miðvikudagur, september 27, 2006
Frábær helgi nú liðin er, eða þannig. Fór í skólann á laugardaginn og vorum að nudda á fullu, var ógeðslega gaman, ég og Agnar vorum að nudda hvort annan og tókst bara vel upp. Tókum mjög vel á því á fótunum sem olli því að við svitnuðum það mikið að skipta þurfti um lak á bekknum. En samt sem áður var mjög gaman og við gátum alveg fundið fyrir spennunni í loftinu vegna partýsins um kvöldið. Eftir skólann fór ég heim að taka til og svo puntaði mar sig aðeins áður en lagt var af stað í matinn, leiðin lá á Tapas og fórum þar í óvissuferð. Maturinn var svona lala en ekkert sem ég myndi hrópa húrra yfir. Eftir það var farið heim og næstu 25 mín fóru í það að fá sér smá bjór. Partýið gekk vel, allir skemmtu sér vel og bara ótrúlega góð stemming á svæðinu. Þá er einhverjum algjörum bjána boðið í partýið og ég var ekki sáttur. Í fyrsta lagi var gaurinn 125 kg af ..........., helsver með tattú allstaðar og ekkert sérstaklega rólegur. Ég varð nokkuð stressaður og hringdi í Íbba bróðir og hann kom eftir 5 mín með Enric og Frikka. Þá byrjar gaurinn að niðurlægja Enric fyrir framan mig og ég segi honum kurteisislega að hann megi bara fara út þar sem hann væri ekki velkomin í mínu húsi vegna framkomu hans. Hann tók það vel í orð mín að hann kýldi mig kaldan í andlitið og þá stökk Enric til og reif í hendurnar á honum og hélt þeim aftur fyrir bak. Þá kom stelpan honum út og þau fóru, ég vankaðist eitthvað við þetta og datt út í smá stund, en vaknaði nett sprækur og fór á slysó. Ég fékk að hanga þar í 2 tíma, engin kíkti á mig og fékk svo að fara heim. Nema það að ég var ekki með veski á mér og síminn var batteríslaus og ég gat því ekki reddað mér heim og spurði því hvort ég mætti hringja. Yndislegu konurnar í afgreiðslunni bentu á tíkallasíma og brostu. Ég labbaði því frá Fossvogi og heim á Nesveginn, það tók mig einungis 2 tíma að labba þar sem ég átti frekar erfitt með að labba fyrsta klukkutíman. Daginn eftir gerði ég ekker annað en að æla vegna heilahristings. Mjög gaman og langar bara þakka fyrir höggið. Aftur á móti langar mig að þakka Ellen og Lindu fyrir að koma mér á Slysó. Rico fyrir að stoppa ................ og öllum þeim sem höfðu fyrir því að nenna að hafa áhyggjur. Múhahaha! En takk fyrir partýið og ég er að fara að setja myndir á netið eftir smá!
fimmtudagur, september 21, 2006
Slagsmál ungmenna er búið að vera mikið í umræðunni. Sérstaklega eftir slagsmálin í vesturbænum þar sem gaur af nesinu sem heitir Runólfur Ísaksson tók einhvern strák úr vesturbænum og barði hann í klessu. Hann stappaði gaurinn þó að hann væri löngu búin á því og gat ekkert gert meira. Ekki nóg með það, það voru ca.50 manns þarna í kring öskrandi á báða strákana um að slátra hinum. Hvað er eiginlega að þessum aumingjum, geta þeir ekki hagað sér eins og menn. Þetta pakk er að verða sjálfum sér og öðrum unglingum til skammar! Hérna er video af slagsmálunum! http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4298221/0
Bölvaðir vitleysingar!!!!
Bölvaðir vitleysingar!!!!
miðvikudagur, september 20, 2006
Jæja, þá er reiðin runninn af mér, að mestu! Svekkelsið liggur ennþá í manni, en mar verður bara að bíta í sektareplið. Aftur á móti fór ég á fund með löggunum sem hirtu mig í gær og þær ákváðu að lækka sektartöluna úr 15.000.- í 10.000.- Svo ef ég borga strax þá þarf ég að greiða 7500.- sem er mjög vel sloppið. Spurning um að standa skil á þessu og klára eplið og keyra aðeins hægar eftir þetta. Komið hefur í ljós að mælirinn í jeppanum er með frávik uppá 6% þannig að ég var að keyra aðeins hraðar en mælirinn sýndi. En skítt með það.
