?
Núverandi áhyggja? Það er ekki til umræðu en kannski fær einhver að vita að því fljótlega.
Núverandi uppáhaldsleikari? Nicolas Cage
Núverandi íþrótt? Lyftingar
Núverandi löngun? Mótorhjól
Núverandi tónlist? Josh Groban
Núverandi ósk? World peace......ihhhhh.....er það ekki bara smá peningur!
Núverandi texti á heilanum? Hun hedder Anna, Anna hedder hun... elska þetta lag!!!
Núverandi farði? Á mar eitthvað að segja frá því!
Núverandi undirföt? Hvítir boxerar.
Núverandi eftirsjá? Hafa ekki keypt mér íbúð fyrir 2 árum
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið? Skóli og pína einhvern.
Núverandi blótyrði? Drusla
Núverandi vonbrigði? Halli var að hætta í ESKIMOS
Núverandi skemmtun? Flash chess
Núverandi Msn manneskjur sem ég er að tala við? Engin
Núverandi hlutir á veggnum? Íslandskort, hrós email, GPS-tæki og mexikanahattur
Núverandi uppáhalds þáttur? Prison Break er komin með fystu 7 þættina.
Vonanadi lærðuð þið eitthvað um mig við þetta!
fimmtudagur, október 05, 2006
Það er ógeðslega flott veður miðað við það að núna sé 5. okt. Skil þetta ekki, ef þetta verður svona í vetur verður þetta hundleiðinlegt. Engin snjór = Lítið sem ekkert farið á sleða, getur ekkert verið að leika sér á jeppunum í vinnunni og vatnið botnfrís ekki í Skorradal. Þá er ekki hægt að fara á fjórhjólunum að leika sér á vatninu/klakanum og verið að slæda og steypast.
Annað er það að í skólanum núna er ég á námskeiði hjá gaur sem heitir Gary Scheihtzei eða eitthvað og hann er að kenna okkur djúp vefja nudd. Og það er ekkert grín, þar eru bara notaðir hnúarnir og olbogar og það er verið að bora svo viðbjóðslega langt inní vöðvanna að mar er að drepast. Reyndar er ekkert að marka þetta hjá mér því að ég byrjaði að vinna með Matta sem er ruglað sterkur og gerir allt til að láta þig fara að grénja. Ég hef bara án efa aldrei grénjað svona mikið á ævinni. Gaurinn sem kennir okkur er algjör snillingur, kemur frá Canada og bara ógeðslega góður í nuddi. Langar bara að fara að læra meira hjá honum.
Annað er það að í skólanum núna er ég á námskeiði hjá gaur sem heitir Gary Scheihtzei eða eitthvað og hann er að kenna okkur djúp vefja nudd. Og það er ekkert grín, þar eru bara notaðir hnúarnir og olbogar og það er verið að bora svo viðbjóðslega langt inní vöðvanna að mar er að drepast. Reyndar er ekkert að marka þetta hjá mér því að ég byrjaði að vinna með Matta sem er ruglað sterkur og gerir allt til að láta þig fara að grénja. Ég hef bara án efa aldrei grénjað svona mikið á ævinni. Gaurinn sem kennir okkur er algjör snillingur, kemur frá Canada og bara ógeðslega góður í nuddi. Langar bara að fara að læra meira hjá honum.