Kjallinn er að fá þráðlaust net heima núna, var verið að vinna í því í gær. Og svo langar mig bara að segja fólki frá því að ég er komin með fyrstu 5 þættina í Prison Break, seríu 2. Múhahahahahahahahahaha...........! Ég er farinn að sinna vinnunni minni. BÆ!
Kjallinn er að fá þráðlaust net heima núna, var verið að vinna í því í gær. Og svo langar mig bara að segja fólki frá því að ég er komin með fyrstu 5 þættina í Prison Break, seríu 2. Múhahahahahahahahahaha...........! Ég er farinn að sinna vinnunni minni. BÆ!
þriðjudagur, september 19, 2006
Góðir dagar eru nú ekki á hverju strái, ég á örugglega einn af mínum mest pirrandi dögum núna. Var að keyra frá Indriðastöðum í Skorradal á Löglegum hraða, þó að það sé frekar fátítt hjá mér en var samt ekki að keyra of hratt. Mæti lögreglubíl í Mosfellsbæ og þeir segjast hafa mælt mig á 91 km/h þegar á mælinum stendur á ca. 80 hjá mér. Ég gæti ekki verið mikið meira svektari núna. Ég er búin að vera á fullu að reyna að hægja á mér og tel mig standa mig þokkalega vel, þá kemur einhver helvítis steypa á mig frá helvítis yfirvaldinu og sektar mig um einhvern 15.000.- kall fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Ég er allavega búin að ákveða það að borga þetta ekki og láta þetta fara fyrir dóm. Mótmæla þessu fram í rauðan dauðan. Læt ekki vaða yfir mig þegar ég veit að ég gerði ekkert af mér. Annað væri ef ég hefði verið að keyra of hratt, þá get ég bara kennt mér sjálfum um og ekki verið að þessu helvítis röfli. Farin í ískalda sturtu áður en ég tapa mér úr reiði!
sunnudagur, september 17, 2006
Ég átti án efa hrikalega skemmtilegan dag í gær, ég fór með par frá Ástralíu uppá Langjökul þar sem þau fóru á vélsleða. Á meðan ég var að keyra yfir sprungur og geðveikt mjúkan snjó sem lét mann alveg hafa fyrir því að komast uppettir kom þyrla á geðveikri ferð í lágflugi yfir okkur. Þegar að sleðunum var komið var fólk í þyrlunni sem ég hafði hjálpað um morguninn og þau buðu mér í 10 mín flug um jökulinn. Er alls ekki að segja að það hafi verið leiðinlegt. Hef aldrei skemmt mér eins vel á ævinni. Var með hjartað í buxunum allan tíman, gaurinn var ekkert að spara það á þyrlunni. Eftir að þessu lauk fór ég ásamt öðrum gaur að jeppast á jöklinum meðan við vorum að bíða. Bara gaman og ég festi mig bara 4 sinnum. Náði samt að losa mig öll skiptin og lærði heví mikið á þessu. Eftir það fórum við Kaldadalinn til baka eftir jökulinn og hann var þvílíkt blautur og drullugur vegurinn. Ég varð bara að taka á druslunni til að komast í gegnum suma drullupollana. Fólkinu fannst þetta geðveikt og ég skemmti mér ekkert minna. Eftir að ég droppaði þeim á hótelið fór ég á KR - Grindavík, náði heilum 6 mín, betra en ekki neitt. KR er sem sagt í Evrópusæti með -4 í markatölu, þvílíkur skandall. En hvað með það, mar verður að fara að gera eitthvað að viti. Bæ!
mánudagur, september 11, 2006
Jæja..þá er ég gjörsamlega búin að missa allt álit á Breiðholti. Ég var í nuddskólanum á sunnudaginn og þegar við fórum í kaffi um 10 leitið um morguninn var búið að fara inn í fatahengið hjá okkur og stela veskinu mínu og 2 annarra. Tapaði fullt af pening, miðum í Hvalfjarðagöngin og Grænakortinu. Helvítis pakk, það er ekkert skrítið að það sé illa talað um þetta helvítis hverfi. Nú fer mar bara að nudda fólk með dótið undir koddanum. Nú er ég búin að losa mig við smá reiði og pirring. Salí!
Jæja..þá er ég gjörsamlega búin að missa allt álit á Breiðholti. Ég var í nuddskólanum á sunnudaginn og þegar við fórum í kaffi um 10 leitið um morguninn var búið að fara inn í fatahengið hjá okkur og stela veskinu mínu og 2 annarra. Tapaði fullt af pening, miðum í Hvalfjarðagöngin og Grænakortinu. Helvítis pakk, það er ekkert skrítið að það sé illa talað um þetta helvítis hverfi. Nú fer mar bara að nudda fólk með dótið undir koddanum. Nú er ég búin að losa mig við smá reiði og pirring. Salí!
föstudagur, september 08, 2006
Ég hef smá fréttir að færa, ef allt gengur upp þá er ég líklegast að flytja út til Danmerkur með konunni minni í byrjun ágúst á næsta ári. Eva mín er að reyna að fara sem skiptinemi í tannlæninnum og ég býst við að ég fari í eitthvað aukanám sem snýr að óléttum konum eða ungbarnanudd. Það er að heilla mest eins og er! En ekkert er meira í fréttum núna. Bæbæ!
mánudagur, september 04, 2006
Áfram Íslenska Löggan, enn eina ferðina er hún búin að skjóta sig í fótinn. Tek hérna smá texta af síðu lögreglunar:
Skrílslæti í Reykjavík
Lögreglan í Reykjavík var kölluð til vegna ungmenna sem höfðu safnast saman í Skeifunni eftir miðnætti í nótt. Upphafið mátti rekja til þess að ungur maður var að kasta af sér þvagi í hraðbanka. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar fyrir maður sem hún þurfti að ræða við vegna líkamsárásar. Sá var ósamvinnuþýður í meira lagi og því var viðkomandi handtekinn.
Bar þá svo við að hópur nærstaddra reyndi að ná manninum úr haldi lögreglunnar sem hörfaði undan fólkinu. Rigndi síðan grjóti og flöskum á lögreglubifreiðina en í kjölfarið var fjölmenn sveit lögreglu- og sérsveitarmanna send á vettvang. Illa gekk að stilla til friðar en á staðnum voru 150-200 ungmenni, langflest á menntaskólaaldri. Beita þurfti kylfum á þá sem mest höfðu sig í frammi og voru tíu handteknir. Þeir verða yfirheyrðir eftir því sem ástand þeirra leyfir en margir höfðu neytt áfengis í óhófi.
Þarna taka þeir ekki fram að þeir voru að berja einstaklinga sem ekki áttu það skilið, gerðu það óvart eins og ein löggan orðaði það. Þeir taka það heldur ekki fram að einn var fluttur á spítala í sjúkrabíl eftir það að einn lögreglumaður réðst á hann.
Svo þegar falist er eftir upptökum af myndavélunum hjá BT og Höldur bílaleigu, þá eru þær myndavélar sem sjá um að vakta svæðið ekki tengdar. Er það ekki frekar skrítið? Frekar furðulegt að myndavélar sem alltaf erum í notkun virki ekki þetta eina kvöld! Svo er það besta, þar sem einstaklingarnir þarna eru á menntaskólaaldri og sumir ekki komnir á sjálfræðisaldur geta þeir ekki borið vitni, mesta steypa ever. Löggan hefði getað gert hvað sem er og engin getur borið vitni gegn henni. Þannig að það er hægt að gera hvað sem er við kvikindin og ekkert hægt að gera í því vegna aldurs þeirra. Engin getur borið vitni gegn löggunni sem gerir hana frekar valdamikla gagnvart litlu krökkunum sem áttu þetta ekki skilið. Ég veit að það voru einstaklingar þarna sem áttu það fullkomlega skilið að láta járna sig, helst henda í steininn og týna lyklunum af klefunum. Aftur á móti viðurkenndi einn lögreglumaður fyrir mér í samtali í morgun að hann taldi að þetta hafi farið úr böndunum hjá sínum mönnum sem klárlega réðu ekki við ástandið og óvart lent í því að "dangla" í vitlaust og saklaust fólk á staðnum. Þannig er málið að Ívar bróðir er einn af þeim sem var á staðnum og hann var barinn það illa af löggunni að hann fór með sjúkrabíl á slysó eftir átökin, ekki kærður né handtekinn en samt með brotna pípu í hendinni og með slitinn vöðva. Hvernig stendur á því að hann er tekinn fyrir og barinn svona illa? Lögreglan má aldrei beita meira valdi en hún sjálf er beitt. Afhverju var hann þá ekki handtekinn? Þýðir það þá ekki að hann hfai ekki gert neitt af sér. Hann flúði ekki af staðnum þar sem hann var sóttur af sjúkrabíl. Þetta eru vinnubrögð lögreglunnar í dag! Er ógeðslega reiður og er núna að vinna í því að redda mér video-upptökum frá kvöldinu, vitnum og ætla með þetta mál eins langt og ég get. Ef einhver veit um myndir eða eitthvað varðandi þetta kvöld endilega hafið samband við mig í síma 869-1151. Takk fyrir!
Skrílslæti í Reykjavík
Lögreglan í Reykjavík var kölluð til vegna ungmenna sem höfðu safnast saman í Skeifunni eftir miðnætti í nótt. Upphafið mátti rekja til þess að ungur maður var að kasta af sér þvagi í hraðbanka. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar fyrir maður sem hún þurfti að ræða við vegna líkamsárásar. Sá var ósamvinnuþýður í meira lagi og því var viðkomandi handtekinn.
Bar þá svo við að hópur nærstaddra reyndi að ná manninum úr haldi lögreglunnar sem hörfaði undan fólkinu. Rigndi síðan grjóti og flöskum á lögreglubifreiðina en í kjölfarið var fjölmenn sveit lögreglu- og sérsveitarmanna send á vettvang. Illa gekk að stilla til friðar en á staðnum voru 150-200 ungmenni, langflest á menntaskólaaldri. Beita þurfti kylfum á þá sem mest höfðu sig í frammi og voru tíu handteknir. Þeir verða yfirheyrðir eftir því sem ástand þeirra leyfir en margir höfðu neytt áfengis í óhófi.
Þarna taka þeir ekki fram að þeir voru að berja einstaklinga sem ekki áttu það skilið, gerðu það óvart eins og ein löggan orðaði það. Þeir taka það heldur ekki fram að einn var fluttur á spítala í sjúkrabíl eftir það að einn lögreglumaður réðst á hann.
Svo þegar falist er eftir upptökum af myndavélunum hjá BT og Höldur bílaleigu, þá eru þær myndavélar sem sjá um að vakta svæðið ekki tengdar. Er það ekki frekar skrítið? Frekar furðulegt að myndavélar sem alltaf erum í notkun virki ekki þetta eina kvöld! Svo er það besta, þar sem einstaklingarnir þarna eru á menntaskólaaldri og sumir ekki komnir á sjálfræðisaldur geta þeir ekki borið vitni, mesta steypa ever. Löggan hefði getað gert hvað sem er og engin getur borið vitni gegn henni. Þannig að það er hægt að gera hvað sem er við kvikindin og ekkert hægt að gera í því vegna aldurs þeirra. Engin getur borið vitni gegn löggunni sem gerir hana frekar valdamikla gagnvart litlu krökkunum sem áttu þetta ekki skilið. Ég veit að það voru einstaklingar þarna sem áttu það fullkomlega skilið að láta járna sig, helst henda í steininn og týna lyklunum af klefunum. Aftur á móti viðurkenndi einn lögreglumaður fyrir mér í samtali í morgun að hann taldi að þetta hafi farið úr böndunum hjá sínum mönnum sem klárlega réðu ekki við ástandið og óvart lent í því að "dangla" í vitlaust og saklaust fólk á staðnum. Þannig er málið að Ívar bróðir er einn af þeim sem var á staðnum og hann var barinn það illa af löggunni að hann fór með sjúkrabíl á slysó eftir átökin, ekki kærður né handtekinn en samt með brotna pípu í hendinni og með slitinn vöðva. Hvernig stendur á því að hann er tekinn fyrir og barinn svona illa? Lögreglan má aldrei beita meira valdi en hún sjálf er beitt. Afhverju var hann þá ekki handtekinn? Þýðir það þá ekki að hann hfai ekki gert neitt af sér. Hann flúði ekki af staðnum þar sem hann var sóttur af sjúkrabíl. Þetta eru vinnubrögð lögreglunnar í dag! Er ógeðslega reiður og er núna að vinna í því að redda mér video-upptökum frá kvöldinu, vitnum og ætla með þetta mál eins langt og ég get. Ef einhver veit um myndir eða eitthvað varðandi þetta kvöld endilega hafið samband við mig í síma 869-1151. Takk fyrir!